Þegar maðurinn minn fékk skyndilega glútenóþol
glútenfrí
Ættir þú að vera glútenfrí?
11th March 2014
Snarlhugmyndir uppskriftir snarl
Ómissandi ferðahollráð fyrir flugtak! Snarlhugmyndir
25th March 2014
glútenfrí
Ættir þú að vera glútenfrí?
11th March 2014
Snarlhugmyndir uppskriftir snarl
Ómissandi ferðahollráð fyrir flugtak! Snarlhugmyndir
25th March 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Þegar maðurinn minn fékk skyndilega glútenóþol

glútenóþol

Mig langar að deila með þér svolitlu í dag sem mun hugsanlega breyta því hvernig þú lítur á glútenóþol!

Því hvort sem þú sért með glútenóþol eða ekki er þetta eitthvað sem olli því að maðurinn minn til 5 ára fór frá því að neyta glútens á hverjum degi frá unga aldri í að þola glútenið einfaldlega ekki lengur og mynda með sér áunnið glútenóþol.

Sannleikurinn er sá að líkami þinn er ekki sá sami og hann var þegar þú varst yngri. Fatastærðir og lífsstílshættir hafa eflaust breyst oft í gegnum tíðina og mjög algengt að matavenjur þurfi líka að breytast með.

Screenshot 2014-03-18 09.29.09

Eftirfarandi dæmi er góð ástæða fyrir því að gæta hófs í því sem við setjum ofan í okkur og muna að við getum ekki boðið líkama okkar upp á hvað sem er til lengdar. 

Þrátt fyrir að líkami þinn höndli glútenvörur (flest brauð, rúgmjöl ,bygg og fleira) vel í dag, eða gerði það áður, þarf ekki að vera að það sama gildi þegar árin líða.

Orsakir

Að mynda með sér glútenóþol virðist vera vegna samblöndu af genum og umhverfi. Læknar og rannsóknarmenn hafa fundið að ákveðin gen gera viðkomandi einstakling líklegan til þess að þróa með sér glútenóþol. Þegar fólk er berskjaldað gagnvart orsakavöldum, byrjar sjúkdómsferlið. Orsökin getur verið m.a. verið mikið stress, veirusmit, meðganga, og jafnvel uppskurður. Einnig þarf ákveðið magn af glúteni að vera til staðar í mataræðinu til þess að þarmarnir geti skaðast.

Augljóslega var eiginmaður minn ekki óléttur en streita, veikindi og fleira getur hafa verið uppsprettan af óþolinu í hans tilfelli.

Tímasetning

Það er mögulegt að þróa með sér einkenni glútenóþols. Sjúkdómsferlið getur byrjað mjög snemma á bernskuárum, eða jafnvel mun seinna á fullorðinsaldri. En það er ekki einungis aldurinn sem getur verið misjafn hjá fólki, heldur einnig tíminn sem það tekur fyrir fólk að upplifa einkennin af viðbrögðum líkamans. Sumir upplifa einkennin um leið og líkaminn bregst við glúteninu, aðrir geta verið einkennalausir í fleiri ár þrátt fyrir viðvarandi skaða hið innra á ristli og þörmum

 

Screenshot 2014-03-18 09.30.05Í tilfelli mannsins míns þá vissi hann ekki lengi vel hvaða fæða það var sem var að valda óþolseinkennum því oftast tók það líkamann meira en sólarhring að bregðast við glútenfæðunni í hans tilfelli. Því var oft erfitt fyrir hann að tengja einkennin sem hann upplifði eftir hollan kvöldverð við glútenfæðuna sem hann neytti í hádeginu daginn áður! (sjá einkenni hér)

 

Annar líklegur valdur af óþoli eru eiturefni í líkamanum. Ef líkami þinn er fullur af eiturefnum er mjög erfitt fyrir þig að meta strax eftir máltíð hvort maturinn sem þú varst að borða fer í raun illa í þig eða ekki. Þannig borðum við oft eitthvað sem fer í raun illa í okkur en við tökum ekki eftir því vegna þess að einkennin gera ekki vart við sig strax

Því lengur sem glútenóþol- eða viðkvæmni er ómeðhöndlað þeim meiri innri bólgur eiga sér stað í líkamanum. Afleiðingar glútenóþols ná hins vegar yfir mun meira en bara meltingarveginn og má t.d. nefna orkuleysi, þreytu, útbrot, doða í útlimum, vefjagigt, liðverkir – og jafnvel vandamál með samhæfingu.

Þetta var nóg til að fá manninn minn til að hreinsa líkama sinn og auka þannig næringuna verulega sem hann gaf líkamanum og með því öðlaðist hann aftur betri tengingu við líkama sinn og gat metið fyrr hvort ákveðin fæða var að fara illa í hann.

Ef þú ert forvitin að heyra hvaða hreinsun hann tók, getur þú lært meira um hreinsunina hér.

Þetta var á þeim tíma þegar ég var fyrst að hefja hreinsun með fullt af konum og ég lýg því ekki þegar ég segi að ég var hissa þegar maðurinn minn sagði við mig:

„Júlía, mig langar að hreinsa með þér og þessum konum”

Með hreinsuninni gat hann uppgötvað óþol hjá sér og hreinsað út óþarfa eiturefni sem hafði sest að og hindrað eðlilega starfsemi og efnaskipti líkamans. Og það sem meira er, að hann sem fyrrum ruslfæðisfíkill gat borðað hreinsunar matinn sæll og sáttur.

Vakti greinin áhuga þinn?

Ef svo er máttu deila með vinum þínum á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu sem gæti hagnast af þessari sögu. Ekki leyfa þeim að fara á mis við heilsu sína eins og maður minn upplifði.

Mig langar að heyra frá þér!

Neytir þú glúten afurða daglega? Og vaknar jafnvel spurning hjá þér núna hvort þú eigir að minnka glútenið í þínu mataræði?

Segðu mér frá því hér að neðan og köfum dýpra.

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *