Orkugefandi hnetusmjörsþeytingur sem vinnur á sykurþörf
Páskakonfekt
20th March 2024
Candida og sykur
8th April 2024
Páskakonfekt
20th March 2024
Candida og sykur
8th April 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Orkugefandi hnetusmjörsþeytingur sem vinnur á sykurþörf

Þessi rjómakenndi hnetusmjörs- og banana þeytingur slær á sykurþörfina, eykur orku og náttúrulega hreinsun líkamans.

Hann er einnig fljótlegur og því kjörin að gera sér í morgunmat, hádegismat eða einfaldlega þegar sykurþörfin kallar. Í þeytingnum má finna næringarríka fæðu sem gefur okkur góða orku,  heldur blóðsykri stöðugum og eins og slær á sykurþörfina. 

Próteinið í drykknum kemur frá Kollagen duftinu og hnetusmjörinu, kanilinn eykur brennslu náttúrulega og svo kemur bananinn og hnetusmjörið með sæta bragðið. 

Hnetusmjörs og banana þeytingur

1 banani afhýddur og frosin
½ bolli frosið blómkál
1-2 msk ósætað hnetusmjör
1 tsk hörfræ möluð
1 bollu ósætuð möndlu- eða önnur hnetumjólk
2 skúppur Kollagen frá Feel Iceland (val)
¼-½ tsk Kanil, eða meira eftir smekk

Setjið öll hráefni í blandara og hrærið þar til silkimjúkt og rjómakennt.

Athugasemdir:

Ef þið gleymið að frysta banana er auðvelt að bæta við klökum í drykkinn.

Blómkál fæst frosið í mörgum matvöruverslunum. Sjálf finnst mér best að gufusjóða blómkál og frysta enda nota ég það mikið í búst drykki. Það má sjálfsagt sleppa blómkálinu ef þið finnið það ekki og nota þá ½ banana á móti eða prófa ykkur áfram með frosið grænkál, spínat eða annað grænmeti fyrir auka næringu.

Hægt er að skipta út hörfræjum fyrir möluðum chia fræjum í sömu hlutföllum eða nota 1-2 msk chia fræ sem hafa verið út bleytt.


Lesa einnig: 
Berjabúst fyrir breytingaskeiðið
Bleikur þeytingur fyrir bleikan október
Himneskur Mangó Lassi drykkur


Láttu vita í athugasemdum hér að neðan ef þú prófar og hvernig smakkast!

Ef greinin vakti lukku hjá þér ekki gleyma að deila þessari slóð til vinkonu eða birta á samfélagsmiðlum svo fleiri geta notið góðs af.

Mundu svo að fylgja okkur á Instagram og Facebook til að fá innblástur af bættum lífsstíl og fleiri girnilegum uppskriftum.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *