Þakklæti, svefn og heilsa
Fæða fyrir aukna orku og kraft!
26th November 2013
Freistingar mataræði
6 leiðir til að segja nei við matarpressu!
10th December 2013
Fæða fyrir aukna orku og kraft!
26th November 2013
Freistingar mataræði
6 leiðir til að segja nei við matarpressu!
10th December 2013
Show all

Þakklæti, svefn og heilsa

svefn og heilsa

Er allt orðið jólalegt og hreint heima?

Síðastliðin laugardag var sko aldeilis umturnað heimili mínu og hef ég sjaldan verið með eins mörg kerti og jólakúlur og ég er með þetta árið.

Ég er ný komin frá Ameríku þú sérð og held ég hafi smitast eitthvað af öfgakenndum skreytingum.

Nei, nei ég er ekki svo slæm..

IMG_1207 (1)En talandi um Bandaríkin þá var síðasti fimmtudagur þakkargjörðardagur og eins og þú veist er hefðin að koma saman með vinum og fjölskyldu og skera í kalkún!

Þann fyrsta í aðventu var það akkúrat það sem ég gerði (eins og þú sérð á myndinni) en í dag vildi ég deila með þér hvernig þú getur bætt úr heilsu þinni með meira þakklæti!

Hátíðin er svo sem ekki mjög rótgróin á Íslandi en hefðin hefur verið sú að sameinast með vinum og fjölskyldu, eiga góða stund saman og auðvitað að borða góðan mat!

Öllum finnst okkur gott að koma saman og borða ljúffengan mat í góðra vina hópi og erum við flest dugleg við að finna tilefni til þessa, sem er ekkert nema gott mál!

En hversu öft stöldrum við við og virkilega þökkum fyrir hvað við höfum?

Því aðeins með meira þakklæti í lífinu getur líkami þinn framleitt fleiri “vellíðunar” hormón sem veitir þér slökun og gefur þér lífsfyllingu.

Vissir þú að þakklæti hefur einmitt áhrif á heilsu þína?

Rannsóknir sýna að meira þakklæti getur:
Hjálpað þér að sofa betur
Styrkt sambönd þín
Hjálpað þér að haldast í rútínu fyrir hreyfingu og líkamsrækt
Minnkað líkur á hjartaáföllum og hjartatruflunum
Minnkað depurð
Minnkað sjúkdóma og heilsufarsvandamál

Svo eflaust væri þakklæti eitthvað sem við gætum öll notið góðs af í daglegu lífi, ekki satt?

Því hver vill ekki minni líkur á sjúkdómum, sterkari sambönd, svefnbetri nætur? Svo ekki sé talað um meiri reglu í hreyfingu!

Það eina sem þú þarft fyrir litla æfingu er blað og penni og nokkur orð.

Ekki einu sinni það prófaðu bara að segja það við sjálfa þig:

„Ég er þakklát fyrir [bættu inn þakklæti], [bættu inn þakklæti] og [bættu inn þakklæti]“

Mitt þakklæti; “Ég er þakklát fyrir að eiga góða að, ég er þakklát fyrir að geta gefið öðrum sem minna eiga og ég er þakklát fyrir heilsu mína!”

Hvað ert þú þakklát fyrir?

Mig langar að heyra

Notaðu formúlu mína hér að ofan og deildu með mér og öðrum frábærum konum hjá Lifðu til Fulls hvað þú ert þakklát fyrir.

Því að deila með öðrum gerir þakklætið rótgróið hjá okkur og við fáum tækifæri á að leyfa öðrum að íhuga þakklæti sitt og jafnvel fá hugmynd að einhverju sem þau geta einnig verið þakklát fyrir.

Prófaðu, skrifaðu mér hér að neðan, þú hefur engu að tapa!

Og ekki gleyma að deila þakklætinu með öðrum og líka við greinina og deila með vinum og vandamönnum á facebook!

 

Heilsa og hamingja, svefn og heilsa

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *