Besta leiðin að geyma og nota kryddjurtir
21st June 2016Hvernig á að halda í hollustu á ferðalaginu?
5th July 2016Besta leiðin að geyma og nota kryddjurtir
21st June 2016Hvernig á að halda í hollustu á ferðalaginu?
5th July 2016Sumarið er sannarlega komið og tími fyrir holla kokteila! Hér koma þrír einfaldir og fljótlegir drykkir sem eru í alvörunni ótrúlega góðir fyrir þig.
Ég nota gjarnan sítrónur og límónur í kokteilinn en sítrónur eru fullar af C vítamíni og innihalda pectin trefja sem geta hjálpað við hreinsun. Ég mæli með lífrænum sítrusávöxtum þar sem mesta eitrið er á berkinum en ef þú notar hefðbundnar má kreista safann úr þeim og henda berkinum. Ef þú ert að fara í gegnum 5 daga matarhreinsun mína eru drykkirnir hæfir samhliða.
Drykkirnir eru sérlega hressandi og geta slegið á sykurþörfina því er tilvalið að útbúa þá á góðri kvöldstund og bera fram í grillboðinu. Þrátt fyrir vera óáfengir bera kokteilarnir skemmtilegt nafn sem lýsir bragðinu betur.
Ónæmisbætandi margarita
3 appelsínur (notið kjötið úr 1 appelsínu samhliða)
1 sítróna
lúka af ferskri myntu
30 dropar Sólhattur
Skreytt með: Chilliflögum, límónusneiðum, myntu
Setjið allt í safapressu, skreytið svo drykkinn með myntu og chilli flögum
Endurnærandi mojito
2 lúkur grænkál
1 gúrka
2 lífræn epli
1-2 cm lífræn engiferót
2 límónur
1 lúka fersk mynta
1/2 bolli léttkolsýrt sódavatn
Skreytt með: Myntublöðum og límónusneiðum
Setjið allt í safapressu, skreytið svo drykkinn með myntu og límónusneiðum.
Jarðaberja- og myntu sangria
Jarðaber
Gúrka
Mynta
Sítróna eða límóna
Léttkolsýrt vatn
Skerið niður jarðaber, gúrku og sítrónur. Setjið í glas og hellið yfir léttkolsýrðu vatni eða sódavatni.
Njótið í góðum félagsskap á sólríkum degi!
Fyrir uppskriftir af sætu og hollu súkkulaðikúlunum á myndinni, sækið ókeypis sektarlausu sætindarafbókina hér.
Ef þú fylgist með mér á samfélagsmiðlum veistu að ég elska að stökkva út í sólina hvenær sem tækifæri gefst, jafnvel þó einungis sé um örfáar mínútur að ræða. Slíkar stundir, þó stuttar séu geta haft svo ótrúlega mikil áhrif á daginn manns.
Ég get ekki beðið eftir að deila með þér fleiri uppskriftum úr uppskriftabókinni minni sem kemur í verslanir um land allt í lok sumars! Fylgstu með, ég veit þú vilt ekki missa af henni. Uppskriftirnar eru einfaldar, fljótlegar og styðja við heilbrigðan ljóma, orku og fallegar línur.
Ef kokteilarnir voru þér að skapi, líkaðu og deildu þá endilega orkunni áfram á Facebook!
Láttu svo vita í spjallinu að neðan, hvern þeirra þú ætlar þú að prófa og hvernig smakkast!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!