Besta leiðin til að léttast á fimmtugsaldri
27th March 2017Bestu vítamínin eftir fertugt
24th April 2017Besta leiðin til að léttast á fimmtugsaldri
27th March 2017Bestu vítamínin eftir fertugt
24th April 2017Dagleg hreinsunarráð yfir páska
1. Drekktu 2 lítra af vatni eða meira.
Oft upplifum við hungur þegar líkaminn þarfnast vökva. Byrjaðu daginn með a.m.k 1/2L af vatni. Bættu örlítið af sítrónu eða klípu af cayenne til að vekja meltinguna.
—
2. Byrjaðu daginn með grænum búst.
Byrjaðu daginn með grænum búst. Takmarkaðu hrátt spínat ef þú ert með hægan skjaldkirtil. Sjáðu uppskriftir af búst hér eða úr Lifðu til fulls bókinni.
—
3. Fáðu þér heitt vatn með kreistri sítrónu á morgnana.
Skiptið út sítrónu fyrir límónu ef þið viljið
—
4. Gerðu öndunnaræfingar og upplifðu þakklæti yfir daginn.
Byrjaðu daginn á djúpri öndun til að fá súrefnið til að flæða, hreinsaðu upptekinn huga og róaðu taugakerfið.
—
5. Hreyfðu þig daglega.
Farðu í göngur eða líkamsrækt. Lotuæfingar eru með þeim bestu til að auka brennslu og auka vöðvamassa. Keyrðu púlsinn upp með því að reyna á þig í 30 sekúndur á milli hvílda.
—
6. Taktu D-vítamín og Omega
D-vítamín er eitt af mikilvægustu vítamínunum sem að líkaminn þarfnast til að halda góðri heilsu, ásamt omega 3 sem er nauðsynlegt fyrir hjarta – og æðakerfið og hjálpar til að vinna gegn bólgum í líkamanum.
—
7. Nærðu þig með ofurfæði
Maca er orkugefandi og er sagt koma jafnvægi á sálina og líkamann. Maca er frábært til að ná jafnvægi á hormónastarfsemina og hefur reynst mjög vel fyrir konur á breytingaskeiðinu. Getur þú lesið meira til um maca hér. Bættu við 1/4 tsk af maca til að byrja með útí búst eða prófaðu uppskrift úr Lifðu til fulls bókinni.
—
Mér þykir einnig frábært að taka 5 daga matarhreinsun mína ef ég vill snögga og áhrifaríka leið að fríska uppá líkamann fyrir sumarið. Er hægt að sækja matseðil fyrir einn dag í hreinsun frá mér ókeypis hér og fá um leið tilboð í 5 daga matarhreinsun og fleiri upplýsingar.
Láttu endilega vita hvað af þessum ráðum höfða til þín og þú ætlar að prófa 🙂
Deildu svo orkunni áfram á facebook!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!