Orkulaus? Fáðu þér Miami-smoothieskálina
12th September 201911 kílóum léttari, sjálfsöruggari og sterkari á 30 dögum : Árangurssaga Guðrúnar
1st October 2019Orkulaus? Fáðu þér Miami-smoothieskálina
12th September 201911 kílóum léttari, sjálfsöruggari og sterkari á 30 dögum : Árangurssaga Guðrúnar
1st October 2019Ef þú vilt vita leyndarmálið að náttúrulegu þyngdartapi og hvernig því er haldið við þá er þetta greinin fyrir þig!
Ég er oft spurð hvort ég fylgi ketó eða vegan mataræði en raunin er sú að ég vil alls ekki bendla mig við neina sérstaka kúra eða slíka titla. Ég styðst ekki við boð og bönn heldur borða ég mat sem mér þykir bragðast vel og sem nærir líkamann minn.
Ég hinsvegar styðst við nokkrar aðferðir sem koma í veg fyrir árstíðartengda þyngdaraukningu og hjálpa mér að viðhalda sátt í eigin skinni.
Þessar aðferðir eru einfaldar og mér finnst rosalega gaman að fylgja þeim enda hef ég þróað þær útfrá því sem hentar mér sjálfri. Mér datt því í hug að deila þeim með þér í dag í von um að þú getir líka tileinkað þér heilbrigt viðhorf gagnvart mataræði.
–
Lesa einnig:
5 ráð til að setja þér markmið sem þú nærð
5 dýrkeypt mistök sem við gerum þegar við ætlum að hætta sykri
Mindful eating
–
–
4 heilbrigðar leiðir að þyngdartapi
–
1) Borðaðu þegar þú finnur fyrir hungri og hættu þegar þú hefur fengið nóg.
Kennari sem kenndi mér næringarfræði sagði alltaf að hungur væri nákvæmur mælikvarði á þarfir líkamans.
Þetta er algjörlega satt. Suma daga er maður mjög svangur og aðra finnur maður ekki jafn mikið fyrir hungri. Það er nauðsynlegt að hlusta á þessar þarfir líkamans.
Ég reyni eftir fremsta magni að nota núvitund þegar ég borða og stoppa þegar ég er södd en ekki þegar ég er að springa. Auðvitað koma skipti sem ég treð aðeins of mikið í mig (kemur fyrir okkur öll!) en ég reyni að huga vel að þessu enda finn ég þau áhrif sem það hefur á svefn, orku og meltingu.
–
2) Veldu máltíðir, ekki nart.
Það gæti komið þér á óvart en flesta daga narta ég ekki og borða engin millimál. Fyrir nokkru síðan stóð ég sjálfa mig að því að vera stanslaust að narta heimavið, sérstaklega ef það var einhverskonar álagstímabil og mikið að gera. Síðan ég hætti þessu finnst mér ég ná betur að hlusta á líkamann og finna hvort ég sé í alvöru svöng. Þegar ég ferðast fæ ég mér auðvitað eitthvað eins og próteinstykki, hnetur eða kakónibbur en þá eru rútínan og matmálstímar oft breytilegri.
Það þarf alls ekki að vera að þetta eigi við um þig og kannski þarft þú á millimálum að halda. Ég hvet þig til að íhuga þetta og sjá hvort henti þér að borða stærri máltíðir sjaldnar eða borða léttar og oftar.
–
3) Ekki leyfa svindlinu að eyðileggja.
Þetta er svo ótrúlega mikilvægt atriði. Mistök sem alltof margir gera er að hafa “allt eða ekkert” hugarfarið.
Það getur lýst sér þannig að ef þú færð þér eitt nammi einhvern daginn finnst þér þú vera búin að eyðileggja þann dag, brýtur þig niður og ákveður að það skipti ekki máli þó þú troðir þig núna út, þessi eini sælgætismoli eyðilagði hvort sem er bindindið.
Eða svona; þú ákveður að taka mataræðið í gegn, tekur út allt sætt, allt brauð og í raun allt sem þér finnst gott, en kemur ekki með neitt í staðinn.
Þetta eru ekki raunhæfar nálganir og ekki eitthvað sem þú munt endast í, þannig er það bara. Við þurfum að taka þetta í skrefum og gera raunhæfar breytingar, sem við sjáum fram á að ná að halda við. Sama hversu litlar þessar breytingar eru, bara það t.d. að sleppa gosi getur gert helling!
–
4) Ekki borða tilfinningar þínar.
Fjórða og trúlega mikilvægasta reglan er að láta ekki tilfinningarnar stjórna mataræðinu. Það mun hvorki láta okkur verða södd né líða betur.
Þegar mér líður illa eða er pirruð þá reyni ég að leysa úr því áður en ég borða. Ég vil frekar bíða aðeins og ná að njóta máltíðarinnar, heldur en að borða á röngum forsendum og líða jafnvel enn verr eftirá. Ég þori nánast að lofa því að þessi regla gæti breytt lífi þínu.
–
Hverjar af þessum fjórum reglum höfða til þín?
Ef þú hefur einhverjar skrítnar lífsstílsreglur sem hjálpa þér að viðhalda sátt og vellíðan, skrifaðu í spjallið hér að neðan hverjar þær eru!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
2 Comments
Sæl kæra Júlía.
Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir alla þá vinnu sem að þú leggur á þig fyrir að hjálpa okkur sem að eru að ströggla við fitupúkann. Eins og við erum mörg eru ástæðurnar og forsendurnar misjafnar.
Sumir eru búnir að glíma við þetta frá unga aldri, en mitt vandamál byrjaði eftir legnám 2008.
Ég hreinlega veit ekki hvað gerðist því að ég breytti engu varðandi mitt matarræði og lífsstíl???
Ég hef alltaf verið um og rétt yfir 60 kg. en er núna að ströggla við 3ja stafa tölu, sem að mér finnst algerlega óásættanlegt. Ég er reyndar búin að losa mig við 20 kg. síðan í apríl og vil halda þeirri vegferð
áfram. Hefði reyndar viljað vera komin lengra á veg og búin að missa meira. En sagan er lengri en þessi orð. Það sem að skipri sköpum fyrir mig var að ég var orðin hrædd við mat í fyrra og var nær hætt að borða, en píni nú í mig einni máltið á dag. Já ég þarf virkilega að pína mig til að borða og sykur og brauð hafa ekki verið að hamla minni vegferð. Ég er á póstlista hjá þér þar sem að ég er ekki á FB. Það er bara mitt val. En ég fylgist með þér og les greinarnar þínar og vil læra sem mest. Mér finnst ég enn ekki alveg viss með ákveðna hluti varðandi matarræði, en er af þeirri kynslóð þar sem að mamma var með fisk á mánudögum og þriðjudögum o.s.frv. og á laugardögum var til skiptis skata of saltfiskiskur. En nú eru breyttir tímar og breyttar fjölskylduaðstæður hjá mér þar sem að við erum bara tvö í heimili, þar sem að áður voru fjórir. Mér finnst ég þurfa einstaklings miðaðan matseðil fyrir mig í mínum aðstæðum, sem að hentar mér meö áframhaldandi þyngdartapi og já ég stefni að 65kg sem mörgum finnst óraunhæft, en EKKI mér 🙂 Ég veit að þetta er hægt. Með góðri kveðju, Guðrún
Takk innilega fyrir hvetjandi orð og góða og nærandi pistla
Sæl Guðrún,
takk kærlega fyrir skilaboðin 🙂
þér er velkomið að senda okkur póst á studningur@lifdutilfulls.is og við getum aðstoðað þig nánar að finna leið sem gæti hentað þér í að vinna að þínum markmiðum og fá persónulegri nálgun! 🙂 hlökkum til að heyra frá þér!
kv Katrín