Kínóa og Chia grautur með granateplum
2nd January 2013Takmarkalaus hugsun á árinu 2013
8th January 2013Kínóa og Chia grautur með granateplum
2nd January 2013Takmarkalaus hugsun á árinu 2013
8th January 2013Hrákúlur eru tilvaldar ef þú ert sólgin í eitthvað orkuríkt og hollt eftir hátíðirnar. Þessi hrákúlu uppskrift eru einföld, fljótleg, og umfram allt; bragðast frábærlega!
3 dl kókosmjöl
1 1/4 dl kakóduft
1 dl döðlur, smátt saxaðar
1 dl fíkjur, smátt saxaðar
1 dl apríkósur, smátt saxaðar
2 msk sítrónusafi
1/3 dl kakósmjör, bráðið í vatnsbaði
Salt eftir smekk
Allt hráefni er sett í blandarann eða matvinnsluvél
Deigið mótað í kúlur og sett í frysti eða kæli
Mörgum þykja þessar hrákúlur gefa frá sér örlítið romm bragð, það má vísa til fíkjanna. Ekki er því víst að öllum finnist þessar kúlur góðar vegna þessa og þá má vera vænlegra að prófa hrákúlurnar með höfrum, rúsínum eða kakói.
Heilsa og hamingja
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!