Ómissandi ferðahollráð fyrir flugtak! Snarlhugmyndir
glútenóþol
Þegar maðurinn minn fékk skyndilega glútenóþol
18th March 2014
Glútenlaust brauð
Glútenlaust brauð með grænu te, ávöxtum og hnetum
25th March 2014
glútenóþol
Þegar maðurinn minn fékk skyndilega glútenóþol
18th March 2014
Glútenlaust brauð
Glútenlaust brauð með grænu te, ávöxtum og hnetum
25th March 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Ómissandi ferðahollráð fyrir flugtak! Snarlhugmyndir

Snarlhugmyndir uppskriftir snarl

Ég er farin til Ameríku með eiginmanni mínum, við verðum þar í tæplega mánuð og ég kem til baka rétt fyrir páska.

Ég ákvað að nýta þetta tækifæri til þess að deila með þér hvernig ég ferðast því mig langar að sýna þér hversu ánægjulegt og einfalt það raunverulega getur verið að ferðast á heilsusamlegan og góðan hátt.

Ég held að engin önnur þjóð ferðist eins mikið til útlanda í leit að sól og sumar eins og við Íslendingar og með þessum hollráðum getur þitt ferðalag stutt við þína heilsu, orku og vellíðan.

Því einn stór partur af því að breyta um lífsstíl er hvernig þú hagræðir þegar lífið býður upp á breyttar aðstæður eins og til dæmis þegar þú ferðast.

Hátíðir og ferðalög eru oftast viðburðir sem fá okkur til að slappa aðeins af, skipta aðeins um gír og  „leyfa okkur” það sem við viljum eða “vera aðeins góð við okkur“, og “vera eins og allir hinir

En erum við virkilega að vera góð við okkur?

Oftast nær komum við til baka úr ferðalaginu í enn verra líkamlegu ástandi, við erum oft brún og sæt en við komum heim og “rífum okkur upp” og ætlum okkur að borða hollt og fara af stað í hreyfingu. Sum okkar koma heim og fara strax af stað en mörg okkar taka, því miður, jafnvel mánuði eða lengur í að koma okkur af stað og í sömu rútínu og við vorum áður í.

Ég hef sjálf verið svona, svo ég skil þig fullkomlega!

En sannleikurinn er sá að þegar þú hefur komið þér upp ákveðnum heilbrigðum lífsstíl og ferð síðan útaf laginu getur tvennt gerst:

 

  1.  Þú gætir upplifað viðbrögð við fæðunni sem líkami þinn er ekki lengur vanur að borða sem gæti ollið niðurgang, magapínu, óreiðu í líkamanum, kvíða og jafnvel algjörlegu orkuleysi daginn eftir.
  2. Vítahringur gæti skapast. Þú slakar á, upplifir orkuleysi, þyngdaraukningu og magaverk og þú nærð þér ekki á skrið. Síðan þegar næsta uppákoma kemur upp þá endurtekur þetta sig

 

Fáir í dag vita í raun af áhættuþáttunum sem fylgja því að fara upp og niður heilsufarslega og í þyngdartapi. Þessir áhættuþættir eru auknar lýkur á hjartasjúkdómum, krabbameini, sykursýki, skemmdir í slagæðum, minni orka, vöðvarýrnun og hærra hlutfall líkamsfitu.

Sumir hafa sagt við mig “já ég vil ekkert vera holl því þá fer ég örugglega bara ekki að þola neitt”

En staðreyndin er sú að því næmari sem við erum fæðunni því betra!

Því þá eru minni líkur á bólgumyndun sem getur valdið heilsuspillandi kvillum (sjá hér)

Í dag vil ég deila sérstaklega með þér hvernig ég ferðast í flugvél en þú getur notað þessi hollráð á hvaða ferðalagi sem er.

Eina sem krefst af þér er smá undirbúningur (engar afsakanir hér). Ég get sagt þér það að þú munt ekki sjá eftir því. Þér mun almennt líða betur, þú munt upplifa orku og vellíðan ef þú setur þessi hollráð í framkvæmd næst þegar þú ferðast.

Í þokkabót sparar þú þér pening þar sem matur og snarl að heiman er mun ódýrara en flugvélamaturinn eða sjoppufæðan.

Hvaða matur er þá best að borða í flugvél?

Best er að borða litlar léttar kolvetnisríkar máltíðir. Takmarka neyslu á mjólkurvörum og próteinríkum matvælum. Þú þolir heilkorna grófmeti betur en próteinríkar máltíðir í mikilli hæð.

Hér er dæmi um létta máltíð og snarl sem ég geri

Screenshot 2014-03-24 20.00.18

 

 

 

 

 

 

 

 

Fersk krydd eru frábær viðbót til þess að bæta í matinn þinn þar sem þau geta styrkt ónæmiskerfið þitt og bragðast líka ljúfenglega

Best er að drekka hálfan líter af vatni á hverjum klukktíma meðan þú ert í loftinu til þess að útrýma þrota og bólgur. Ég tek gjarnan með mér límónu og myntu til þess að bragðbæta vatnið.

Mínar hugmyndir af nesti þegar farið er í flugvél eru:

–       kínóasalat með ferskum kóríander eða myntu

–       glútenlaust pasta með létt steiktu brokkolí, gulrótum, papriku og grænu pestói og örlítið af furuhnetum

–       Eldað rótargrænmeti með balsamic og hýðisgrjónum og rauðrófusalati með myntu

–       Vefjur með spírum, grænmeti, hummus og sæt kartafla til hliðar.

 

Screenshot 2014-03-24 20.07.56

 

 

 

 

 

 

 

 

Mínar hugmyndir af snarli eru:

– Grænmeti eins og sellerý og gulrætur skornar niður

– Ávextir eins og epli, kiwi eða pera

– hrá-bar (eitthvað sætt)

– 77% lífrænt súkkulaði

– lífrænt ristaðar möndlur

– hnetublanda

– þurkaðir ávextir eins og döðlur eða rúsínur

Það tók mig í kringum 30 mín að undirbúa nestið okkar, með góðum undirbúningi var ég komin með nesti sem sparaði mér pening, tíma í röðum og leiðinlegar spurningar við flugfreyjuna um hvað væri í matnum.

Ekki setja mig í gluggasætið! Ég mun drekka hálfan líter af vatni á klst!

Líkaði þér greinin?

Ef svo er endilega líkaðu og deildu með vínkonu, sérstaklega ef hún er flugfreyja eða ferðast mikið!

Þá næst, vil ég spurja

Hvernig hollráð notar þú þegar þú ferðast? Og hvað er það frá greininni sem þú vilt nýta þér næst?

Besta umræðan gerist hér í spjallinu að neðan, hlakka til að heyra frá þér

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

 

 

 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

4 Comments

  1. Ég ætla að drekka vatn a hverjum kluukkustund mer fynst það gott ráð hef ekki fattað þetta mer fynst greininn mjög goð og mer fynst gaman að lesa greinarnar eftir þig takk fyrir

    • Sara Barðdal Heilsumarkþjálfi LTF says:

      Takk fyrir það Kristjana.
      Það er mjög gott, oft þessir einföldu hlutir sem skipta mestu máli.

  2. Takk fyrir þetta var í flugi á fimmtud. flugþjónninn var orðin þreyttur á að fylla á flöskuna mína og spurði er þetta ekki nóg þegar ég bað um í glasið líka þ.e.vatnið fannst ég drekka mikið vatn geri það alltaf í flugi bara vani hjá mér. Kv.Margrét Haraldsd.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *