Eru sætar kartöflur hollari en venjulegar?
5th September 20226 leiðir til þess að borða grænkál
3rd October 2022Eru sætar kartöflur hollari en venjulegar?
5th September 20226 leiðir til þess að borða grænkál
3rd October 2022–
Hér fyrir neðan er mjög einföld og braðgóð uppskrift af næringaríkum mat sem hægt er að skella í á örskömmum tíma.
Sætar kartöflur innihalda mikið af trefjum og nær enga fitu. Þær stuðla einnig að þyngdartapi, sökum þess að þær innihalda fáar hitaeiningar. Þrátt fyrir nafnið innihalda þær lítið af sterkju sem stuðlar að jafnari blóðsykri og eru því sérlega góðar fyrir alla þá sem glíma við blóðsykursvandamál, sem dæmi sykursýki.
–
Lesa einnig:
Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlaukssósu
Vegan burger með “kokteilsósu” og sætkartöflufrönskum
—
–
Fyllt sæt kartafla með spínati og hvítlaukssósu
1 sæt kartafla dugar fyrir 2
Fylling:
1/2 tsk kókosolía
1 stór rauður laukur, gróflega saxaður
2-3 hvítlauksgeirar, fínlega saxaðir
1 bolli kjúklingabaunir
tvö handfylli spínat
pipar og salt eftir smekk
–
Hvítlauksósa:
1/2 bolli tahini
1/2 bolli vatn
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 sítróna kreist
1/2 tsk paprikukrydd (val)
salt eftir smekk
–
—
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C eða útigrill. Skerið sætu kartöfluna til helminga. Setjið á ofnplötu og penslið yfir með olíu eða vefjið í álpappír og setjið á útigrill. Eldið í 25-30 mín eða þar til hægt er að stinga gafli inn í kartöfluna.
Setjið öll innihaldsefni í dressingu í blandara og hrærið. Útbúið því næst fyllingu með því að hita pönnu með örlítið af kókosolíu og snöggsteikja lauk, hvítlauk, kjúklingabaunir, spínat og krydda með salti og pipar. Steikið í um 5-7 mínútur. Skerið sætkatöflubáta langsum og þversum og þrýstið á til að opna, bætið við spínatfyllingu og dreifið hvítlauksósu veglega yfir.
–
Láttu vita í spjallið að neðan hvernig smakkast og ekki gleyma að deila með færslunni á Facebook
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!