Piparkökudrykkurinn sem kemur þér í form og jólastuð
15th December 201510 bestu greinar ársins 2015
12th January 2016Piparkökudrykkurinn sem kemur þér í form og jólastuð
15th December 201510 bestu greinar ársins 2015
12th January 2016Gleðilegt Nýtt ár
Takk fyrir það sem er liðið og vona ég innilega að árið í vændum verði enn heilsusamlegra og gæskuríkara.
Ég er ofboðslega þakklát fyrir að fá að skrifa til þín vikulega og hjálpa þér á einhvern hátt að taka skref að léttari líkama, meiri orku og vellíðan með lífsstílsbreytingu.
Með Nýja árinu, vildi ég gefa þér innskot inní hvernig árið hjá okkur Lifðu Til Fulls mun líta út ásamt því að segja þér spennandi fréttir! (sem ég hef beðið í 6 mánuði með að segja þér frá!)
Í dag fer í loftið ný heimasíða, www.lifdutilfulls.is með nýju útliti! Síðan er full af fróðleik og gerir upplifun þína á bloggi, uppskriftum og ofurfæði ennþá ánægjulegri.
Annað sem hefur veit mér svo mikla gleði og spennu síðasta árið er að skapa uppskriftir, sem styðja við þyngdartap og orku en líka bragðast ómótstæðilega, fyrir uppskriftabók mína sem kemur út í bókabúðir um land allt (meira neðar)
Hér fyrir neðan hef ég sett upp lítinn leiðarvísi sem getur hjálpað þér að fá sem mest úr upplifun þinni á nýju síðunni:
Þetta hefur verið skemmtilegt ferli að breyta henni til hins betra og það gleður mig mikið að þú getir nú notið góðs af henni!
Uppskriftadálkurinn
Uppskriftadálkurinn hefur verið algjörlega umbreyttur sem gerir upplifun þína að uppskriftum við að þyngdartapi og orku auðvelda og skemmtilega þar sem við höfum nú fullt af nýjum myndum. Geturðu lesið þig til um helstu innihaldsefni í fæðu sem styðja við orku og þyngdartap og er það flokkað í 3 flokka Grænmeti, Hnetur & Fræ og Kryddjurtir. Sérðu uppskriftirnar nú flokkaðar undir Drykki, Morgunmat, Snarl, Salöt, Aðalrétti og ekki má gleyma Sætubitum. Lestu svo um mín helstu Ofurfæði og sjáðu góðar og hollar uppskriftir.
Um okkur dálkurinn
Um okkur dálkurinn er nú skiptur í 3 flokka þar sem þú getur lesið um mig og af hverju ég byrjaði lífsstíl minn. Í “um okkur” má lesa meira til hvað við gerum og sjá má þau fallegu andlit sem starfa bakvið Lifðu Til Fulls. Einnig má lesa til um þau góðgerðarmál sem við styrkjum þegar þú kaupir eða gengur í þjálfun hjá okkur.
Árangursögurnar
Fáðu hvatningu að því að þú getur breytt um lífsstíl með því að lesa yfir þær ótal árangursögur frá þeim sem hafa lokið þjálfun hjá okkur. Kannski kannastu við eitthver andlit…
Bloggið
Sjáðu nú bloggið 3 ár aftur í tíman, þetta gæti tekið smá tíma en er engu að síður nóg af heilsuvisku og ráðum til að koma þér af stað að breyttum lífsstíl.
Bloggið er nú skipt upp í 8 flokka sem gerir þér auðvelt að sækja nákvæmu ráð í því sem þú þarfnast. Lestu til milli Mataræðis, Þyngdartap, Orku, Lífsstíls, Skjaldkirtils, Hreyfingu, Hamingju, og Hugarfars.
Þjálfun dálkurinn
Fáðu það þyngdartap sem þú þráir, öðlastu betri líðan og fáðu orku alla daga í þjálfun með mér. Byrjaðu á 5 daga matarhreinsun, Vertu með í næstu Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífsstílsþjálfun eða fáðu lúxus upplifun í heilum degi með mér þar sem við verslum, eldum saman og förum yfir allt sem snýr að lífsstíl þínum.
Uppskriftabók væntanleg…
Bókin verður með uppskriftir fyrir allt sem þú getur ímyndað þér, allar styðja við þyngdartap, orku og vellíðan! Er fæðan laus við glúten, mjólkurafurðir, hvítan sykur, egg og verður mestmegnis Vegan uppbyggð (en þó er kafli fyrir kjöt sem ég tileinka eiginmanni mínum og hjálp minni í hans lífsstílsbreytingu)
Hefur bókin verið í fæðingu síðustu 4 ár og veit ég að hún mun hjálpa þér að breyta um lífsstíl varanlega!
Árið 2016 hjá okkur
Við munum halda áfram með okkar sívinsælu ókeypis sykurlausu áskoranir sem við höldum 2-3 yfir árið, farðu hér til að vera með í næstu áskorun sem byrjar eftir örfáar vikur!
Í haust tekur svo aftur við okkar 4 mánaða lífsstílsþjálfun sem hefur í dag hjálpað yfir hunduðum konum og hjónum að setja lífsstílsbreytingu í fastar skorður og finna hvað gefur þeim orku, þyngdartap og vellíðan!
Endurgjöf þín
Láttu okkur vita hvernig þér finnst síðan og ef þú sérð eitthvað sem má betrumbæta með því að skrifa í spjallið hér að neðan eða senda okkur línu á studningur@lifdutilfulls.is
Ég kann að meta endurgjöf þína og að hafa þig með hér hjá Lifðu Til Fulls.
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
3 Comments
Alltaf gott að fá góð ráð og uppskriftir
Til lukku með þetta Júlía :-).
Hlakka til að fylgjast með þér á nýju síðunni !
Til hamingju, þetta er flott.