Uppáhalds heilsuvörur mínar!
Súkkulaði uppskriftir fyrir Valentínusardaginn!
9th February 2021
streita
Einkenni kulnunar og hvernig á að vinna úr henni
16th March 2021
Súkkulaði uppskriftir fyrir Valentínusardaginn!
9th February 2021
streita
Einkenni kulnunar og hvernig á að vinna úr henni
16th March 2021
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Uppáhalds heilsuvörur mínar!

Í dag langar mig að deila með ykkur uppáhalds vörunum mínum. Þessar eru tilvaldar til að gefa sjálfri sér í konugjöf eða fá maka til að splæsa í 😉

Ég fæ reglulega spurningar um hvaða vörur ég nota og mér fannst þetta kjörið tækifæri að gefa þér innsýn í lífsstíl minn. Mikið af þessum vörum hef ég notað í fjölda ára núna og get hreinlega ekki lifað án.

Þar sem þú ert tryggur lesendi langaði mig líka að gera smá extra fyrir þig og gef ég afsláttarkóða sem hægt er að nýta sér þessa vikuna!

1.Collagen duft frá Feel Iceland

Kollagen er eitt aðal uppbyggingar prótein líkamans og er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Einnig er kollagen mjög stór partur af húð, hári og nöglum. Feel Iceland er með náttúrulega, lífræna vöru sem ég nota alla daga og hægt er að bæta duftinu í búst, chiagraut eða bara drekka með vatni. Ég nota hálfan skammt daglega af duftinu og hálfan af töflunum. Duftið er nánast bragðlaust og þegar viðbætt í búst gefur það góða fyllingu og rjómkenndaáferð sem er æði.

Amino Marine Collagen, fæst á feeliceland.is og þú getur notað kóðann: julia2021 fyrir 15% afslátt út þessa viku!

2. Próteinduft frá Vivolife

Prótein er mikilvægt í hverja máltið. Próteinduft getað veitt seddu-tilfinningu og þannig dregið úr freistingu í sætindi sem og að vera mikilvægt byggingarefni líkamans. Vivolife próteinið sem hráfæðisprótein og því algjör gæði. Það fæst hjá netverslunni hérlendis Yogi er náttúrulegt plöntuprótein sem inniheldur einnig ofurfæðu, amínó sýrum og meltingarpróteini, þetta stuðlar að bættum árangri, endurhleðslu og uppbyggingu líkamans.

Mér þykir ómissandi að nota próteinduftið í skálar og smoothie hjá mér og eiginmanni mínum. Allar bragðtegundirnar eru góðar að mínu mati (fyrir utan banana-cinnamon) enda er ég ekki aðdáendi af miklu banabragði. Þessa dagana blanda ég saman jarðaberja og saltkarmellu bragði og finnst það alveg geggjað! Hægt er að panta hjá yogi.is með kóðanum: lifdutilfulls fyrir 10% afslátt af öllum Vivo life vörum! (Ath. afsláttur gildir út þessa viku)

3. Stevía frá GoodGood

Stevía er náttúrulegur sætugjafi sem dreginn er úr Stevía plöntunni og inniheldur engan sykur (eða kaloríur) þrátt fyrir að vera rosalega sætt, nokkrir dropar af Stevía eru allt sem þarf til að gera matinn eða kaffið sætt. Stevía hefur engin áhrif á blóðsykur svo þú festist ekki í þeim vítahring að fá fljótlega orku úr sykri sem fellur síðan niður í orkuleysi eftir smástund, heldur leiðir til þess að blóðsykurinn er jafn og orkan líka.

Ég ELSKA súkkulaði Stevíu dropana frá GoodGood og þú getur fengið þá í Nettó.

4. Mary’s Gone Crackers frá iHerb

Þetta kex er ekki aðeins, glútenlaust, vegan, sykurlaust og ótrúlega bragðgott heldur er fyrirtækið metnaðarsamt þegar kemur að hráefnum og velja lífræn hráefni og sjálfbæra framleiðslu! 

Uppáhaldið mitt í augnablikinu er Black Pepper bragðið þeirra en það er alltaf til kex frá Mary’s Gone Crackers á mínu heimili. Þú getur fengið kexið frá þeim á iHerb og notað kóða: HEN9393 fyrir 5% afslátt! (Ath. afsláttur gildir út þessa viku)

5. Balance súkkulaði

Balance súkkulaðið er sætað með Stevíu og ótrúlega gott að setja einn mola í medjool döðlu með möndlusmjöri. Uppáhalds bragðtegund mín er með pistasíum en dökkt með nibbs er líka ótrúlega gott. Fæst í Nettó og Krónunni!

6. Uppskriftabók Lifðu til fulls

Bók með mínum uppáhalds réttum, þeim sem ég er stöðuglega að grípa í. Í bókinni er að finna ýmsan fróðleik um breyttan lífsstíl frá eldhústækjum, búrskápslista og náttúrulegum sætugjöfum sem eru æskilegir. Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólk, hvítan sykur og egg að mestu. Bókin er mestmegnis vegan, plöntumiðuð með sérkafla fyrir kjöt og fisk …og þú vilt sko ekki missa af einum stærsta kafla bókarinnar EFTIRRÉTTUM! Vá elska þá!

Bókin er á 33% afslætti eins og er (Ath. afsláttur gildir út þessa viku) smelltu hér til að tryggja þér eintak! 

Ef þið prófið þessar vörur og þær eru eins vinsælar hjá ykkur og þær eru hjá mér þá endilega látið mig vita hér fyrir neðan eða deilið á Facebook eða Instagram og  taggið @lifdutilfulls 🙂 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

1 Comment

  1. Sæl Júlía, alltaf gott og nauðsynlegt að fá svona upplýsingar. Nákvæmlega þetta súkkulaði hef ég nýtt mér,ef að þörfin hjá mér er fyrir nammi.Græna dryķkinn ( grænn vænn og sterkur) á ég næstum alltaf inní isskap, hann er dásamlegur,Reyni að passa matarræðið. Mér finnst gott að fá svona heilræði, fylgist með, og les allt sem að þú setur herna inn. Það er mikill stuðningur.Takk fyrir BKV.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *