Ertu að gera þessi mistök í hreyfingu?
Ertu alveg viss um að þú ættir að fara í megrunarkúr?
13th August 2015
losna við kviðfituna
Stóru fréttirnar sem ég get ekki beðið eftir að segja þér frá…
3rd September 2015
Ertu alveg viss um að þú ættir að fara í megrunarkúr?
13th August 2015
losna við kviðfituna
Stóru fréttirnar sem ég get ekki beðið eftir að segja þér frá…
3rd September 2015
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Ertu að gera þessi mistök í hreyfingu?

Hreyfing er líklega það sem kemst næst því að halda þér ungri, eitthvað sem við viljum öll er það ekki?

Í dag ætlar Sara ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi Lifðu Til Fulls að segja þér betur frá.

 

Með hreyfingu styrkir þú ekki aðeins vöðvana og hjarta- og æðakerfið, heldur dregur þú einnig úr hættu að fá sjúkdóma, örvar vöxt nýrra frumna í heilanum og bætir árum við líf þitt.

Margar rannsóknir sýna að aðeins 30 mínútur af hreyfingu flesta daga er allt það sem þarf til að uppskera ávinning. Hreyfing eykur magn súrefnis til líkama þíns á æfingu. Að bæta loftháðu getu þína um aðeins 15 til 25 prósent er eins og að taka 10 til 20 ár af aldri þínum. (1)

Hreyfing getur einnig komið í veg fyrir hjartaáföll. Æfingar hækka ekki aðeins “góða” HDL kólesterólið og lækka blóðþrýsting, heldur sýna nýjar rannsóknir að þær draga úr bólgum í slagæðum, annar áhættuþáttur fyrir hjartaáföll og heilablóðföll. (2)

Er þetta aðeins brot af því sem hreyfing getur gert fyrir þig og flest okkar vita hvað hún er góð.

En af hverju þykir okkur þá svona erfitt að sinna hreyfingu og gera það til lengri tíma (ekki bara í janúar eftir jólasukkið eða september eftir sumarfrí).

Það eru m.a 3 hlutir sem ég hef tekið eftir að fólk klikkar á þegar það ætlar að byrja að hreyfa sig.

 

1. Að velja ekki hreyfingu við hæfi

 

Algengt er að fólk kaupir sér kort í ræktina og byrjar að mæta, en finnst það hundleiðinlegt. Að vera í lyftingarsal eða hóptímum hentar alls ekki öllum. Það skiptir öllu máli að finna sér hreyfingu sem þér finnst skemmtileg og eitthvað sem þú nýtur þess að gera. Í dag er svo margt í boði og þú ættir að geta fundið þér eitthvað sem þér finnst gaman að gera. Leyfðu barninu að koma fram og hugsaðu hvað þér fannst gaman að gera þegar þú varst yngri.

2. Að byrja alltof hratt og ætla sér að ná öllum markmiðunum strax

Algengt er að fólk ætli sér að sigra heiminn og ná öllum markmiðum um léttari og stæltari líkama helst í gær. Það mætir á hverjum degi og púðar og púlar í rúman klukkutíma. Síðan þegar árangurinn gerist ekki eins fljótt og vonast var eftir missir það dampinn og hættir. Passaðu þig að byrja rólega og ætla þér ekki um of. Ef þú hefur ekki hreyft þig lengi byrjaðu að hreyfa þig 3 sinnum í viku, eða taktu styttri tíma í einu, farðu út að ganga í 20-30 mín, það telur allt.

 

3. Að horfa á hreyfingu sem skyldu/ átak og aðlaga hana ekki að lífsstílnum

Oft þegar fólk byrjar að hreyfa sig er það partur af átaki eftir t.d jólin eða sumarfríið, það byrjar með krafti en fljótlega hættir það að mæta eða fær leiða. Finndu eitthvað sem hentar þínum lífsstíl og þú veist að þú heldur út og verður partur af lífsstílnum þínum. Það hentar mér t.d ekki að mæta 5 sinnum á viku í ræktina og æfa í rúman klukkutíma, stundum hef ég einfaldlega ekki tímann. Þess í stað tek ég göngutúra, fer út að hjóla eða æfi heima í stofunni, og þetta er allt eitthvað sem ég nýt þess að gera.

 

Þegar hreyfing er orðin hluti af rútínunni og partur af þínum lífstíll verður hún órjúfanlegur partur af lífinu þínu og þú getur ekki verið án hennar. Það er því mikilvægt að finna eitthvað sem hentar þér, reyndu að miða að því að hreyfa líkama þinn í a.m.k 30 mín á dag, það er ekki nema 2% af sólahringnum, ég veit að þú getur fundið þennan tíma fyrir þig.

En þetta er allt eitthvað sem við skoðum nánar í Nýtt líf og Ný þú þjálfun þar sem skapað er þína áætlun til frambúðar.

Skráðu þig á biðlistann hér og vertu fyrst til að vita þegar þjálfunin hefst í haust  ásamt því að fá leiðarvísi með 3 einföldum skrefum sem þú getur hafist handa með að orku og þyngdartapi.

Segðu mér, Hefurðu gert eitthvað af þessum mistökum áður í hreyfingu? Og ertu þú að hreyfa þig reglulega og ná að gera það af lífsstíl?

Láttu mig vita á spjallinu og við skulum skoða hver gæti verið ástæðan ef þér hefur ekki tekist það

Alltaf gaman að heyra frá þér

Heilsukveðja

Sara Barðdal ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi Lifðu Til Fulls

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *