Ég nota heildræna nálgun á heilsufar og vellíðan. Það þýðir að ég tek það með í reikninginn hvernig hin ýmsu ólíku svið lífs þíns tengjast. Er það streita á vinnustað eða í einkalífi sem veldur því að þú borðar um of? Er það svefnleysi og næringarskortur sem veldur því að þú hefur ekki orku til að fara í líkamsræktina? Við munum í sameiningu fara fara yfir það hvernig lifnaðarhættir þínir í heild hafa áhrif á heilsufar þitt.

Ég kýs að beina ekki athygli minni um of að hitaeiningum, kolvetnum, fitu og próteinum. Ég geri heldur ekki lista yfir góð og slæm matvæli. Þess í stað tekst ég á við það með mínu fólki að stuðla að heilbrigðu líferni á sveigjanlegan hátt sem jafnframt veitir gleði og ánægju.

Við munum vinna sameiginlega að þínum heilsumarkmiðum, m.a. með því að stefna að kjörþyngd, draga úr matarlöngun, bæta svefn og hámarka orkuna. Í samstarfi okkar munt þú öðlast aukinn og dýpri skilning á matvælum og vali á lífsstíl sem hentar þér og við munum gera langvarandi breytingar sem munu auka orku þína, bæta jafnvægi þitt og almennt heilsufar.

Við munum m.a. vinna með eftirtalin hugtök í samstarfi okkar:

Einstaklingsbundin lífgerð: Í hugmyndinni um einstaklingsbunda lífgerð felst að hvert og eitt okkar hafi einstaklingsbundar þarfir varðandi fæðuval og lífsstíl. Fæða sem einum hentar vel getur reynst hreinasta eitur fyrir einhvern annan og það er ástæðan fyrir því hversu illa matarkúrar reynast til lengdar. Ég geng út frá hugmyndinni um einstaklingsbunda lífgerð þegar ég veiti þér ráð um það hvernig þú getur gert jákvæðar breytingar sem byggjast á þínum þörfum, lífsstíl þínum, forgangsröðun þinni og líkamsgerð. Ég nota heildræna nálgun sem byggist á þínum persónulegu eiginleikum og er líklegust til að skila þér góðum árangri.

Frumfæði: Það er auðvelt að missa sjónar á mikilvægum atriðum varðandi næringu og saðningu. Málið snýst ekki einungis um matvælin sem við neytum því fjöldi annarra þátta í lífi okkar skipta einnig máli. Hér má nefna að heilbrigð fjölskyldutengsl, starfsframi, regluleg líkamsrækt og andleg virkni eru mikilvæg atriði fyrir næringu okkar. Þegar jafnvægi ríkir í þessu „frumfæði“ verður það ekki jafn mikilvægt hvaða fæðu þú neytir. Ég mun aðstoða þig við að ná öllum markmiðum þínum, allt frá því að velja réttu fæðuna til þess að lifa innihaldsríku lífi.

Heildrænn fæðupíramídi: Heildrænn fæðupýramídi gerir ráð fyrir neyslu grænmetis í háum gæðaflokki, kornmetis, eggjahvítu, hollrar fitu og vatns. Til stuðnings við píramídann eru lífsstílsþættir sem stuðla að góðri heilsu svo sem sterk tengsl við aðra, starfsframi, hreyfing og andleg iðkun. Ég mun kynna fyrir þér einhverja þá heilsusamlegustu fæðu sem völ er á hér á jörð og kenna þér að velja það sem hentar líkama þínum best.

Ertu tilbúin að byrja að Lifa til Fulls?