Lúxus hafragrautur með bananamjólk
Túrmerik hummus
Túrmerik hummus með steinseljusalati
30th January 2017
Af hverju sækjum við í sykur
“Af hverju við sækjum í sykur” á Facebook Live í dag!
14th February 2017
Show all

Lúxus hafragrautur með bananamjólk

lúxus hafragrautur
Deildu á facebook

DSC_0805-min

Þorir þú í sykurlausan morgun?

Þetta er þitt tækifæri að fá ókeypis uppskriftir, innkaupalista, hollráð og ná að léttast, auka orkuna og finna fyrir vellíðan jafnvel þótt þú sért í ferðalagi. Ekki leyfa óþarfa venjum að skemma fyrir þér.

Með einni sykurlausri uppskrift á dag..

Smelltu hér til að hoppa um borð í sykurlausu lestina og fáðu strax uppskriftir og innkaupalista fyrir viku 2 ásamt aðgangi að sérstakri lokaðir facebook grúppu og sykurlausri stemmningu!

Vissir þú að ein helsta orsök sykurlöngunar er vegna skorts á næringarefnum? Eins og magnesíum, góðri fitu, próteini, króm og fleirum.

náttúrulega sæt og hlýja kroppinn á sama tíma

 

Fæðutegundir sem slá á sykurlöngun er þema hverrar viku fyrir sig í gegnum áskorunina. Lykilfæðutegundir þessa viku eru bananar/hindber, kókosolía og kryddjurtir. Einhver af þem innihaldsefnum finnur þú í þessari dásamlegu uppskrift hér að neðan.

 

DSC_0812-min

 

Þessi er stútfullur af næringu sem gefur orku fyrir daginn.

 

DSC_0790-min

 

Lúxus hafragrautur með bananamjólk

Hafragrautur

1 bolli hafrar
1/4 bolli þurrkuð mórber
1 3/4 bolli vatn
1 bolli vökvi (vatn/möndlu- eða haframjólk)
1/2 tsk vanilluduft
1/2 tsk salt

Chai rjómi (sjá uppskrift hjá Chiagraut með chai rjóma) eða bananamjólk

1/2 bolli Hindber (ef þið notið frosið leyfið að þiðna)

1.Setjið hafra, vökva og mórber í pott. Leyfið suðu að koma upp, lokið pottinum og lækkið undir hellunni. Leyfið að malla í 5-10 mín. Hrærið þá vanillu og salti saman við.

2.Maukið hindber í sultu og setjið yfir grautinn ásamt rjóma eða rjóma að vali. Hrærið örlítið samanvið og berið fram með mórberjum og ferskum bláberjum. Njótið sem lúxusmorgunverð.

Hollráð: Setjið hafra og vökva í pott nóttina áður, þá er grauturinn fyrr að eldast.

 

Bananamjólk

1 bolli vatn
1/2 bolli kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 4 klst eða yfirnóttu
1 frosinn banani
4 dropar stevia án bragðefna eða með vanillu
1/2 tsk vanilluduft

 

1.Kvöldið áður: Sneiðið banana og setjið í frysti í plastboxi eða poka. Setjið kasjúhnetur í bleyti í skál og leyfið að standa yfir nótt.

2.Um morguninn eða kvöldið eftir: Hellið vatninu af hnetunum og skolið örlítið. Setjið í blandara ásamt rest af innihaldsefnum og vinnið þar til silkimjúkt.

3.Smakkið og bætið steviu eða vanillu eftir þörfum. Geymist í glerkrukku í kæli í allt að 3-5 dögum.

Bananamjólkin er einnig góð sem millimál með Banana Orkustöngum.

 

Sérstakar þakkir fyrir marmaraplötu frá Granítsmiðjunn og borðbúnað frá Fakó

 

[ulp id=’4oNEXp1RTo7rOYto’]

 

 

 

Sjáumst í sykurlausu áskoruninni! Smelltu hér ef þú ert ekki skráð/ur

Láttu vita ef þú ert með í áskorun og hver þín uppáhalds uppskrift hefur verið hingað til! Fjörið gerist í spjallinu.

Ef þér líkaði greinin, smelltu á like á facebook og deildu með vinum og ekki hika við að skrá þig í sykurlausu áskorunina (á meðan þér enn gefst tími), sykurleysið verður bráðum leikur einn fyrir þér!

Umfram allt, eigðu yndislega viku
Heilsa og hamingja,
jmsignature

2 Comments

 1. Guðbjörg Þórhallsdóttir says:

  Hæ!Mér gekk eitthvað illa að skrá mig og missti af fyrstu vikunni, þ.e.s innkaupalistanum og rafbókinni.
  En ég byrjaði nú samt á eigin spýtur að borða sykurlaust, síðan fékk ég innkaupalistann og uppskriftir fyrir viku 2 og hefur gengið ljómandi vel. Orkan er meiri og liðirnir betri.
  En nú langar mig bara að halda áfram og fá ennbetri útgáfu af sjálfri mér. Er einhver möguleiki að fá rafbókina með öllum uppskriftunum þó svona langt sél liðið á áskorunina.
  Með bestu kveðju, Guðbjörg Þórhallsdóttir.

  • Júlía heilsumarkþjálfi says:

   Sæl Guðbjörg! Æðislegt að heyra og gaman að hafa þig með okkur í áskorun. Það er hvetjandi að heyra að þú viljir halda áfram og verða besta útgáfan af sjálfri þér, það er því miður ekki hægt að kaupa rafbókina aftur á móti erum við akkurat að opna fyrir ókeypis kennslusímtal “Tvöfaldaðu orkuna, losnaðu við aukakílóin án erfiðis og náðu stjórn á heilsunni 2017” næsta þriðjudag 21.febrúar!
   Það er ókeypis að vera með í því og ég deili þeim 5 skrefum sem þú getur hafið strax að skapa lífstíll og orðið besta útgáfan af sjálfri þér!
   Þú getur skráð þig hér ókeypis fyrir símtalið, http://nyttlifnythu.is/
   munum ég deila svo með hvernig hægt er að halda áfram með Nýtt líf og Ný þú þjálfun 🙂

   Vonast að hafa þig með á línunni

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *