Afmælistertan mín: Súkkulaðibrownie með ostaköku- og jarðaberjakremi!
Marsipan konfekt
Marsipan konfekt
5th December 2016
smákökur
Smákökur með heitu kakói og kókosrjóma! (Matreiðsluþáttur)
20th December 2016
Marsipan konfekt
Marsipan konfekt
5th December 2016
smákökur
Smákökur með heitu kakói og kókosrjóma! (Matreiðsluþáttur)
20th December 2016
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Afmælistertan mín: Súkkulaðibrownie með ostaköku- og jarðaberjakremi!

Súkkulaðibrownie

Nú fer alveg að líða að jólum og afmælinu mínu!

Því langar mig að deila með þér afmæliskökunni minni í ár: Þriggja laga tertu með browniebotni, ostakökufyllingu og jarðaberjakremi!

Að sjálfsögðu er hún laus við unninn sykur,  dásamlega holl og ljúffeng! Það vantar aldeilis ekki uppá sætindin í desember og kjörið er að breyta gömlum siðum til hins betra.

Mér finnst brownie tertan falleg þegar hún er borin fram eins og lagterta, þá nota ég  ílangt silikon form en einnig má nota hringlaga smelluform. Ég elska kakó og fær mér dökkt súkkulaði daglega og liggur því beint við að það sé kakó í afmæliskökunni minni. Ostakökur og jarðaber eru einnig í miklu uppáhaldi og þykir mér því þessi samsetning himnesk.

Brownie með ostaköku og jarðaberjakremi

 

Súkkulaðibrownie:

2 bollar möndlur
1 1⁄2 bolli döðlur
1 bolli kókosmjöl
2 msk kakó
salt

Ostakökukrem:

3 bollar kasjúhnetur (lagðar í bleyti í um það bil 1-2 klukkustundir)
3/4 bolli kreistur sítrónusafi
1/2 bolli hrár kókospálmanektar/hlynsíróp
1 tsk vanilludropar eða meira
3/4 bolli kókosolía (brædd í vatnsbaði)

Jarðaberjakrem:

1 bolli af ostakökukreminu
2 bollar jarðaber fersk (ef þið notið frosin er gott að afþýða)
1-2 msk kókosolía fljótandi
1tsk vanilludropar

1. Setjið öll hráefnin fyrir brownie-botninn í matvinnsluvél og hrærið. Þjappið niður í 23cm hringlaga smelluform eða ílangt sílikonform, ég notaði 22×8 cm form.

2. Gerið næst ostakökukrem með því að blanda öllu nema kókosolíu í matvinnsluvél eða blandara og vinna þar til silkimjúk áferð fæst. Bætið kókosolíu í fljótandi formi yfir að lokum. Takið 1 bolla af kreminu frá eða skiljið eftir í vélinni og hellið rest yfir kökuna. Geymið kökuna síðan í frysti í 2-4 klst eða þar til kremið hefur stífnað.

3. Á meðan má útbúa jarðaberjakrem með því að hræra öll hráefni saman út í það sem eftir var af ostakökukreminu og hella að lokum yfir. Kakan er svo geymd í frysti yfir nótt. Takið út klukkustund áður en hún er borin fram og skreytið.

Ég nota hráan kókospálmanektar, síróp unnið úr blómum kókostrésins. Sírópið fæst í Nettó og hefur afar lágt frúktósamagn.



Ég vona að þú njótir kökunnar og segðu mér svo frá í athugasemdum fyrir neðan bloggið; Hvað er uppáhalds eftirréttur þinn yfir jólin?

Alltaf gaman að heyra frá þér.

Ef þér finnst uppskriftin spennandi má líka deila henni á samfélagsmiðlum 🙂

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *