Ert þú með? Yfir 500 konur ætla að vera sáttar og sykurlausar frá næstu viku!
svartbauna brownie
Svartbauna brownie úr sykuráskorun!
3rd June 2014
sleppa sykri
Hvernig á að sleppa sykri og hvað á að nota í staðinn + 17. júní uppskrift!
17th June 2014
svartbauna brownie
Svartbauna brownie úr sykuráskorun!
3rd June 2014
sleppa sykri
Hvernig á að sleppa sykri og hvað á að nota í staðinn + 17. júní uppskrift!
17th June 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Ert þú með? Yfir 500 konur ætla að vera sáttar og sykurlausar frá næstu viku!

sykurlausar uppskriftir

Ég veit að tilhugsunin um að fara útí sundbol og hlýralausan kjól er ekki sú sem allir hoppa hullum hæ við svo ég vil hjálpa þér að vera sátt og sykurlaus á fljótlegan hátt!

Við höfum nú yfir 500 manns skráða hjá okkur í ÓKEYPIS 14 daga sykurlausa áskorun sem hefst 16.júní (s.s eftir viku!)

Við viljum bjóða þér að taka þátt í áskoruninni líka! Ert þú tilbúin að borða eina nýja sykurlausa uppskrift á dag (til viðbótar við þínar reglulegu máltíðir, að sjálfsögðu) í 14 daga með mér? Ég vona að þú sláist í för með okkur. 🙂

Tryggðu þér stað í 14-daga sykurlausa áskorun hér

Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með svona sykurlausa 14 daga áskorun og ég hef aldrei séð eins aðra líka hérlendis. Þetta gæti þó trúlega verið í eina skiptið sem þér býðst að taka þátt í svona upplifun svo ekki láta hugsunina “að sykurlaust líf sé leiðinlegt/erfitt” eða “að þú getir þetta ekki” stoppa þig af og leyfðu mér að sýna þér hversu ánægjulegt það getur verið að vera án sykurs!

Drífðu þig að skrá þig því þessa viku sendum við þér tölvupósta til að undirbúa þig fyrir áskorunina!

Eftir það, færð þú vikulega sendar uppskriftir, innkaupalista sem hvetur þig að sykurminna lífi í 14 daga með okkur – og það er algjörlega ókeypis. Lestu neðar ef þú vilt vita meira um áskorunina…

DSC_1471-copy 

 

Hvernig virkar 14 daga sykurlausa áskorunin?

Ef þú ert aðleita að “reglum” þá munt þú ekki finna þær hér. Við einblínum á einfaldar lífstílsbreytingar sem gerast skref fyrir skref. Með markmiðið að hjálpa þér að borða eina nýja sykurlausa og gómsæta uppskrift í 14 daga…

Ég er ekki að biðja þig um að sleppa öllu sem þú ert að borða og skoða hverja einustu sykurinntöku í þínu lífi, nema auðvitað þú viljir það.

Ef þú ert tilbúin fyrir breytingu (og ég veit að við erum það) þá er það akkurat það sem við myndum elska að þú mundir gera í okkar 14 daga áskorun. Svona virkar ferlið..

 

#1 Vikulegar uppskriftir og innkaupalista + hollráð fyrir sykurlausar uppskriftir

Hvern fimmtudag, mun ég senda til þín 5 uppskriftir fyrir vikuna ásamt innkaupalista fyrir alla vikuna. (Athugaðu ruslhólfið þitt ef þú færð ekki tölvupóst frá okkur á fimmtudaginn – póstarnir virðast eiga það til að leita þangað).

Til að tryggja þér innkaupalista fyrir viku 1 þarft þú að skrá þig fyrir mánudaginn 16.júní.

#2 Stuðningur okkar og ást!

Við styðjum þig með vikulegum tölvupóstum og hollráðum í gegnum ferlið og einnig munum við deila með þér myndum af matnum, stuðning og hollráðum í gegnum ferlið á facebook síðu okkar.

#3 14 daga sykurlausa medalíu senda í tölvupósti að lok áskorunarinnar.

Sykurlaust er langt frá því að vera leiðingjarnt og nýr heimur fæðuvals er eitthvað sem þú gætir upplifað með skráningu.

Þú færð medalíu að lokum áskoruninar bara fyrir að vera þú, gera þitt besta og taka þátt!

 

 

DSC_1527-copy

 

Hvað munt þú upplifa úr 14-daga ákoruninni?

Ég glímdi sjálf viðsykurpúkann lengi en hef verið án hvíts sykurs í þónokkur ár og mér líður æðislega! Orkustig mitt, þyngd mín, heilsa mín, skap mitt – allt er í svo miklu betra jafnvægi og finnst mér sykurlausir sætubitar og matur vera sá allra besti.

Hvort sem þúert að taka út hvítan sykur eða að þú ert komin aðeins lengra og vilt taka út 70% súkkulaði þá getur sykurlausa áskorunin hjálpað þér þangað!

Sjáðu meira um hvaða ávinning ég hef upplifað með sykurlausu lífi og áskorunin í viðtali mínu í fréttablaðinu í dag eða á vísir.is.

Sykurminna líf er tvímælalaust eitt af fyrstu skrefunum sem ég tók að þeirri heilsu og sátt sem ég hef í dag og ég vil hjálpa þér aðtaka skrefið með mér. Sjáðu eitthvað sem aðrar konur hafa upplifað með því að fara í sykurlaust!

 

 

 

Löngun í óhollustu hefur minnkað til muna. Þessir 2 kaffi bollar sem ég hef fengið mér enda hálfkláraðir. Ég opnaði poka af kartöfluflögum (uss;) fékk mér nokkrar flögur og lokaði pokanum. Enginn áhugi.

– Rut Kristjánsdóttir

 

Brjóstviði hjá mér er horfin og mér líður miklu betur líkamlega. Ég er öll orkumeiri og ég finn það bæði ístarfi og námi hvað ég hef miklu meiri einbeitingu og næ fleiru í verk!

– Jóna Fanney Kristjánsdóttir

 

Finn að ég fæ meiri hvíld yfir nóttina, sef betur og vakna hressari

-Eva Magnúsdóttir

 

Smelltu hér til að skrá þig í 14 daga sykurlausu áskorunina

 

Hlakka til að hafa þig með okkur!

 

Það er alltaf skemmtilegra þegar við gerum hluti í félagskap vínkonu, finnst þér það ekki?

 

Áttu vínkonu sem gæti viljað vera sykurlaus í 14-daga? Segðu henni frá núna og bjóddu henni að skrá sig með því að líka við þessa grein á facebook!

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi og Lifðu til fulls teymið

 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

24 Comments

 1. Sólrún Unnur Harðardóttir says:

  Líst vel á!!!

 2. Kristjana kristjánsdóttir says:

  ég var búinn að skrá mig í 14 daga áskouna

 3. Kristjana kristjánsdóttir says:

 4. Erna Hauksdóttir says:

  Búin að vera sykurlaus í næstum 4 ár. Er orkubúnt dauðans, sef betur, léttist um tæp 20 kg og hef ótæmandi orku sem varð til að ég fór að mæta í ræktina 5x í viku….dásamlegt sjáið ekki eftir að losa ykkur við sykurpúkann:)

  • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

   Vá frábært að heyra Erna, ótrúlega flottur árangur hjá þér! 🙂

 5. Rannveig Bjarnadóttir says:

  Ég er búin að skrá mig og ég hlakka til að vera með 🙂

  • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

   Æðislegt að heyra! Við hlökkum til að byrja. Fyrsti pósturinn fer út innan skams 🙂

 6. Margret Skúladottir says:

  Akkurat það sem mig vantaði takk fyrir

 7. Guðrún Guðjóndóttir says:

  ok til

 8. Sæunn Guðjóns says:

  Ég er að vísu að klára fjórðu sykurlausu vikuna mína og mér líður osom!
  Fyrstu 2 vikurnar voru erfiðar enda var sykurþörfin svo mikil hjá mér að þegar ég opnaði augun og sá að ég var farin að laumast með súkkulaðistykki með mér inn á bað, var botninum náð og ég setti niður fótinn.
  Út með hvítan sykur og inn með vatn,ávexti og grænmeti. Ekki verra að í morgun voru 4,9kg farin líka 🙂
  Verð klárlega með ykkur í þessu næstu tvær vikur og frábært líka að fá sendar uppskriftir.

 9. Helga María says:

  Hljómar spennó. Erfitt ad taka skrefið samt

 10. Guðrún k. Birgisdóttir says:

  Búin að lifa án sykurs í meira en 1000daga og yfir 40 kg farin, fyrstu dagarnir voru erfiðir, búið að setja sykur í svo mart t.d. Krydd, en það er hægt og er frábært að lifa áns sykur. Gangi ykkur rosalega vel

 11. Gyða Guttormsdóttir says:

  Ég er til. Reyndi þetta fyrir 4 árum í nokkra mánuði og gekk vel. Svo komu jólin og eru enn. Hef reynt nokkrum sinnum síðan með misgóðum árangri. Frábært að fá stuðning yfir erfiðasta hjallann!

 12. Gunnfríður Magnúsdóttir says:

  Takk fyrir að koma með svona framtak :o) hlakka til að byrja

 13. Tinna says:

  Eg vil endilega vera með

 14. Andrea says:

  Hæ, hæ vildi bara segja að þetta er frábært framtak! Er búin að vera að bíða eftir einhverju svona.

  Eitt sem ég var að pæla: Ég rakst á þessa síðu í morgun og er búin að skrá mig: Er enginn séns að ég fái tölvupóstinn á fimmtudaginn með innkaupalistanum og uppskrifunum?

  Kveðja, Andrea

  • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

   Sæl Andrea, ef þú ert búin að skrá þig þá áttu að fá allar upplýsingar sendar til þín 🙂

 15. Sólrún Laufey Karlsdóttir says:

  Búin að skrá mig á er full tilhlökkunar að vera með og takk takk fyrir þetta frábæra framtak sem ég ætla að gefa mér og standa með sjálfum mér og með ykkar hjálp:) bíð spennt að fá vikulistan og fara versla inn og byrja,hef allan tíma dagsins til að skoða þetta og vinna vel í þessu, er mikill sykurfíkill en hef náð að draga mikið úr coco kóla neyslu og nammi arggg ekki meir af þvi takk fyrir 🙂 Bestu kveðjur Sólrún Laufey

  • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

   Frábært Sólrún! Vona að þetta styðji þig í átt að sykurminna og orkumeira lífi! 🙂

 16. Brynja Guðnadóttir says:

  Get ég bæst í hópin ? 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *