Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlaukssósu
5th June 2018Sumar matarskipulag fyrir ferðalagið og uppskriftir
2nd July 2018Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlaukssósu
5th June 2018Sumar matarskipulag fyrir ferðalagið og uppskriftir
2nd July 2018Þessi gyllta túrmerik-sólskinsdressing er sannarlega ómótstæðileg og trúi ég virkilega að hún geti breytt lífi þínu til hins betra, hún er það góð!
Hún gæti allavega komið með smá sól í íslenska sumarið okkar.
Eftir ítrekaðar tilraunir náði ég loks að fullkomna uppskriftina og sendi systur minni strax skilaboðin með fréttirnar og var því vel fagnað enda hafði hún fylgst með þessari uppskrift í þróun alveg frá byrjun!
Dressingin hefur átt sér heimastað í ísskápnum mínum síðan þá og kemur sannarlega með sólskin á diskinn og í hjartastað! Enda er hún innblásin af ferðalögum mínum nýlega til sólríku Los Angeles.
Í dressinguna nota ég túrmerik- og engiferrót ásamt sítrónu. Allar sólskinsfæðutegundir. Fyrir gyllta og fallega áferð er aðeins af hlynsírópi en gyllti liturinn kemur að mestu frá túrmerikrótinni.
Túrmerik- og engiferrótin er einn helsta fæðan gegn bólgum, bjúgsöfnun og sú fæður sem gjarnan eru kenndar við að bæta og efla meltinguna.
Túrmerikrótin stuðlar einnig að hreinsun líkamans, fallegum ljóma og hefur græðandi áhrif sem styrkir ónæmiskerfið og vinnur gegn sjúkdómum.
Ef þú vilt smá innblástur fyrir það hvað þú gætir borið dressinguna fram með, eru hér þrjú æðisleg salöt frá mér sem henta vel, nú eða grænmetis-grillveisla mín!
Það hljómar kannski skringilega en að mínu mati hefur litur matarins sem við borðum mikið að segja um áhrif hans! Sólskinsgulur mun því sannarlega hressa þig við!
Sólskins túrmerikdressing sem mun breyta lífi þínu!
1/4 bolli og 1 msk hvítt tahini
1/4 bolli vatn (eða minna)
6 msk sítrónusafi úr lífrænum sítrónum
1 msk sólblómafræ**
3-4 msk hlynsíróp
1/2-1 tsk engiferduft
1 1/2 hvítlauksgeirar
salt
8 klípur svartur pipar
1/4 bolli eða minna túrmeriksafi eða 3 tsk túrmerikduft***
¼-1/2 bolli grapeseed-olía eða olífuolía (byrjið á ¼ og bætið útí í blandara eftir þörfum, notið ¼ ef notað er túrmerik safa)****
1. Hrærið öll hráefni dressingar fyrir utan túrmerik og olíu í blandara eða matvinnsluvél.
2. Hellið olíunni og túrmerik í blandarakönnuna rétt undir lokin og hrærið örlítið. Geymist fersk í 7-10 daga í gleríláti.
Hollráð:
*Ég nota hvítt tahini til að fá gylltan lit á dressinguna. Brúnt tahini dekkir dressinguna of mikið og því mæli ég með að nota hvítt tahini. Tahini er búið til úr möluðum sesamfræjum og fæst víða.
**Ef þú átt gamlan blandara mæli ég með að leggja sólblómafræjin í bleyti í 2 klst eða yfir nóttu áður en þú gerir dressinguna. Þá eru fræin lögð í bleyti og skoluð með hreinu vatni af áður en notuð.
***Ef þið notið túrmeriksafa er mikilvægt að bæta því við undir lok til að lita síður blandarakönnuna ykkar!
****Grapeseed olía fæst í Nettó og Hagkaup sem dæmi og gefur betra bragð að mínu mati en olífuolían. Grapeseed olían er einnig frábær útí salöt eða til að gera dressingar og sósur!
Allar vörur fást í Nettó.
Ég vona að þessi dressing komi með sólskinið til þín!
Túmerik er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, segðu mér frá í spjallið að neðan hver þín uppáhalds heilsufæða er og hvernig líður þér af henni?
Hlakka til að kafa dýpra með þér í spjallinu að neðan.
Annað sem hefur sannarlega komið með sólskín í hjartað okkar Lifðu til fulls síðustu daga er árangur þeirra sem eru í Frískari og orkumeiri námskeiðið eins og sjá má hér:
Vegna vinsælda höfum við opið fyrir ókeypis fyrirlesturinn “3 skref að að fá meiri orku í sumar”
Ef vilt læra hvernig á að borða fyrir meiri orku og frískari líkama eða vilt skipulagið til að breyta mataræðinu (án þess að þú þurfir að hætta að borða nammi) mæli ég með að skrá þig hér til að fá uppskriftir og einföld ráð að orkuríkara lífi í sumar! Alveg ókeypis!
Með skráningu á fyrirlesturinn lærir þú einnig betur um Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið sem Guðbjörg hér að ofan tók þátt í!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!