Hlýlegt vetrarsalat með graskeri, linsubaunum og grænkáli
2nd February 2021Uppáhalds heilsuvörur mínar!
16th February 2021Hlýlegt vetrarsalat með graskeri, linsubaunum og grænkáli
2nd February 2021Uppáhalds heilsuvörur mínar!
16th February 2021Þar sem valentínusardagurinn er næstkomandi sunnudag vildi ég endilega deila 5 æðislegum súkkulaði uppskriftum sem eru tilvaldar fyrir tilefnið.
Allar eru fljótlegar, einfaldar og hægt að njóta með góðri samvisku með þeim sem þú elskar.
Ef þú ert hrifin af berjum mæli ég með að prófa þessa Ostakökubrownie mína, þetta er uppáhalds kaka mannsins míns.
Brownie með ostaköku og jarðaberjakremi
Súkkulaðibrownie:
2 bollar möndlur
1 1⁄2 bolli döðlur
1 bolli kókosmjöl
2 msk kakó
salt
Ostakökukrem
3 bollar kasjúhnetur (lagðar í bleyti í um það bil 1-2 klukkustundir)
3/4 bolli kreistur sítrónusafi
1/2 bolli hrár kókospálmanektar/hlynsíróp
1 tsk vanilludropar eða meira
3/4 bolli kókosolía (brædd í vatnsbaði)
Jarðaberjakrem
1 bolli af ostakökukreminu
2 bollar jarðaber fersk (ef þið notið frosin er gott að afþýða)
1-2 msk kókosolía fljótandi
1tsk vanilludropar
- Setjið öll hráefnin fyrir brownie-botninn í matvinnsluvél og hrærið. Þjappið niður í 23cm hringlaga smelluform eða ílangt sílikonform, ég notaði 22×8 cm form.
- Gerið næst ostakökukrem með því að blanda öllu nema kókosolíu í matvinnsluvél eða blandara og vinna þar til silkimjúk áferð fæst. Bætið kókosolíu í fljótandi formi yfir að lokum. Takið 1 bolla af kreminu frá eða skiljið eftir í vélinni og hellið rest yfir kökuna. Geymið kökuna síðan í frysti í 2-4 klst eða þar til kremið hefur stífnað.
- Á meðan má útbúa jarðaberjakrem með því að hræra öll hráefni saman út í það sem eftir var af ostakökukreminu og hella að lokum yfir. Kakan er svo geymd í frysti yfir nótt. Takið út klukkustund áður en hún er b
orin fram og skreytið.
Ég nota hráan kókospálmanektar, sem er síróp unnið úr blómum kókostrésins. Sírópið fæst í Nettó sem og Gló og afar lágt í frúktósamagni.
Ef þú ert hrifnari af ís mæli ég með truflaða súkkulaðisjeiknum.
Truflaður vegan súkkulaðisjeik með fudge sósu
Ísinn
2 bananar, afhýddir og frosnir
2 msk dökkt lífrænt kakóduft
2-4 dropar stevia með súkkulaðibragði og 1 tsk kókospálmanektar/hlynsíróp
vanilluduft á hnífsoddi
örlítið af vatni eða möndlumjólk
Súkkulaði-fudge
2 msk kakóduft
4 msk kókospálmanektar/hlynsíróp
2-4 dropar stevia
2 msk kókosolía, brædd í vatnsbaði og 1 msk vatn
salt eftir smekk
Ofan á
ristaðar heslihnetur eða möndlur
kakónibbur
- Byrjið á að útbúa dásamlegu súkkulaði-fudge sósuna með því að bræða kókosolíuna. Setjið hráefni í blandara og vinnið á lágri stillingu þar til silkimjúkt. Bragðið og bætið við sætu eftir þörfum. Geymið í kæli á meðan þú útbýrð ísinn.
- Skerið frosna banana í bita og vinnið í matvinnsluvél eða blandara ásamt rest af hráefnum þar til ísáferð fæst. Bætið við vökva eftir þörfum. Ef blandarinn er kraftlítill er matvinnsluvél betri kostur.
- Hellið í fallegt glas og berið strax fram með súkkulaði-fudge sósu, ristuðum hesilhnetum og kakónibbum! Rör eða skeið virka vel. Njótið!
Ef þú vilt gera eitthvað mjög einfalt og seðjandi eru fylltar döðlur eða súkkulaðikúlur fyrir valinu.
Fylltar döðlur í mismunandi útfærslum
Möndusmjör- og súkkulaðidöðlur
Þessar fæ ég mér yfirleitt eftir kvöldmat eða í útileiguna. Einfaldar og slá á sykurþörfina.
Medjool döðlur
möndlusmjör
súkkulaði frá Balance
Pistasíu og rósablaðadöðlur
Svolítið sparilegar og kvenlegar
Medjool döðlur
kasjúhnetusmjör
pistasíuhnetur, saxaðar
rósablöð (gjarnan notuð í te)
Lakkrísdöðlur
Aðeins fyrir þá sem eru lakkrís sjúkir.
Medjool döðlur
kæld kókosmjólk eða kasjúhnetusmjör (notið aðeins þykka hluta kókosmjólkur ef hún verður fyrir valinu)
lakkríssalt frá Saltverk eða lakkrísduft frá Lakrids (fæst í Epal)
Hollráð: Ég kaupi medjool döðlurnar mínar í kassa frá Costco. Þær eru himneskar. Í staðinn fyrir möndlu- eða kasjúhnetusmjör má nota tahini eða hnetusmjör til að fylla döðluna.
Ef þú ert brownie aðdáendi eða ert óákveðin hvað þú ættir að gera fyrir kvöldið, mæli ég ekki frá því að þú gerir súkkulaðibrownie með möndlusmjörs kremi..úff mitt uppáhald í augnablikinu!
Brownie með möndlusmjörs kremi og poppuðu kínóa
Súkkulaðibrownie
1 ½ bolli valhnetur (einnig má nota möndlur eða pekanhnetur)
½ bolli kókosmjöl eða kókoshveiti (ég notaði fínmalað kókosmjöl)
1 ½ bollar medjool döðlur (ég kaupi í grænmetiskælinum í Costco)
½ bolli hemp fræ
2 msk kakó
salt
Möndlusmjörkrem
½ bolli möndlusmjör (eða ein 179 gr krukka)
2 msk kókosolía
3 msk kókoskrem (ég notaði creamed coconut frá Cocofina sem fæst í bleikum kassa í Nettó)
salt
Ofan á
Poppað kínóa (quinoa puffs, frá Nature crops sem fæst í Nettó)
- Leggið hnetur í bleyti yfir nóttu eða í 5 klst.
- Bræðið kókosolíu og kókoskrem í vatnsbaði.
- Skolið af hnetunum og vinnið þær í matvinnsluvél þar til muldnar niður. Bætið við kókosmjöli og malið niður fínt. Sameinið rest af þurrefnum í matvinnsluvélina og vinnið. Bætið við döðlum ef þið þurfið en blandan ætti að mynda deigkúlu.
- Þjappið botnin í 15×15 cm kassalaga form fyrir þykkar brownies, notið stærra form fyrir þynnri súkkulaðiköku.
- Skolið af matvinnsluvél. Setjið öll hráefnin kremsins í matvinnsluvél og vinnið.
- Hellið kreminu yfir botninn og dreifið poppuðu kínóa yfir. Frystið í minnsta kosti 3 klst en kakan geymist í allt að 3 mánuði eða lengur í frysti.
- Skerið í ílanga bita og njótið. Geymist fersk í kæli í allt að viku og lengur í fyrsti.
Öll hráefnin fást í Nettó.
Ég vona að þú finnir eitthvað fyrir þig og að þú njótir dagsins (og uppskriftana) með ástvinum!
Ef þig langar svo að eyða smástund með mér í vikunni eða um helgina þá er ég að bjóða upp á ÓKEYPIS fyrirlesturinn: „3 einföld skref til að losna úr vítahring sykurs, tvöfalda orkuna og léttast náttúrulega” á netinu þar sem ég fer yfir 3ja skrefa sannprófaða leið til þess að auka orku, draga úr sykurlöngun og auka brennslu!
Þú munt læra:
- Algeng mistök í breyttu mataræðinu sem leiða til fitugildru
- Betri sætugjafar og aðrir sem eru VERRI en sykur
- Einfalt “próf” sem sýnir þér bestu nálgun á sykurlöngun áfram
- Uppáhalds drykk minn fyrir aukna orku! (algjör dúndur)
Þetta er ómissandi til að byrja árið á réttum stað með skothelda 3ja skrefa formúlu til að auka orkuna, léttast og fylla 2021 vellíðan, sem þú átt skilið!
Ég hlakka til að „sjá þig” á fyrirlestri!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!