Pitaya sumarskál full af orku
24th April 2024Miðjarðarhafs veisluplatti
29th May 2024Pitaya sumarskál full af orku
24th April 2024Miðjarðarhafs veisluplatti
29th May 2024Hráfæðis snickers mitt er án efa einn af vinsælustu sætubita uppskriftum mínum og sú sem ég fæ alltaf hrós fyrir. Meira að segja þeir sem segjast vera ekki hrifnir af “hollum sætubitum” getað ekki staðist þessa bita.
Það kemur því ekki á óvart að þetta sncikers er eitt af því helsta sem ég er farin að gera hvað helst þegar ég held veislu, afmælisboð eða fer í matarboð.
–
–
Í uppskrifta bókinni minni Lifðu til fulls sem kom út 2016 er einmitt að finna upprunalegu snickers uppskriftina sem er með fjögur lögum, botn, karamellukrem, hnetusmjör og súkkulaði.
Í gegnum tíðina hef ég einfaldað þessa snickers uppskrift einfaldlega sökum tímaleysis hjá mér, ég hafði kannski 15 mín eða 30 mín til að gera eftirrétt fyrir matarboð sem við vorum að fara í og þá varð þessi einfalda snickers uppskrift til.
Þú ert í raun bara að gera botninn frá grunni og svo smyrðu með hnetusmjöri og bræðir súkkulaði yfir. Einfaldara gerist það ekki.
Þetta frysti ég og sker svo í munnbita áður en ég ber fram. Svo er alltaf gaman að eiga nokkra bita í frystinum heima fyrir sjálfa þig.
Þessi uppskrift á trúlega eftir verða einhver sem þú gerir einu sinni og getur svo ekki hætt. Njóttu þess bara því hún er meinholl og án hveitis, mjólkurafurða og sykurs.
–
Lesa einnig:
Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa
Orkustangir með appelsínusúkkulaði og pistasíuhnetum
Súkkulaðikúlur á innan við 4 mínútum
–
–
Hráfæðis Snickers
Botnin
1 bolli möndlur
½ bolli kókosmjöl
1 bolli döðlur
¼ tsk salt eða meira eftir smekk
½ tsk vanilludropar
Hnetusmjör án viðbætt sykurs
100 gr dökkt sykurlaust súkkulaði, ég notaði frá Balance.
–
1. Hrærið öll innihaldsefni fyrir botninn í matvinnsluvél þangað til að deigið byrjað að festast aðeins saman. Vegna þess að um ræðir náttúruleg hráefni sem getað verið mismunandi í áferð getur verið að þú þurfir að bæta aðeins við döðlum ef deigið hjá þér er of þurrt eða þá bæta við aðeins meira af möndlum eða kókosmjöli ef deigið er of klístrað. Þrýstið deiginu niður í 20 x 20 cm form með bökunarpappír. Ég nota gjarnan smelluform. Geymið í frysti í 1-2 klst eða sólarhring.
2. Smyrjið botnin með hnetusmjöri að eigin vali. Fyrstið í smástund á meðan þið bræðið súkkulaðið.
3. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir. Frystið aftur þangað til súkkulaðið hefur harnað.
4. Skerið í munnbita og geymið aftur í fyrsti. Hér finnst mér koma sér vel að nota smelluform því þá er auðvelt að fjarlægja formið og skera í bita. Njótið.
–
Ég vona að þú prófir þessa mola
Láttu vita í athugasemdir að neðan ef þú ert með einhverjar spurningar og síðast en ekki síst hvernig smakkast!
Til að hjálpa okkur að ná til fleiri, deildu þessari uppskrift með vinkonu sem elskar snickers!
Taggaðu okkur svo á Instagram @lifdutilfulls ef þú prófar – við elskum að sjá ykkar útfærslur!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!