Gefstu alltaf upp þegar þú ætlar að sleppa sykri? Lestu þá þetta…
5 jurtir sem auka orku
16th June 2015
5 vísbendingar að þú sért háð sykri og sykurlausa myndbandið!
30th June 2015
5 jurtir sem auka orku
16th June 2015
5 vísbendingar að þú sért háð sykri og sykurlausa myndbandið!
30th June 2015
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Gefstu alltaf upp þegar þú ætlar að sleppa sykri? Lestu þá þetta…

sleppa sykri

Bíkini og ís-rúnt tíminn er kominn!

Ef þú hefur verið vakandi á síðasta ári hefurðu eflaust lesið að þetta tvennt gengur illa saman, því frúktósinn í sykri breytist í fitu ! obbosí

Hvað ef ég gæti sagt þér að þú gætir átt möguleika að minnka kviðfitu,  verið frískari og borðað sætan og syndsamlegan mat á sama tíma?

Eitthvað sem þú hefur áhuga fyrir? Þá er bréfið í dag eitthvað fyrir þig

Ég get sagt þér að þegar ég var að byrja mitt ferðalag að heilsu upplifði ég svo ótrúlega vel hvernig sykurinn var að spilla fyrir heilsunni hjá mér.

Ég var föst í vítahring sykurs og sykur var farin að hafa áhrif á liðamótin, svefninn,  stuðlaði að orkuleysi, skapsveiflum, og auka kílóum!

Ég tók eftir því einn daginn að 80-90% þeirra kvenna sem höfðu lokið hjá mér þjálfun glímdu allar í upphafi við sykurlöngunina og var það að spilla fyrir árangri hjá þeim lengi vel.

En það var alltaf svo erfitt að sleppa sykri, því eins og þú veist þá er hann bara svo sætur og góður og það virðist sem konum og hjónum vantaði eitthvað sem þau gátu fengið sér í staðinn. Því mikið af nýjum heilsunýjungum eru ekkert endilega betri fyrir okkur.

Ekki bætir úr að lesa um að við Íslendingar erum alveg einstaklega sykruð þjóð og erum nú orðin einna hæst Norðurlanda-þjóðanna samkvæmt skýrslu Norrænu ráðherranefndar í bæði sykurneyslu og offitu! – arg!

Svo ég varð að gera eitthvað og þá kom til sykurlausa áskorunarinnar sem ég hélt í fyrsta sinn fyrir ári síðan!

 

minnka kviðfitu

 

Ég virkilega elska að sjá fólk umbreyta lífi sínu til hins betra og hef ég sérstakt lag á að gera sykurlausan mat alveg hrikalega bragðgóðan og það er eitthvað sem allir kunna að meta.

Ég veit það af reynslu að þú getur orðið sykurlaus og fundist það lítið mál, jafnvel þótt þú hefur prófað að sleppa sykri áður og gefist upp.

Þetta er nú í fjórða sinn sem ég held ókeypis sykurlausa áskorun og ég er svo ofboðslega stolt. Það eru tæplega 10.000 skráðir og tala fyrri þátttakendur um að ná að léttast um 3-5 kíló, auka orkuna verulega og finnast löngunin í sykur hverfa og þau hafa virkilega lítið fyrir matnum!

Það mikilvægasta, að mínu mati, er að þú sjáir að þetta er hægt og að þetta geti virkilega verið “syndsamlega gott” eins og ein orðaði það hjá okkur.

Við erum alltaf að sjá hvernig við getum bætt áskorunina og gert upplifun þína ennþá ánægjulegri.

Við höfum því hafið skemmtilegt samstarf við Nettó og Sollu grænu á Gló og erum að vinna að skemmtilegum hlutum baksviðs sem við tilkynnum í sykurlausu áskoruninni! (Eitthvað sem ég veit þú vilt hafa augun opin fyrir)

 

Hér er hvernig ókeypis sykurlausa áskorunin virkar og við breytum Íslandi saman

 

1. Þú færð tölvupóst 2x í viku á meðan áskorun stendur með innkaupalista og 5 syndsamlegum uppskriftum sem þú trúir varla að geta verið sykurlausar ásamt hvatningu og hollráð með skráningu hér

 

2. Þú færð stuðning minn, hvatning og snjöll sykurlaus ráð frá tölvupósti og á samfélagsmiðlum okkar eins og Instagram, Facebook og snapchat! (Nýtt! bættu lifdutilfulls á Snapchat hjá þér)

 

3. Sérstakan aðgang að sykurleysis facebook grúppu við skráningu hér 

 

Ég skora á þig, 14 dagar eru ekki neitt!

Ekkert bull þú getur þetta.

Ég verð með þér skref fyrir skref. Hoppaðu hér til að fara um borð á sykurlausu lestina og breyttu líkama þínum, líðan og Íslandi einn sykurlausan mola í einu! 

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *