Ertu alveg viss um að þú ættir að fara í megrunarkúr?
latur skjaldkirtill
Hvernig ég vann bug á lötum skjaldkirtli
11th August 2015
Ertu að gera þessi mistök í hreyfingu?
18th August 2015
latur skjaldkirtill
Hvernig ég vann bug á lötum skjaldkirtli
11th August 2015
Ertu að gera þessi mistök í hreyfingu?
18th August 2015
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Ertu alveg viss um að þú ættir að fara í megrunarkúr?

Ertu að hugsa um að byrja á nýjum megrunarkúr? Hugsaðu aftur…

Því 77% þeirra sem hefja megrunarkúr þyngjast aftur eftir fyrstu vikuna og 33-66% sem fara í megrunarkúr enda með því að þyngjast um meira en áður en þau byrjuðu megrunarkúrinn.

Sannleikurinn er að þyngdartap hefur ekkert að gera með viljastyrk.

Í nýlegum Ted fyrirlestri með Sandra Aamodt, segir hún frá hvernig hugurinn verður auðveldlega annars hugar. Hún talar um að heilinn hafi skoðun á því hvað þú ættir að vera þung og hafi ákveðið “set-point” eins og hún orðar fyrir ákveðna þyngdartölu sem heilinn er búinn að stilla sig inná og vill viðhalda, getur þetta “set-point” verið einhverstaðar á bilinu 5-10 kíló.

 

Undirstúkan í heilanum stjórnar þá raunverulega þyngdinni þinni

Ef þú missir of mörg kíló í einu bregst heilinn þannig við að hann telur þig vera að svelta þig og vöðvarnir þínir brenna minna af orku.

Ef þú bætir á þig og ert lengi í hærri þyngdartölu en þú ert vön fer heilinn að breyta sínum svokallaða “set-point” og aðlagast nýrri þyngd. Þetta getur tekið nokkur ár, en því hærri sem “set-point-ið” þitt er því erfiðara verður að fara niður fyrir það og haldast í þeirri þyngd, þar sem heilinn leitast alltaf við að vera í því jafnvægi sem hann þekkir.

Þeir sem kunna að hlusta á líkamann eru minna líklegri til að þyngjast mikið eða hugsa stanslaust um mat.  En þeir sem nota aðeins viljastyrk eru líklegri til að hugsa stanslaust um næstu máltíð, borða yfir sig og þyngjast hratt.

40 % þyngjast aftur

Rannsókn sem Sandra sagði frá sýndi að 5 árum eftir megrunarkúr höfðu flestir þyngst um alla þá þyngd sem þeir misstu og 40% höfðu þyngst meira. Það virðist því vera þannig að þú ert líklegri til þess að þyngjast ennþá meira við að fara í megrunarkúr til lengri tíma litið heldur en að léttast.

sneaky-ways-to-eat-less-10-pg-fullLeyndarmálið liggur í því að þekkja líkama þinn og kunna að hlusta á hann

Mikilvægt er að vera til staðar við máltíðina og gefa þér tíma, slökkva á öllum truflunum frá síma, tölvu eða sjónvarpi og borða þegar þú ert svöng/svangur og stoppa þegar þú ert orðin södd/saddur.

Stór hluti þyngdaraukningar er þegar við borðum en erum ekkert svöng.  Því getur verið mikils virði að læra að skilja líkamann og merkin sem hann gefur.

Fyrir 5 árum í dag ákvað ég að allt sem ég myndi kenna og hjálpa öðrum konum gera varð ég að prófa á sjálfri mér

Ótrúlegt en satt prófaði ég nær alla þessa megrunarkúra.

En ég komst að því að á einn boginn virkuðu þeir allir að vissu leyti en á annan bogin gerðu þeir það ekki. Það sem ég sá frá þessari reynslu var að ég þurfti að hlusta á líkamann og skapa lífstíll.

Því ef megrunarkúrinn myndi vera svona frábær, værum við þá ekki öll grönn og fit?  Af hverju endurtökum við þá alltaf sömu mistökin og búumst við annarri útkomu?

Ný nálgun, lífstíll

Það styttist í að við gefum út spennandi myndbandaseríu um Nýtt líf og Nýja lífsstílsþjálfun sem ég veit að þú vilt ekki missa af.

Ég gef eitthvað af mínum bestu ráðum og leiðum að því að varanlega léttast, auka orkuna og upplifa algjöra sátt í eigin skinni!

Þannig að vertu viss um að skrá þig hér og fá fyrst að vita þegar þau birtast!

 

En þá langar mig að heyra frá þér

Hefurðu farið í megrun áður? Hvað hefurðu prófað og hvernig gekk?

Skrifaðu mér í spjallið að neðan og köfum dýpra.

Ef greinin vakti áhuga smelltu á like og deildu með vinkonu á facebook sem gæti hagnast!

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

6 Comments

  1. Auður Hauksdóttir says:

    Ég hef ekki verið á megrunarkúr og þarf þess ekki, þarf hins vegar smá aðhald og síðan styrkingu í kroppinn

  2. Margrét Dóra Eðvarðsdóttir says:

    Ég er með nikkel ofnæmi og það er nikkel í svo mörgu grænmeti.Geturðu ráðlagt þér með það til hliðsjónar?
    Bestu kveðjur
    Ein vongóð ?

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Sæl Margrét, þú er væntanlega með lista yfir fæðu sem þú mátt ekki fá er það ekki? Við erum með 5 daga matarhreinsun og líka 5 daga matarhreinsun f. Nikkel ofnæmi matseðla sem gæti komið þér af stað. Síðan er það með okkar Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem gæti hjálpað þér betur með það Margrét, hún hefst í lok september og byrja í næstu viku ókeypis myndbandaþjálfun sem segir betur frá henni, sjá hér —> http://nyttlifnythu.is/

  3. Rósa Skarphéðinsdóttir says:

    Sæl Júlía Ég vvar búin að skrif heimikið og gleymdi að ýta á pósta .En svona urdrátttur úr því,er Já ég hef oft farið í megrun og oftast bætt öllu á mig aftur og stundum meira ,hef mest verið 90.kg ,var það fyrir svona 3,árum, þegar ég fór í hjartaðgerðin í maí 2014,þá var ég 86-7 k.g. en léttist mikið það sumar ,hreinleg vegna þess að ég hfði ekki list á mat og fór alveg niður í 76.k. .var það í nóvember í fyrra haust ,þá hafði ég ekki heldur borðaði sætindi eða gos og lítið brauð.svo komu jólin ,með öllu sínu og þá féll ég fyrir konfektinu og kökonum og þá var efitt að stoppa og byrja aftur ,en þá fór ég mest í 83.kg.’eg hef verið að reyna að faraa eftie og búa til úr rafbókinni og líkar það vel ,og ég borð mikið grænmeti ,ég erbúin að ver án hvits sykurs og hveiti og sætinda í nálægt 2.mánuði og hef lést um rúm 2.k.g en ég þyngist yfir leitt um eitt kílí þegar það safnas bjúg á fæturnar á mér og ég tek þvagræsilyf einu sinni ´viku,og þá getur munað 1-1.5 k.g á viktinni morguninn eftir ég er að rokk þettað milli 78- 80.k.g en´nu er staðn hjá mér sú að ég var að selja íbúðina mína og við ættlum tvær vinkonur á sama róli að far að leigja saman ,1,október, en 1,september förum við á Heilsuhælið í Hveragerði og þar ættlum við að reyna að komast í gang með að taka okkur á ,.Ég er því á fullu að pakka ,því að við flytjum nokkrum dögum eftir að við eru búnar í Hveragerði .’Eg hef ekkert komist í tölvuna í tæpar tvær vikur ,fyrst bilaði hún,svo komst vírus í hana og var tendasonur minn að laga hana núna í kvöld Það er spurnig með þennnan megrunarkúr,veit ekki hvort það gerir eitthvaðfyrir mig .en læt þettað gott heita í kvöld .takk fyrir að benda mér á þettað ,kveðja Rósa Skarphéðinsdóttir

  4. Júlía, heilsumarkþjálfi says:

    Gaman að heyra frá þér Rósa. Gaman að heyra að þér gengur vel með rafbókinni. 🙂
    Gangi þér ótrúlega vel með þetta allt saman og vonast til að heyra meira frá þér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *