Fæða til að forðast fyrir heilbrigðan skjaldkirtil
Matur sem bætir og eflir
Matur sem bætir og eflir vanvirkan skjaldkirtil
22nd October 2013
ókeypis námskeið
Farðu í flotta kjólinn…fyrir jólin!
5th November 2013
Show all

Fæða til að forðast fyrir heilbrigðan skjaldkirtil

hvað skal forðast fyrir heilbrigað skjaldkirtil
Deildu á facebook

Ein algeng orsök fyrir vanvirkum skjaldkirtli er skortur á joði en líkaminn framleiðir ekki sjálfur joð.

Eins og ég sagði frá í fyrra bloggi mínu þá getur undirliggjandi ástæða fyrir vanvirkni skjaldkirtils verið ástand sem kallast Hashimoto sjúkdómur. En vanvirknin getur einnig stafað af öldrun og/eða tengst vandamálum í öðrum tengdum kirtlum. Ef þú veist ekki hvort þú glímir við vanvirkan skjaldkirtil getur þú byrjað á því að skoða helstu einkennin og athuga hvort þú tengir við þau.

Fyrstu einkenni eru yfirleitt þróttleysi, þreyta, verkir í vöðvum og liðum, sinadráttur, viðkvæmni gagnvart kulda, höfuðverkur og tíðatruflanir. Húðin er oft þurr og föl, neglur þunnar og brothættar og hárið þunnt. Síðar koma alvarlegri einkenni eins og bjúgur, blóðleysi, heyrnarskerðing, þykk tunga, hjartastækkun og hægur púls, andnauð og lægri líkamshiti.

Ef þú glímir við vanvirkan skjaldkirtil getur þú íhugað að taka inn joð og B-vítamín sem bætiefni og aukið þessar fæðutegundir hér.

En þá er komið að stóru spurningunni “hvað ættir þú að forðast?” og “ Er óhætt að taka eina eða 1 1/2 lúku af spínati á dag?”

Með því að sneiða hjá fæðu í mataræði þínu sem orsakar vanvirkni getur þú haldið einkennum í skefjum og hámarkað heilsu skjaldkirtilsins og vellíðan.

Og það er það sem við viljum fyrir þig Edda.

Þannig hvað á að forðast?

Fyrsta fæðan sem ber að forðast er:

Viðbættur sykur:

Viðbættur sykur, einsog hvítur reyrsykur, kornsýróp, þrúgusykur/glúkósi, frúktósi, og maltósi, bætir við kalóríum og sætu en afar litlu næringargildi í matinn. Líkt og efnabættar hveitiafurðir, þá geta viðbættar sykur afurðir raskað blóðsykrinum, skaplyndi, og orkunni og gert þér erfiðara fyrir að hafa stjórn á matarlystinni og þyngd þinni.

150924_Sweetner _KDM_

Að neyta óhóflegs magns af sykruðum matvörum og drykkjum skilur líka eftir minna rúm til að neyta náttúrulegra sætinda sem er mælt með gegn vanvirkum skjaldkirtli, einsog bláber og kirsuber. Notaðu stevía út í kaffið og forðastu sykurinn eins og þú getur með því t.d. að létta undir sykurþörfinni með hráum náttúrulegum sætinda eftirréttum úr “Sektarlaus sætindi fyrir mjórra mitt” rafbókinni sem þú fékkst við skráningu á heimasíðu minni.

Það næsta á listanum er (og hérna kem ég að spínat spurningunni)..

Ákveðið grænmeti:

Þrátt fyrir að vera dýrindis uppspretta af andoxunarefnum og trefjum þá getur sumt grænmeti truflað skjaldkirtilsstarfsemina og meðferð við henni. Af þessum ástæðum, þá mælir t.d. Læknamiðstöðin við Háskólann í Maryland með því að sneiða fram hjá spínati, grænkáli, og brokkólí ef að skjaldkirtillinn er vanvirkur. Veldu frekar grænmeti sem fer betur samhliða skjaldkirtlinum.

Svo ef spínat er á bannlistanum og þú kannast við einkenni á vanvirkum skjaldkirtli og/eða ert meira segja búin að láta kíkja á það hjá lækni myndi ég forðast slíka fæðu og frekar kjósa grænmeti sem er æskilegt fyrir þig.

Það síðasta á listanum mínum í dag er glúten.

Glúten:

the-pros-and-cons-of-a-gluten-free-dietGlúten er geymsluprótein í hveiti, byggi, og rúgmjöli. Á meðan glúten er mörgum meinlaust, þá er samhengi milli glúten óþols og skjaldkirtils sjúkdómsins. Ef þú upplifir það að neysla á glúten matvörum hrindir af stað einkennum eða gerir einkennin verri, þá gætir þú verið með glúten óþol eða viðkvæmni. Þetta er eitthvað sem ég fer djúpt í í 6 mánaða hópþjálfun minni sem hefst aftur í byrjun næsta árs, þannig ef þú vilt vera meðal þeirra fyrstu sem fá að vita nánar um það, hoppaðu þá um borð á biðlistann og við látum þig vita um leið!

Edda, ég vona innilega að þetta hafi svarað spurningu þinni!

En kæri lesandi, nú þætti mér vænt um að heyra frá þér!

Tengir þú við einhver einkenni af vanstarfsemi skjaldkirtilsins? Ef þú veist nú þegar að þú hefur vanvirkan skjaldkirtill hversu fljótt komstu að því og hvernig?

 

Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan og segðu mér frá!

Þar til næst..

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

3 Comments

 1. Guðlaug Baldursdóttir says:

  Ég þekki öll þessi einkenn hérna að ofan, en búið er að drepa skjaldkyrtilinn minn með joði,/geislun, en ég var samt með öll þessi einkenni, þó hann hafi veirð ofvirkur, og ég fitnaði um 22 kg. sem ég virðist ekki ná af mér. Líst vel á þetta hjá þér.
  kveðja
  Guðlaug Björk baldursdóttir, [email protected]

 2. Íris Kristjánsdóttir says:

  Gagnleg grein takk fyrir, ég er búin að gíma við vanvirkan skjaldkirtil í tíu ár og er fyrst núna að finna almennilegar upplýsingar. Langaði að spyrja þig hvort þú gætir þýtt fyrir mig orðið “Goitrogenic ” ?
  Ég fann góða vefsíðu um daginn sem talar um að “Goitrogenic foods” sé það sem vinnur gegn joðupptökunni úr fæðunni. hér er linkur á síðuna og á listann sem talinn er upp um fæðutegundir sem á að forðast: http://lowthyroiddiet.com/foods-to-avoid.htm

  Ég þekki bara engan sem veit hvað þetta orð þýðir.

  Kv. Íris

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *