Eru föstur góðar fyrir konur yfir fertugt?
Þreytt á að ná ekki árangri sem endist? Lestu þá þetta…
25th maí 2021
Sumarleg smoothie skál
Sumarskál sem skorar!
15th júní 2021
Show all

Eru föstur góðar fyrir konur yfir fertugt?

Föstur (á ensku intermittent fasting) hafa hlotið vaxandi vinsældir undanfarin ár.

Þá vaknar oft upp spurningin, er það ekki bara málið?

Ættum við öll ekki bara að vera að fasta?

Það er auðvelt er að detta í hugsunarháttinn að það sé eina lausnin til að léttast og það sem allir ættu að vera að gera, þegar við sjáum ekkert annað í fjölmiðlum.

En því miður er það ekki svo einfalt, sérstaklega fyrir konur með okkar flókna hormónakerfi.

Föstur geta nefnilega haft neikvæð áhrif á flókna hormónastarfsemi kvenna, og þar með á orku og brennslu.

Ef þú því borðar ekki fyrr en um hádegið, gengurðu á orku þína og reynir þá líkaminn að varðveita það sem hann hefur í stað þess að brenna fitu! 

Skjaldkirtillinn er sérstaklega viðkvæmur fyrir skorti á næringu sem getur fylgt föstum og sýna rannsóknir að föstur geta valdið lækkun á skjaldkirtilshormónum og aukningu á streituhormóninu kortisóli (vegna þess að líkaminn upplifir föstur sem ógn).

Þetta getur hindrað fitubrennslu og komið hormónum í frekari ójafnvægi.

Eru föstur þá slæmar?

Föstur eru alls ekki slæmar ef þeim er fylgt innan skynsamlegra marka enda hugmyndafræði föstu sú að borða innan þess tímaramma sem brennsla og orkunotkun líkamans er í hámarki og þar af leiðandi dregur það úr kvöldnarti og slíku.

Brennsla líkamans er í hámarki frá kl 6:00 á morgnana fram á kvöld en dregur síðan verulega úr um miðnætti. Um kl 20:00 á kvöldin eykst framleiðsla á melatóníni, líkaminn róast og hefst handa við að hvíla sig og endurnýja.

Hvað ættu konur þá að gera?

Föstur, sérstaklega fyrir okkur konur, ættu því aðeins að vera notaðar innan skynsamlegra marka og 12-14 klst tímaramminn sá sem flestir sérfræðingar tala um (sjá nánar hér og hér)

Þú getur þá háttað deginum svona:

Borðar ekkert eftir kl. 18 og borðar svo morgunmat milli 6-8

Borðar ekkert eftir k.l 19 og borðar svo morgunmat milli 7-9

Borðar ekkert eftir kl. 20 og borðar svo morgunmat milli 8-10

Borðar ekkert eftir kl. 21 og borðar svo morgunmat milli 9-11

Morgunmaturinn, ein mikilvægasta máltíðin

Hollur og næringarríkur morgunmatur er máltið sem við ættum því ekki að sleppa.

Enda getur hann örvað brennslu og fær líkama okkar og hormónakerfi til þess að starfa við sitt besta!

Fleiri rannsóknir sýna að þeir sem borða morgunmat eiga auðveldara með að viðhalda kjörþyngd og léttast og upplifa meiri orku og jafnvægi yfir daginn.

Aukalega gerir góður morgunmatur þér kleift að vera virkari yfir daginn, eykur orkustig þitt og skapar þannig fleiri tækifæri til þess að brenna kaloríum.

Hvað fösturammi hentar þér? Skrifaðu mér í spjallið að neðan.

Það er svo mikilvægt að binda sig ekki við að við verðum að borða svona daglega, verum sveigjanleg í lífsstíl okkar og sköpum heilbrigð í stað þess að vera með stífar reglur, boð og bönn.

Sendu vinkonu þessa grein eða deildu yfir á prófíl þinn svo fleiri geti lesið 🙂

Heilsa og hamingja,

Júlía

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ÓKEYPIS net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega” hér

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Vakti færslan áhugann þinn? Ef svo er þá yrði ég svo til í að heyra frá þér í spjallinu hér að neðan! Ekki gleyma að henda í LIKE eða deila áfram á samfélagsmiðlunum þínum ef þú heldur að einhver nákominn þér hefði gaman af blogginu!

Heilsa og hamingja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *