Ættir þú að vera glútenfrí?
breytingaraldur
Af hverju liðverkir koma oft með aldrinum..
11th February 2014
glútenóþol
Þegar maðurinn minn fékk skyndilega glútenóþol
18th March 2014
breytingaraldur
Af hverju liðverkir koma oft með aldrinum..
11th February 2014
glútenóþol
Þegar maðurinn minn fékk skyndilega glútenóþol
18th March 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Ættir þú að vera glútenfrí?

glútenfrí
Þú kannast kannski við “glútenfrítt” þetta og “glútenlaust” hitt.

 

En er þetta eitthvað sem þú þarft að vera spá í?


Byrjum á smá skilgreiningu um glúten. Glúten er ákveðið form af próteini sem er í flestum hveitivörum því glúten virkar sem lím eða bindiefni í bakstri og eldamennsku og gerir það að verkum að hráefnin haldast betur saman.


Rökstuðningur margra fjölmiðla um að þú ættir að lifa glútenlausum lífsstíl er yfirleitt eftirfarandi:

  1. Yfir 30-50% manna í dag eru með viðkvæmni eða óþol fyrir glúteni án þess að vita af því (samkævmt Dr Ford höfundi bókarinnar The Gluten Syndrome)
  2. Glúten finnst í mörgum afurðum kolvetna eins og í brauði og fleiri matvörum og ef neytt er of mikið af óhollum kolvetnum getur það leitt til þyngdaraukningar og orkuleysis.


En fyrsta spurningin sem þú ættir að spyrja þig að er:

“Er ég með glútenóþol?”

Því hvort glútenfrítt brauð sé það sem þú ættir að velja fram yfir venjulegt brauð fer að mestu leyti eftir því hvort þú sért með glútenóþol- eða viðkvæmni. Það eru nokkur stig af glúten óþoli en til þess að einfalda þetta fyrir þér í dag skulum við tala almennt um glútenþol sem vísar til þess hvort glúten henti þínum líkama eða ekki.

Við erum öll ólík og á meðan sumir höndla glúten vel gera aðrir það alls ekki.

Glútenóþol þarf ekki endilega hafa hafa fylgt þér úr æsku og sláandi fréttir hafa sýnt að glútenóþol er algengur fylgifiskur öldrunar og getur verið orsök af streitu, veikindum, og áföllum.

Svo þrátt fyrir að þú höndlaðir glútenfæðuna vel þegar þú varst yngri er ekki sjálfgefið að þú höndlir þá fæðu í dag.

Til að komast að því hvort þú sért með glútenóþol eða ekki getur þú farið eftirfarandi leiðir:

A) Þú getur farið til hómopata eða náttúrulækna og komist að óþoli
B) Þú getur keypt próf til þess að sjá hvort þú sért með fæðuóþol
C) Þú getur hreinsað líkama þinn á öruggan hátt og kynnt aftur glútenfæðu fyrir líkamanum hægt og bítandi og fylgst vel með viðbrögðum líkamans.

Persónulega kýs ég að notast við lið C.

Ástæða þess að ég nota þessa aðferð frekar er aðrar er vegna þess að ef einhver segir mér að ég megi ekki borða eitthvað, þá langar mig oft enn meira í það!

Ég hljóma kannksi eins og smábarn en svona vinnur hugur okkar, honum líkar ekki við endalaus boð og bönn, það fær hann til að fara í uppreisn og vilja “gefa skít í hlutina og borða bara glútenbrauðið”

Þess í stað vill ég að upplifa skýrt hvernig þessi fæða hefur áhrif á mig og útfrá því taka skýra ákvörðun um fæðval mitt. Ef ég veit hvernig líkaminn minn bregst við fæðunni sem er á boðstólnum er mun auðveldara fyrir mig að standast freistingarnar sem eru allt í kring.

glútenfríEf þú ert að lesa greinina en vilt ekki fara leið a,b eða c en langar samt sem áður komast að því hvort þú sért með glútenóþol eða ekki getur þú hlustað á líkamann og athugað hvort þú upplifir eitthvað af þessum einkennum sem vísa til þess að þú gætir verið með glutenþol:

Þroti, liðverkir, orkuleysi, óeirð í líkamanum, hormónaójafnvægi, skapsveiflur, hausverk/mígreni, þreyta, heilaþoka, þunglyndi, meltingarvandamál, vindgangur, hægðatregða (og fleiri svipaða einkenna).

(Hafa ber í huga að ef þú upplifir eitthvað af þessum einkennum geta þau einnig verið afleiðingin af einhverju öðru.)

Tengir þú við einhver einkenni glútenóþols? Ef svo er, hvaða einkenni?

Skrifaðu mér komment hér neðar og köfum dýpra

Ef greinin var þér gagnleg, líkaðu við og deildu með á Facebook!

 

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

7 Comments

  1. Sigurbjörg karlsdóttir says:

    Sæl mig langar að vita um þessa hreinsun sem þú talar um og prófa hana 🙂

  2. Þórhildur Elfarsdóttir says:

    Ég væri líka til í að prófa þessa hreinsun

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Sælar Sigurbjörg og Þórhildur, gaman að heyra. Örugg hreinsun með mat er sú sem ég styðst við og sú sem ég hef leitt fleiri fleiri konur í gegnum.

      Hægt er að skrá sig á ókeypis fjarnámskeið hér (https://lifdutilfulls.is/skra-mig) um hreinsun og þar færð þú frekari upplýsingar um hreinsuna sem er 5 daga matarhreinsun með mér þar sem ég leiði þig í gegnum undirbúning, gef þér kennlsumyndband með uppskriftunum og margt fleira svo upplifun þín sé sem árangursmest. Sú hreinsun er á 19.970 kr.

      Ég fer ekki ítarlega í glútenprófun eftir hreinsun en legg áherslu á að lokinni hreinsun að hlusta vel á líkamann þegar kynnt er aftur inn fæðu og þá myndi ég hvetja þig/ykkur til þess að prófa sérstaklega glútenið og borða jafnvel hafragraut um morguninn, spelt brauð í hádeginu og aðra glúten afurð um kvöldið.

      Þér gæti þótt skrítið að borða glúten 3 yfir daginn en það er mikilvægt þegar kemur að því að kynna fæðuna aftur fyrir líkamanum.;)

  3. Sóley Björk says:

    Mig langar bara að benda þér á að glútenóþol er líka heiti yfir alvarlegan sjálfsofnæmisskjúkdóm, (e.celiac disease). Sá verður ekki greindur nema með hjálp sérfræðilæknis. Þá er mjög slæmt ef einstaklingur hefur tekið glúten út áður, því þá er mun erfiðara að staðfesta sjúkdóminn.
    Ef einstalkingur er viðkvæmur fyrir glúteni, þá þýðir það ekki endilega að viðkomandi sé með glútenóþol.
    Sé einhver með þessa gerð af glútenóþoli þá ræðst glútenóþolið á þarmana og hindrar upptöku margra næringarefna. Það tekur a.m.k 3 mánuði fyrir viðkomandi að jafna sig og ná upp fullri líkamsstarfsemi eftir að hafa tekið glúten út.
    Mig langar að benda þér á Glútenóþolssamtök Íslands. Þar geturðu lesið þér betur til um glútenóþol: http://www.seliak.com/

    Ég verð líka að segja að mér finnst ábyrgðalaust að gefa fólki ráðleggingar um eitthvað sem þú virðist ekki þekkja vel.
    Glútenóþol er eitthvað sem getur verið mjög alvarlegt.

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Sæl Sóley, ég er vör um áhættur og alvarleika Celiac disease og að sá finnist ekki alltaf með blóðprufu og eins og þú segir til þarf greiningu frá sérfræðingi. Ég hef alltaf notast við orðið glúten óþol (gluten intolerance) og síðan Celiac disease sem alvarlegt glúten ofnæmi samkvæmt enskumælandi kennurum og læknum. Ég átta mig á því að þú ert að höfða til glútenóþol sem Celiac og annað sem glútennæmni og vitaskuld skal taka tillit til þess í frekari umfjöllun.

      • Sóley Björk says:

        Á íslensku heitir Celiac glútenóþol.
        Þó að þú kjósir að nota orðið bara yfir annað fyrirbærið sem það stendur fyrir, þá gerir tungumálið það ekki, sem getur valdið miklum misskilningu. Ég segi ekki að það væri ekki sniðugt að aðgreina þetta, en þar sem tungumálið gerir það ekki, þá geturðu eiginlega ekki gert ráð fyrir því að fólk vit hvað þú ert að tala um – því flestir gera líklega ráð fyrir því að þú styðjist við íslensku í stað þess að ákveða að heiti á einhverju standi bara fyrir það sem þér finnst að það eigi að standa fyrir.
        Með því að fjalla um glútenóþol þá gerir fólk ráð fyrir því að þú sért að tala um bæði, eðlilega, því það hefur sama nafnið.
        Ef þú ert að ráðleggja fólki að finna út hvort að það sé með glútenóþol, er þá ekki öruggara að ráðleggja því að byrja á því að finna út hvort að það sé með alvarlega sjúkdóm, sem getur valdið langavarandi skaða, fyrst? Í stað þess að gera ráð fyrir því að lesendur þínir þekki muninn á Celiac og glútenóþoli og átti sig á því að þú sért bara að tala um annað fyrirbærið sem orðið glútenóþol vísar til (án þess að þú nefnir það).

        Það gleður mig að þú hyggist taka tillit til þess í frekari umfjöllun, en ég vona líka að þú breytir þessari færslu og fleirum þar sem þú talar um glútenóþol, til þess að enginn ruglist nú. Því þær poppa nú upp á google ef fólk er að leita sér upplýsinga um glútenóþol.

  4. Ragna says:

    Fór til hómópata og fékk að vita að ég ætti að forðast glúten og laktósa og ég prófaði að taka það út í ca. mánuð eftir það fékk ég mér aftur glúten og laktósa og ég fékk aukna slímmyndun í hálsi og nef, varð mjög stífluð, vegna laktósans. Glúten olli þurri húð kláða, sérstaklega í hársverði. Þó varð maginn útþaninn og meltingartruflanir. Get borðað mjög lítið af vörum sem innihalda þessar fæðutegundir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *