Af hverju liðverkir koma oft með aldrinum..
næringarráðgjöf
4 ástæður sem hindra varanlegt þyngdartap og vellíðan!‏
4th February 2014
glútenfrí
Ættir þú að vera glútenfrí?
11th March 2014
næringarráðgjöf
4 ástæður sem hindra varanlegt þyngdartap og vellíðan!‏
4th February 2014
glútenfrí
Ættir þú að vera glútenfrí?
11th March 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Af hverju liðverkir koma oft með aldrinum..

breytingaraldur

Bakverkir, liðverkir, stirðir liðir og gigtareinkenni, stingur í hnénu, skyndilegur sársauki frá öxlum út að olnbogum o.s.frv. Ekkert stórmál, er það nokkuð?

Bull og vitleysa! Alltof oft gerum við ráð fyrir því að verkir í liðum séu einfaldlega hluti af því að eldast og að við þurfum bara að læra að aðlagast og lifa með þeim.

Það gæti ekki verið fjarri sanni!

Sársauki getur haft áhrif á allar hliðar á þínu lífi. Sársauki er ekki einungis upplifun verkja; heldur hefur hann áhrif á hvernig þú meðhöndlar lífið, lífsviðurværi, samskipti við fjölskyldu og vini, hversu miklu þú áorkar daglega og hvernig þú einfaldlega lifir lífinu.

Sársauki er í raun leið líkamans til að segja þér að eitthvað sé að, og einnig gott merki um að eitthvað í þínu frumfæði sé úr jafnvægi.

Liðverkir herja á marga með árunum og þá sérstaklega hjá konum fyrir eða/og á breytingaskeiðinu vegna skorts á estrógen.

En hvað er þá estrógen, eiginlega?

Estrógen er hormón sem hefur m.a. jákvæð áhrif á liði með því að halda bólgum niðri. Bólgur(þroti), eru ein aðalástæða liðverkja. Þegar estrógen stigið í líkamanum byrjar að minnka hjá konum um 5-10 árum fyrir breytingaskeiðið, þá fá liðirnir minna og minna af estrógen og afleiðingin er oft sársauki. Og það sem meira er; lágt estrogen getur haft í för með sér að fitufrumur birgja sig upp af meiri fitu og hægja á fitubrennslu líkamans.senior-woman-with-back-pain

Svo jafnvel þó nokkrum árum áður en konur komast á breytingaraldur getur orsök liðverkja og þyngdarstöðnunar verið vegna hnignunar á estrógen hormónum.

Hvað er þá í stöðunni, svo þú getir losnað við liðverkina og náð þyngdinni þar sem þú vilt hafa hana, á árunum fyrir eða/og á breytingaraldri?

Fyrsta sem æskilegt er að skoða er vatnsinntaka vegna þess að vökvatap í líkamanum ýtir undir liðverki vegna samansafns þvagsýru en með hnignun estrógens þá á líkaminn erfiðari með að viðhalda vatnsmagninu í líkamanum.

Það næsta væri með því að styðja blíðlega við lifrina og afeitra, þar sem estrógen er umbrotið í lifrinni. Ég á ekki við að kvelja eða þjá líkamann heldur að gera það með réttri næringu sem gerir þig sadda(mat), og með samspili hreinsandi og nærandi bætiefna sem vinna saman ásamt hreyfingu, nægri vantsdrykkju og innri slökkun og nú-vitund!

Þessi leið er minnst ágeng og virkar best í samhengi við losun verkja. Skrefin sem gott er að taka þar á eftir eru þau sem skapa góðar langtímavenjur að þína óskalífi!

Því er lífsstílsbreyting besti staðurinn að byrja og sú áhrifaríkasta leið sem ég hef komist að til að koma jafnvægi á estrógen, losa um liðverki, gigtareinkenni og bakverki ÁSAMT því að stuðla að eðlilegu þyngdartapi.

Lífsstílsbreyting eins og þessi þýðir að hætta leitast eftir skyndilausnum og finna út hvað raunverulega virkar fyrir þig og endist þér út ævina. En það er nokkuð sem við gerum í Nýtt líf og nú þú þjálfuninni ásamt skrefunum hér að ofan.

Ef þú ert efins um hvort þú hafir lágt stig af estrógen hormónum geturu beðið lækni að taka einfalda blóðprufu til að komast betur að því.

Ekki „sætta” þig við lífið með liðverkjum, bakvandamálum og tilheyrandi kvillum! Þú átt skilið að lifa betra lífi!

Fleiri, fleiri konur hafa náð slíkum ávinningum með Nýtt líf og Ný þú þjálfun Lifðu til Fulls (sjá betur  = https://lifdutilfulls.is/nyttlifnydu/ ) svo sjáðu hvort þetta sé eitthvað fyrir þig…

Vakti greinin áhuga þinn?

Ef svo er máttu deila með vinum þínum á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu sem glímir við liðverki og/eða bakvandamál. Ekki leyfa þeim að fara á mis við heilsu sína eins og ég þurfti að gera um tíma. „Sættum” okkur ekki við lífið þegar það getur orðið svo miklu betra!

Mig langar að heyra frá þér!

Ert þú búin að „sætta” þig við líf samhliða verkjum í liðamótum? Vakna jafnvel hugsanir hjá þér núna hvort þú sért að drekka nóg af vatni?

Segðu mér frá því þínum pælingum hér fyrir neðan og köfum dýpra.

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

p.s. Aðeins örfáir ókeypis viðtalstímar lausir ef Nýtt líf og Ný þú þjálfunin er eitthvað sem þú vilt gefa þér að, svo ekki bíða með að bóka þinn viðtalstíma og sendu okkur inn umsókn núna = https://lifdutilfulls.is/nyttlifnydu/

Með Nýtt líf og Ný þú getur þú lést, losnað við liðverki, aukið orkuna og öðlast stjórn á þinni heilsu!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *