10kg farin og orkan hefur margfaldast!
7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun
14th janúar 2020
2 mín æfing sem hjálpar þér að elska líkama þinn
25th febrúar 2020
Show all

10kg farin og orkan hefur margfaldast!

Helga hefur losnað við yfir 10 kg á Frískari og Orkumeiri námskeiðinu okkar og er hvergi hætt. Lestu allt um hvernig hún snéri blaðinu við og er í betra formi en nokkru sinni fyrr!   Árangurinn er virkilega hvetjandi og ég bara varð að fá hana í spjall um ferlið og upplifunina hennar!

Skapsveiflur, bjúguð og of þung

“Áður en ég byrjaði á námskeiðinu þá leið mér ekki vel. Ég sveiflaðist í skapi, sem truflaði mjög einbeitingu. Ég var með bjúg og mig verkjaði í nára og liðum. Ég var orkulaus og allt of þung og háði það mér í dansinum og útivistinni sem ég stunda”. Segir Helga um ástand sitt áður en hún byrjaði á námskeiðinu Frískari og orkumeiri á 30 dögum. ”Mín ósk var að losna við sykurpúkann, öðlast meiri orku, léttast og breyta um lífstíl til að geta mögulega hætt að taka inn blóðþrýstingslyfin” bætti hún við

“Svo sá ég auglýsingu frá ykkur þar sem útivistarkona sagði frá hvernig þetta prógram hafði breytt lífi hennar og kveikti það í mér. Ég sé ekki eftir því”  segir hún.

Lesa einnig:
35 kg farin og breyttur lífstíll enn 6 árum síðar
16kg léttari og uppgötvaði leyndarmálið að hinni fullkominni húð
Orkulaus og nærð ekki að léttast? Þetta geta verið ástæðurnar

Fyrsta sem ég upplifði var aukin orka og meiri gleði

Í dag tek ég betur á í dansinum og fer oftar í göngur, því ég er orkumeiri. Mér líður miklu betur, miklu minna ber á skapsveiflum og ég er ekki eins ör og næ því betur að einbeita mér. Orkan hefur margfaldast og dregið hefur verulega úr verkjum” segir Helga.

Helga léttist um 6 kg með því að fylgja matarprógraminu frá Frískari og Orkumeiri námskeiðinu og 3 mánuðum seinna hefur hún lést um 10 kg og segir hún “Matarprógrammið sem er fyrir 4 vikur, teygði ég yfir 7 vikur þannig að þetta var auðveldara en ég hélt

“Léttist og léttist án þess að hafa fyrir því ”

10 kg farin

Hræðslan við að mistakast var næstum búin að draga mig úr þáttöku

Ég hafði efasemdir. Ég hugsaði hvort ég ætti nokkuð að vera að splæsa í námskeið sem myndi mistakast. Þessar efasemdir voru óþarfar því þetta var minna mál en ég hélt. Maður fær svo góðar leiðbeiningar og tók ég góðan tíma í undirbúning sem er mjög mikilvægt.

Fékk stuðninginn og skipulagið sem kom mér á leiðarenda

Uppsetningin á námskeiðinu er mjög góð. Ég lærði mikið af því að horfa á myndböndin á heimasvæðinu og þau hvöttu mig áfram í fyrstu skrefunum. Mér fannst æðislegt að geta fylgt matarprógrammi, þurfa ekki að hugsa hvað eigi að vera í matinn. Og maturinn er fjölbreyttur og góður” segir Helga og bætir við

Ég hef fengið góðan stuðning á FB-síðu Frískari og orkumeiri á 30 dögum hópsins og í spjalli þegar ég hef þurft að fá svör við spurningum mínum. Á FB-síðunni hef ég getað tjáð mig um hvað hefur áunnist hjá mér og hjálpaði það mér að komast á leiðarenda”

“Gott matarplan hélt mér við efnið”

       

10 kg farin og varanleg lífstílsbreyting tekin við

Núna 3 mánuðum seinna er Helga ennþá að fylgja mataræðinu og hefur þetta að segja. “Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið í langan tíma. Það gengur mjög vel í dag að loknum 3 mánuðum. Ég held mig vsykurlausan lífstíl og hef hugsað mér að gera það áfram. Þetta verður minn lífstíll, vonandi um ókomna tíð. Maður er búinn að setja sig í ákveðnar stellingar og hef ég ekki í hyggju að breyta þeim”. 

                                  10 kg farin 

Ef þú ert að hugsa um að skrá þig, ekki hika! Líkt og Helga segir:“Þetta getur ekki klikkað ef þú undirbýrð þig vel, horfir á kennslumyndböndin og heldur þig við prógramið. Þú þarft ekki að hugsa um hvað á að vera í matinn næstu vikurnar”. 

Við erum svo ótrúlega stolt af henni Helgu okkar og sagan hennar er svo hvetjandi! Með þessu sjáum við að við getum öll breytt til og náð þeim árangri sem við óskum okkur, án allra öfga! 

Ert þú með markmið fyrir heilsuna sem þú óskar þér að geta uppfyllt?

Tengir þú við sögu Helgu og óskar þess að þú gætir öðlað það sama?

Sláðu til með Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu og byrjaðu ferðalagið að bestu útgáfunni af þér.

Við skráningu færðu tafarlausan aðgang að ráðum og uppskriftir sem örva brennsluna og byggja upp orkuna! Hversu frábært er það?!

Framtíðarútgáfan af þér (sú sem lætur sig dreyma) treystir á þig að taka skrefið og vinna í heilsunni! 

Þetta er þitt tækifæri. Þú ert þess tilbúin og þú getur þetta! Kastaðu burtu efasemdum og hræðslu um uppgjöf og byrjaðu að skrifa þína hvatningasögu líkt og Helga!

Tryggðu þér a-ö áætlunina og baklandið að því að gera 2021 að þínu heilsuári!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *