Holl pizza á grillið
4th July 2022Þrjár vegan samlokur fyrir ferðalagið
25th July 2022Holl pizza á grillið
4th July 2022Þrjár vegan samlokur fyrir ferðalagið
25th July 2022–
Lesa einnig:
Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana
Himneskt chai búst með kókosmjólk og berjum
Ferskur mangó lassi drykkur
–
–
Berja-íspinnar
3 bananar, afhýddir og frosnir
5 bollar af berjum c.a 500 gr (ég notaði bláber en einnig má nota jarðaber eða blönduð)
⅔-1 bolli kókosmjólk, full-feit úr dós eða fernu
1-2 Medjool döðlur (eða 2-4 msk hunang eða nokkrir dropar stevia)
–
Aðferð:
Best er að byrja á því að afhýða og frysta banana kvöldið áður.
1. Skellið hráefnum saman í blandara og hrærið. Það er líka æðislegt að borða þetta svona.
2. Hellið yfir í íspinnaform og frystið í a.m.k. 5 klst. Uppskriftin gefur c.a 6 íspinna en það fer þó eftir stærðinni á íspinnamótinu þínu. Ég keypti mín form í House doctor fyrir mörgum árum en svona form má minna í mörgum af helstu heimilisvöruverslunum landsins.
–
–
Ég vona innilega að þú prófir því þetta er svo einfalt!
Láttu vita í spjallinu hér að neðan ef þú prófar og hvernig smakkast! Endilega deilið líka á samfélagsmiðlum með því að smella hér.
–
Heilsa og hamingja,
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!