7 ráð til að bæta blóðsykurinn
sumar skál, blá spírúlína
Sumarleg jógúrtskál með blárri spirulínu
24th April 2025
sumar skál, blá spírúlína
Sumarleg jógúrtskál með blárri spirulínu
24th April 2025
Show all
Deildu á facebook
Facebook

7 ráð til að bæta blóðsykurinn

Umræðan um blóðsykurinn hefur líklega ekki farið framhjá neinum síðastliðið ár. Á sama tíma upplifi ég marga óörugga þegar það kemur að því hvort þau séu í raun að styðja rétt við blóðsykurinn.

Í dag langar mig því að útskýra blóðsykurinn á einfaldan hátt og á sama tíma gefa rannsökuð og fljótgerð ráð til þess að styðja rétt við blóðsykurinn.

Afhverju þurfum við að hugsa um blóðsykurinn?

Blóðsykur, eða glúkósi veitir frumum líkamans orku. Blóðsykurinn hækkar eftir að við borðum og drekkum, en getur einnig hækkað við streitu og líkamlegs álags. 

Þegar mikilar sveiflur eiga sér stað í blóðsykrinum getum við upplifað einskonar blóðsykurfall, eins og orka líkamans hafi falllið. Við getum átt í erfiðleikum með að hugsa skýrt en einnig getum við upplifað svita, svima, hausverk, skjálfta, ringulreið, kvíða, pirring andlega og/eða líkamlega, óskýra sjón og skyndilegt hungur.

Að auki hefur ójafnvægi í blóðsykri bein áhrif á streituhormónið okkar kortisól. Því meiri sveiflur -> því meiri streita -> því verr líður okkur bæði líkamlega og andlega.

Ef blóðsykurinn fer reglulega í of há mörk getur það til lengri tíma flýtt fyrir öldrun húðar og orsakað sykurssýki tvö ásamt fleiri lífstílstengdum sjúkdómum.

Blóðsykurinn er því eitthvað sem við ættum öll að huga daglega að fyrir bæði skammtíma- og langtímaheilsu okkar.

Blóðsykur, blóðsykurinn, heilsa, orka, prótein, kaffi, kanill,

Einföld ráð til að halda blóðsykrinum í jafnvægi

Til að byrja með er eitt mikilvægasta skrefið til að styðja við jafnan blóðsykur er að huga að réttu mataræði. Fjölbreytt og hrein fæða, máltíðir samsettar með góðu jafnvægi á milli prótein, fitu og flókinna kolvetna ásamt trefja og með sykri í lágmarki eru grundvallaratriði í því að jafna blóðsykurinn út. 

Langar þig að kafa dýpra og læra meira? Ég er að halda ókeypis fyrirlestur í beinni þar sem ég kenni 5 skref sem hjálpuðu mér að ná raunverulegu jafnvægi. Smelltu hér til að skrá þig og tryggja þér pláss!

Samhliða breyttu mataræði eru hér einföld ráð sem rannsóknir styðja við og geta haft frábær áhrif á blóðsykurinn.

7 ráð til að bæta blóðsykurinn!

Byrjaðu daginn á prótein- og fituríkum morgunmat.

Það fyrsta sem þú borðar á morgnana setur tóninn fyrir líðan okkar, matarlanganir og blóðsykurinn yfir daginn. Prótein og fita veitir okkur góða mettun ásamt því að styðja við jafnan blóðsykur. Egg með avókadó er fullkomið dæmi um hreint prótein og fitu til að koma okkur af stað í daginn.

Drekktu kaffi með eða eftir morgunmat.

Ef þú drekkur kaffi á fastandi maga, getur blóðsykurinn rokið upp. Betra er að borða fyrst og njóta svo kaffibollans. Þannig heldurðu sveiflunum í skefjum.

Hér má sjá grein um kaffi ef þú vilt kafa dýpra, ásamt því að fá uppskrift af skotheldu kaffi með viðbættri fitu sem þar með getur dregið úr sveiflum í blóðsykri.

Sjá einnig:
Meltingargerlar sem hjálpa við bólgum og hægðatregðu
7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun
Kraftur þarmaflórunnar: Leiðin að betri heilsu

Borðaðu ávallt eftirréttin eftir mat.

Góð regla fyrir blóðsykurstjórnun er að borða aldrei eftirrétt á tóman maga heldur fljótlega eftir máltíð. 
Það er vegna þess að sykur, rétt eins og koffínið, hækkar blóðsykurinn verulega ef hann er neyttur á fastandi maga.  Aftur á móti eftir að við höfum neytt góðrar fæðu þ.a.m trefja, prótein og fitu áður hefur það þau áhrif að sykurinn fer hægar út í blóðið og sveiflur verða minni.

Töfrakryddið, kanill.

Vissir þú að kanill hefur jafnandi áhrif á blóðsykurinn og hægir á hvernig sykurinn fer út í blóðið?
Því er upplagt að bæta kanil við matargerðina eins og útá rótargrænmeti eða pottrétti, kaffið, kakóið, búst drykkinn, morgungrautinn eða baksturinn. Einnig er hægt að gera einfaldan eftirrétt t.d með því að strá yfir bakaða peru eða epli og njóta með smá rjóma. Aðferðirnar eru nánast endalausar en allar jafn góðar.

Blóðsykur, blóðsykurinn, heilsa, orka, prótein, kaffi, kanill,

Skot af eplaediki fyrir máltíðir.

Sniðugt ráð til að draga úr sveiflum í blóðsykri er að taka skot af eplaedik fyrir máltíð. Eplaedik getur nefnilega minnkað blóðsykurshækkun sem á sér stað eftir máltíðir. Hversu geggjað? Að auki getur eplaedik bætt meltingu, dregið úr bakflæði og matarlyst.
Bættu 1 tsk af eplaedik útí glas af smá vatni og drekktu þetta sirka 15 mín fyrir mátlíðina til að hámarka áhrifin. Persónulega þykir mér gott að fá mér svona skot á meðan ég byrja að útbúa kvöldmat, þá er það auðvelt að muna.

Hreyfing strax eftir mat.

Ef þú getur komið inn einhverskonar hreyfingu strax eftir mat ert þú strax byrjuð/byrjaður að hafa jákvæð áhrif á blóðsykurinn með því að draga úr þeim svefilum sem áttu sér nú þegar stað eftir máltíðina.
Þetta þarf alls ekki að vera mikil hreyfing, heldur getur verið 10 mín göngutúr, nokkrar hnébeyjur, kálfalyftur eða smá tiltekt um heimilið.

Borðaðu matinn í ákveðinni röð.

Vissir þú að með því að borða fæðuna í ákveðinni röð hefur þú jákvæð áhrif á blóðsykurinn? Byrjaðu á trefjum (grænmeti), svo próteini og fitu, og loks kolvetnum. Þetta hjálpar til við að hægja á upptöku sykurs út í blóðið.

Með jöfnum blóðsykri kemur betri heilsa!

Blóðsykurinn er eitt af því sem við höfum verið að kenna í áskriftinni okkar í apríl en fróðleikur maí mánaðar er um hreyfingu. Í áskriftinni sendum við áskrifendum okkar vikuplön með spennandi og einföldum uppskriftum sem styðja við jafnvægi, auka orku og vellíðan ásamt fróðleik og íhugun sem hjálpar til við að stilla hugann.

Ef þú vilt fá meiri skilning og læra hvernig þú getur í raun farið að nýta þessi verkfæri í daglegu lífi án þess að detta í vítahring ofurstranga kúra, þá býð ég þér í ókeypis fyrirlestur í beinni

Við elskum að heyra frá þér! Ef þú átt vin/vinkonu sem þú telur þurfa á þessum lestri að halda, endilega deildu því með þeim og segðu okkur hvað þér finnst.
Fylgstu með okkur á Instagram og Facebook fyrir fleiri næringarríkar uppskriftir, innblástur og hugleiðingar um heilsu og vellíðan.

Rannsóknir notaðar við skrif á þessari grein:
British heart foundation
​Healthline
National Institute of Diabetes and Digestive and Kidney Diseases (NIDDK)

Langar þig að upplifa meiri orku og vellíðan?

Ég er að halda ókeypis fyrirlestur í beinni þar sem ég deili 5 skrefum sem auka orkuna, vellíðan og styðja við náttúrulega brennslu líkamanns.

Ef þú ert orkulítil, bólgin eða föst í vítahring öfga, þá er þetta fyrir þig.

Aðeins tvær dagsetningar í boði og vinningar í boði Feel Iceland fyrir þá sem mæta. Engin upptaka verður send.
Tryggðu þér pláss hér 👉 Smelltu til að skrá þig

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *