Matur sem bætir og eflir vanvirkan skjaldkirtil
lágkolvetnamataræði
Sannleikurinn um skjaldkirtilinn og lyfin þín
15th October 2013
hvað skal forðast fyrir heilbrigað skjaldkirtil
Fæða til að forðast fyrir heilbrigðan skjaldkirtil
29th October 2013
Show all

Matur sem bætir og eflir vanvirkan skjaldkirtil

Matur sem bætir og eflir
Deildu á facebook

Eftir nýlega umræðu um skjaldkirtilinn og heilsu fékk ég spurningu frá Jóhönnu Kristófersdóttur sem segir;

“Ég hef einmitt verið að kljást við vanvirkan skjaldkirtil og langar endilega að vita meira um það mataræði sem ætti að forðast eða borða í hófi. Einnig ef þú lumar á hugmyndum til að hvetja skjaldkirtilinn.”

Mér fannst þetta áhugaverð spurning og ég hélt kannski að þú kæri lesandi myndi gagnast af þessu svari líka! Byrjum á því að koma á hreint hvar skjaldkirtill þinn er staðsettur áður en haldið er lengra.

Skjaldkirtill þinn er staðsettur í hálsinum og framleiðir hormón sem eru mikilvæg fyrir heilbrigða meltingu og jákvæða orku og skap þitt. Á meðan fæðan ein og sér mun líklega ekki lækna starfsemi skjaldkirtilsins, getur hún stutt við hefðbundna læknismeðferð, og bætt heilsuna og skjaldkirtilsvirknina. Þannig að til þess að koma skjaldkirtlinum í rétt horf er mjög hjálplegt að neyta næringarefna sem líkamann skortir.Fæðan hjálpar jú alveg greinilega og er ég með fyrir þig tvær fæðutegundir sem bæta og efla virkni skjaldkirtils.

Fyrsta fæðan sem ég myndi mæla með fyrir þig er sjávarþang! Það hljómar kannski ekki spennandi en sjávarþang er rosalega öflug viðbót í mataræðið. Það inniheldur mikið af nauðsynlegum næringarefnum fyrir heilbrigða lifur og afeitrun hennar, sem er eitt helsta kerfið/vopnið sem við horfum í þegar kemur að kjörheilsu og meðferð á sjálfsofnæmi einsog Hashimoto sjúkdómnum.

seaweed

Sjávarþang inniheldur hvað mest af vítamínum og steinefnum en nokkur annar matarflokkur. Ekki nóg með það heldur eru öll steinefni sem líkaminn þarf fyrir góða heilsu í sjávarþangi, þ.m.t. kalsíum, joð, fosfór, sódíum, og járn. Sjávarfangið styrkir m.a. hjartað og ónæmiskerfið, og getur haft stjórn á meltingunni.

Í öðru lagi vil ég mæla með mat sem bætir efnaskiptin og brennsluna hjá þér. Ég myndi ráðleggja þér að borða t.d. mat sem innheldur mikið af ómega-3 fitusýrum. Ómega-3 fitusýrur geta hraðað efnaskiptum í líkamanum og gegnt því hlutverki að draga úr óhóflegum matalöngunum á meðan skjaldkirtillinn er ekki að virka eins og skyldi. Fiskur og kaldpressaðar olíur eru góðir kostir hérna!

Omega-3

Jóhanna og fleiri; ég vona að þið íhugið mínar tvær helstu fæðutegundir til þess að bæta úr og efla virknina í skjaldkirtlinum.

Hvað kom þér á óvart í þessari grein? Er eitthvað af þessum fæðutegundum sem þú mættir neyta meira af?

Segðu mér frá í spjallinu hér að neðan og við köfum dýpra..

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

 

ps. fylgstu með í næstu viku þar sem ég held áfram með bannlista fyrir fólk með vanvirkan skjaldkirtil!

 

20 Comments

 1. Edda Sigurbjarnadóttir says:

  Það sem kom mér á óvart í þessari grein er að sjávarfang skuli efla virkni skjaldkirtilins.

 2. Elísabet Pálmadóttir. says:

  Sæl Júlía og takk fyrir þennan pistil,…ég hef aldrei borðað sjávarþang en hinsvegar mikinn bleikan fisk.
  Spurning mín er hvar fær maður söl og annað þang ?
  bestu kveðjur
  Elísabet.

  • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

   Sæl Elísabet, ég hef keypt söl frá íslensk náttura og á sínum tíma keypit ég frá bónda á bændamarkaði en þú ættir eflaust að fá slíkt hjá hagkaup, lifandi markaði eða heilsuhúsinu 😉
   Ég hef einnig séð sjávarþang frosið í bónus frá sollu og trúlega í fleiri verslunum.

 3. Elva Gunnlaugsdóttir says:

  Sæl Júlía. Takk fyrir pistilinn. Ég hef stundum nartað í söl en er ekki æðislega sólgin í það. Hvernig er t,d, með þaratöflur? Ég er sólgin í steinselju og ríf í mig heilum poka á 5 mín.hef svo mikla trú á að ég sé að gera mér gott með henni. Hvað segir þú um hana?(steinseljuna ) Þegar ég gekk með börnin mín þá át ég stundum 3 poka á dag.
  Kveðja Elva

  • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

   Sæl Elva,

   Ég trúi stórlega á það að allt sé gott í hófi og líka það holla, en það sem ég hef tekið eftir hjá bæði mér og þeim konum hjá mér í heilsumarkþjálfun að þegar áberandi löngun í ákveðna fæðu hefur komið upp er einhverskonar ójafnvægi í næringu og er það undirliggjandi orsökin. Það að þú sért sólgin í steinselju segir mér til um að líkami þinn gæti verið að kalla á eftir einhverju næringarefni í steinselju akkurat núna. Þetta er alls ekkert slæmt Elva, og get ég ekki séð það bara svona hvaða næring það er nákvæmlega sem líkami þinn er að kalla eftir en það sem ég get ráðlagt þér er að gæta hófs 😉

 4. Björnfríður says:

  Sæl
  Ég er búin að vera mjög svo framtakslaus og þreytt síðasta árið með leiðinlegar neglur og bara allt ómögulegt….hef verið að fara til læknis og er núna að taka tvennskonar þunglyndislyf ásamt gabapentín vegna vefjargigtar verkja, ég er búin að biðja um að ath með skjaldkyrtil og d vítamín og einnig b12…það er lítið hlustað og allt skrifað á vefjagigt og þunglundi
  Kveðja Fanney

  • Sólveig G says:

   Já sæt 🙂
   Ég hef verið í sama pakkanum í nær 3 áratugi.Alltaf ef ég fór til læknis og hvartaði undan þróttleysi,ógurlegum höfuðverkjaköstum,verkjum í skrokknum,liðamótum,kuldaköstum,mynnistapi,heyrnatapi…..já bara nefndu það…þá alltaf allt skrifað á þunglyndið mitt.Fyrir þrem árum var ég öll orðin í klessu,steig varla í lappirnar,svaf í flíspeysu og ullarsokkum,gat ekki tekið úr uppþvottavélini í einum rikk því ég stóð á öndini af mæði.Það lak úr augunum á mér nær stanslaust,ég var eiginlega eins og gúmmí,mikið slím í hálsinum og mikill þrýstingur og mér fannst ég alltaf þurfa að vera kingja einhverju sem þrýstist nánast upp í munn.Ég svaf nánast allan sólakringinn,ég gat ekki staðið upp hjálparlaust aðallega vegna verkja og eins þróttleysis.Verst fannst mér að ég stóð alltaf á öndini og gat lítið sem ekkert gert.
   Þegar ég fór eina ferðina enn til læknis þá byrjaði hann á mæla blóðþrýstinginn sem var í svo háum hæaðum að mér var gefið lyf á staðnum.Blóðprufa daginn eftir og keyrð á bráðamóttöku morgunin eftir þegar komið var út úr blóðprufunum.Mælingin á Skjaldkirtilshormón sem á að vera í kringum 4 var 100 hormón sem á að vera á milli 12 og 15 var 1.Kóleserólið var í 12.Blóðið var ekki gott.Ég skalf og nötraði úr kuld inni á spítalanum.Núna hef æeg verið á lyfjum í tæp 3 ár og fannst mér ég bara vera að verða full frísk.En það er ekki alveg.Munurinn er bara svo mikill þegar maður er orðin svona veikur.
   Á einhverri blóðprufu fyrir um 19 árum kom fram eitthvert skjaldkirtilsrugl,ég var kölluð aftur í blóðprufu til að kanna það,og viti menn á þessum tveim dögum sem liðu á milli blóðprófa þá var skjaldkirtillinn eins fínn og hugsast getur.
   Gangi þér vel.

 5. Alma Hrönn says:

  Takk fyrir þennan fróðleik um skjaldkirtilinn, það veitir ekkert af meiri fræðslu og verður áhugavert að sjá hvaða mat þú mælir með að forðast.
  Það hefur reynst mér mjög vel að taka þaratöflur, hef þurft að taka þær í stórum skömmtum á tímabilum. Hef helst keypt þær í Jurtaapótekinu enda þægilegt að taka þær inn og nóg af góðum steinefnum.

 6. Þuríður Ágústa Gestsdóttir says:

  Takk fyrir fróðlega grein, er ekki sjáfarþang eingöngu selt sem þaratöflur, og er óhætt að taka meira af þeim en það sem er uppgefið á glösunum?

 7. Sólveig G says:

  Góð grein og þörf.Mér finnst söl afskaplega góð en borða hana of sjldan.Nú verður breyting á.

  • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

   Takk fyrir Sólveig og gott að heyra að þú ætlir að gefa sölum meira rými í mataræðinu. Gangi þér vel.

 8. Erna G says:

  Glöð að heyra þetta með sjavarþangið. Ég elska söl!

 9. Margret Haraldsd says:

  Það kom aldrei fram hvort þaratöflur komi í staðinn fyrir söl eða hjálpi til í staðinn,
  þætti gott að fá svar við því? fyrirfram þakklæti og kveðja.
  Margrét

  • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

   Sæl Margrét, Þaratöflur innihalda joð sem er gott fyrir skjaldkirtilinn, þannig ef þér finnst söl vont þá getur þú nýtt þér þaratöflur í staðinn.

 10. Elín says:

  Takk fyrir fróðleikinn, getur einhver bent mér á uppskriftir eða hugmyndir um hvernig er gott að nota söl og sjálfarþang í matreiðslu?

 11. Ása says:

  Sæl.
  Takk fyrir þennan fróðleik. Veistu til þess að fólk geti verið með vanvirkan skjaldkirtil þrátt fyrir að blóðprufa sýni það ekki. Ég tengi við öll þessi einkenni auk fleiri sem ég hef lesið um annars staðar en hef mælst í lagi í blóðprufu.

 12. Guðrún says:

  Mikið var gott að lesa þessar greinar sé mína líðan í þeim ,hef verið greind með vefjagig en nú er ég búin að fara í blóðprufu og verður gott að fá út úr henni.ég mun fara strax og fá mér þaratöblur ,
  Mér finnst sjálfsagður réttur okkar að biðja um blóðprufu ef okkur grunar að það sé ekki allt í lagi.ekki bara segja þetta er vefjagigt ?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *