Bleikar bollakökur fyrir bleikan október
Gjöf til þín – Vikuplan úr áskriftinni
15th October 2024
Hvernig ég skipti út sykri í jólabakstri
12th November 2024
Gjöf til þín – Vikuplan úr áskriftinni
15th October 2024
Hvernig ég skipti út sykri í jólabakstri
12th November 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Bleikar bollakökur fyrir bleikan október

Í tilefni af bleikum október og bleika dagsins á morgunn deili ég með ykkur dásamlegum vanillubollakökum með bleiku hindberjasmjörkremi.
DSC_5392small 2


Október er líka einstakur mánuður fyrir Lifðu til fulls því við eigum afmæli og erum 14 ára, hversu magnað. Fögnum bleikum október og afmælinu saman með þessum dásamlegu bollakökum.

Þessar bollakökur eru töluvert hollari en þessar hefðbundu, en enginn þarf að vita það þar sem þær eru alveg jafn sætar og góðar! Þær eru glúteinlausar, vegan og innihalda náttúrulega sætugjafa.


Lesa einnig:
Bleikur þeytingur fyrir bleikan október
Rauðrófu safi fyrir bleikan október
10 mín súkkulaðiu brownie

DSC_5360small 2
Ég nota gjarnan möndlumjöl í bakstur þar sem möndlur eru mildar á bragðið, auðveldar fyrir meltinguna og ríkar af próteini og fitu. Þær eru orkugefandi og sumir telja möndlur einnig stuðla að þyngdartapi.

DSC_5446 2


Til að kremið verði að ekta dúnmjúku smjörkremi er nauðsynlegt að nota smjör. Í kremið notaði ég vegan smjör en þeir sem vilja frekar geta notað hefðbundið íslenskt smjör.

DSC_5464


Vanillubollakökur með hindberjasmjörkremi 

 –

Vanillubollakökur

1⅓ bolli (317ml) möndlumjólk (einnig má nota haframjólk eða kasjúhnetumjólk frá Rebel kitchen

2 msk sítrónusafi

1⅓ bolli (190g) glútenlaus hveitiblanda (ég notaði white bread flour by Doves farm sem fæst í Nettó)

⅔ bolli (68g) fínt möndlumjöl frá sukrin

1 bolli (163g) kókospálmasykur, sigtaður

2 tsk vínsteinslyftiduft

1 tsk matarsódi

½ tsk salt

½ bolli avókadóolía (einnig má nota olífuolíu)

1/8 tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilludropar (ég notaði lífrænt vanilluduft frá Naturata)

1. Forhitið ofninn við 180 gráður. Raðið 14-16 múffuformum í bökunarform (eða smyrjið formin og sleppið múffuformum).

2. Hrærið saman möndlumjólkinni og sítrónusafanum í litið glass og leggið til hliðar svo það súrni.

3. Setjið hveitið, lyftiduft, salt og matarsóda í hrærivélaskál og sigtið kókospálmasykurinn samanvið svo engir kekkir séu. Hrærið vel. 

4. Bætið olíu, vanillu og möndlumjólkurblöndunni við og hrærið samanvið.

5. Látið deigið standa á borðinu í 30 mín áður en það fer inn. Þetta hjálpar deiginu að rísa fallegra

6. Hálffyllið múffuformin. Bakið í 16-20 mínútur eða þangað til bakað í gegn (hægt að prófa að stinga tannstöngli í). Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið kreminu á þær.

Vegan hindberjasmjörkrem

1 bolli vegan smjör, við stofuhita (ég notaði frá Earth balance)

1 bolli og 1 msk hlynsíróp frá good good brand eða venjulegt hlynsíróp*

¼ tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilludropar (ég notaði lífrænt vanilluduft frá Naturata)

10 dropar steviudropa með hindberjabragði (ég notaði þessa frá good good brand en einnig má sleppa og bæta 2 msk hlynsírópi)

¼ tsk salt

70-80 gr íslensk hindber, eða notið frosin ber

1. Látið vegan smjörið og hindberin við stofuhita í nokkrar klukkustundir eða yfir nóttu. Bæði verður að við mjúkt áður en kremið er hrært saman.

2. Byrjið á að útbúa hindberjamauk með því að hræra berjum vel saman í blandara. Setjið berin í gegnum fínt sigti svo steinarnir eru fjarlægðir og úr verður tær hindberjavökvi. Mælið út ¼ bolla af hindberjavökvanum til að nota. Steinarnir og það sem eftir liggur í sigtinu má geyma og bæta útí hafra- eða chia graut.

3. Sameinið næst öll hráefni fyrir kremið, nema hindberjavökvann, í hrærivél eða handþeytara. Hrærið þar til þið fáið silkimjúkt krem. Bætið þá hindberjavökvanum við.

4. Setjið kremið strax í sprautupoka og skreytið bollakökurnar. Ef kremið er kælt áður en það er sett á kökurnar þarf að hræra það örlítið upp áður en það er sett á kökurnar. Kökurnar geymast vel í kæli með kreminu.

Gott að vita fyrir uppskriftina: Eðlilegt er að bollakökurnar rísi en falli svo örlítið eftir að þú hefur tekið þær úr ofninum. Þar sem engin egg eru til staðar. Þær ættu að vera örlítið mjúkar daginn eftir en engu að síðu fullbakaðar og bragðgóðar.

*Hægt er að nota hunang í staðinn fyrir hlynsíróp í kreminu. Ég prófaði að nota kókospálmasykur í eina tilraun en útkoman varð ekki góð og nauðsynlegt fyrir áferð og útlit á kremi að hafa ljóst síróp eins og hlynsíróp eða hunang.

DSC_5455 2

Ég vona að þú prófir bollakökurnar og segðu mér endilega frá í spjallinu hér að neðan hvernig smakkast.

Mundu svo að fylgja okkur á Instagram og Facebook til að fá innblástur af bættum lífsstíl og fleiri girnilegum uppskriftum.

Ljósmyndir: Tinna Björt

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *