Besta leiðin til að léttast á fimmtugsaldri
heilsa eftir fimmtugsaldurinn
6 stærstu mistökin þegar kemur að heilsu á fimmtugsaldri
21st March 2017
Páskakonfekt
11th April 2017
Show all

Besta leiðin til að léttast á fimmtugsaldri

léttast á fimmtugsaldri
Deildu á facebook

Eftir fertugt verður oft erfiðara og erfiðara fyrir konur að léttast enda hægist brennslan um 5% við hvern áratug eftir breytingaraldur. Þrátt fyrir að minnka matarskammtinn, afþakka eftirréttinn og hamast í líkamsrækt virðist oft ekki mikið breytast til lengdar. Vigtin haggast ekki og orkan fer stöðugt minnkandi. Vegna hormóna og annarra áhrifa fer líkaminn í gegnum syrpu af breytingum sem hafa áhrif á fitusöfnun og brennslu líkamans.

Þú þarft þó ekki að örvænta þrátt fyrir að þú hafir bætt örlitlu á þig. Þú getur enn sagt skilið við aukakílóin til frambúðar ef þú tekur réttu nálgunina og lífsstílsbreytingu.

í dag er síðasti dagur ársins að vera með í Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífsstílsþjálfun sem er sérsniðin þyngdartapi eftir fertugt og að tækla þá algengu heilsukvilla sem því fylgir og lýkur skráningu að miðnætti í kvöld!

Að breyta lífsstílnum og matarvenjum skref-fyrir-skref í daglegri rútínu er áhrifaríkasta leiðin að léttast og halda heilsukvillum í skefjum á síðari árum og sú nálgun sem tekin er með þjálfun.

Að breyta lífsstílnum og matarvenjum skref-fyrir-skref í daglegri rútínu er áhrifaríkasta leiðin að léttast og halda heilsukvillum í skefjum á síðari árum. Hér eru 5 hollráð sem getað komið þér af stað að hvetja brennslu á náttúrulegan hátt.

 

older-woman-smile

Fimm hollráð að náttúrulegu þyngdartapi á fimmtugsaldri:

 1. Drekktu meira vatn

Aukin vatnsdrykkja hefur bein áhrif á þyngdartap og upptöku næringarefna. Góð þumalputtaregla er að drekka allt að 2-3 lítra á dag. Hér er einfalt reikningsdæmi til að finna út hversu mikið vatn líkami þinn þarfnast.  Taktu þá núverandi þyngd þína og margfaldaðu með 0,0296 til að komast að heildarlítrum sem þú ættir að vera drekka yfir daginn.

2. Útrýmdu undirliggjandi ástæðum

Einn af hverjum fimm einstaklingum eftir fertugt glímir við sjaldkirtilsvandamál. Algengast er þá vanvirkur skjaldkirtill og er það ein ástæða þess að konur eftir fertugt eiga erfitt með þyngdartap og orkuleysi. Láttu því athuga skjaldkirtilinn hjá lækni og ekki óttast ef upp kemur að þú glímir við vandamál í skjaldkirtlinum. Þrátt fyrir að gen spili hlutverk í því er margt til ráða með mataræði og lífsstílsbreytingum enda mataræðið talið 50% orsök fyrir lötum eða vanvirkum skjaldkirtil.

(sjá rannsóknir varðandi fitusöfnun og skjaldkirtil dr. Ulrich hér): http://www.nbcnews.com/id/36716808/ns/health-diet_and_nutrition/t/when-you-lose-weight-gain-it-all-back/#.UgDa0WTfz2B  )

3. Borðaðu í takt við náttúrulega brennslu líkamans

Brennslan þín er á háu stigi á morgnana og því líkaminn líklegri til að brenna fæðunni á skilvirkan hátt á þeim tíma. Eitt af lykilatriðum sem sérfræðingar segja einkenna fólk í kjörþyngd sé að þau borða morgunmat. Aftur á móti segja sérfræðingar að snarl eftir klukkan 9 á kvöldin sé það sem sest helst á okkur og þá oft á mjaðmir og maga. En eftir klukkan 9 er einmitt sá tími sem hægist á brennslunni eftir daginn.

4. Sofðu meira til að brenna meira

Svefninn hefur áhrif á tvenn mjög mikilvæg hormón sem stjórna svengd og matarlöngun, sem þýðir þá einfaldlega að afleiðing of lítils svefns er meiri matarlöngun. Er hann því lykilatriði í þyngdartapi!

Oft eigum við það líka til að reyna að sækja okkur snögga og ódýra „orku” þegar við erum þreytt. Líkami þinn brennir meiru þegar hann sefur svo settu þér það markmið að ná góðum nætursvefni á hverri nóttu og halda í góða svefnrútínu.

(Sjá Michelle May, M.D rithöfund Eat what you love, love what you eat: http://amihungry.com/eat-what-you-love-book.shtml )

5. Prófaðu aðra nálgun á sætindaþörfina

Ef þú ert að farast úr sykurlöngun, láttu það eftir þér… en þó með annarri nálgun en vanalega. Sætubitar geta verið sektarlausir ef þú notar náttúrulega sætu sem innihaldsefni og á sama tíma færð þú næringu og fyllingu. Inntaka á steinefnum, kókosolíu og nóg af grænu grænmeti hjálpar til við að slá á sykurlöngun og heldur þér saddri!

Lífsstíll er áhrifaríkasta leiðin ekki eingöngu náttúrulegu þyngdartapi eftir fertugt heldur einnig bættri vellíðan og minni verkjum, meiri orku, bættum svefn, fallegri húð og allsherjar ljóma!

Hér  má svo sækja leiðarvísi með fleiri girnilegum og grænum uppskriftum, fróðleik og stuttu hreinsunarprófi svo þú sjáir betur hvar líkami þinn og heilsa eru stödd. Með skráningu lærir þú einnig um skrefin sem við tökum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun og hverskonar árangri má búast við.

Gríptu tækifærið áður en það verður of seint og skapaðu lífsstíl sem endist með Nýtt líf og Ný þú þjálfun hér en skráningu lýkur að miðnætti í kvöld!

Þér er sannarlega ætlað að lifa full af orku, laus við leiðindakílóin sem þvælst hafa fyrir þér, frjáls til að fara upp fjöll og firnindi án þess að verkja í skrokkinn — lífsglöð og sátt!

Ef þú hefur sett þig á hakan í dágóðan tíma er tími komin að gera eitthvað fyrir þig svo komdu yfir í góðan félagskap kvenna sem allar vinna að sama markinu með Nýtt líf og Ný þú þjálfuninni!

Þú ert þess virði og þú ert líka tilbúin í dag.

Heilsa og hamingja,
jmsignature

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *