Lúxus hafragrautur með bananamjólk
Túrmerik hummus
Túrmerik hummus með steinseljusalati
30th January 2017
Af hverju sækjum við í sykur
“Af hverju við sækjum í sykur” á Facebook Live í dag!
14th February 2017
Túrmerik hummus
Túrmerik hummus með steinseljusalati
30th January 2017
Af hverju sækjum við í sykur
“Af hverju við sækjum í sykur” á Facebook Live í dag!
14th February 2017
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Lúxus hafragrautur með bananamjólk

lúxus hafragrautur
DSC_0805-min

Þorir þú í sykurlausan morgun?

Vissir þú að ein helsta orsök sykurlöngunar er vegna skorts á næringarefnum?

Eins og magnesíum, góðri fitu, próteini, króm og fleirum.

Lykilfæðutegundir sem slá á sykurlöngun eru bananar/hindber, kókosolía og kryddjurtir. Einhver af þeim innihaldsefnum finnur þú í þessari dásamlegu uppskrift hér að neðan.

DSC_0812-min

Þessi er stútfullur af næringu sem gefur orku fyrir daginn.

Lesa einnig:

Hugmyndir að hollum morgunmat

Uppáhalds Acai skál eiginmannsins

Kókosjógúrt með stökku múslí og kakómjólk

DSC_0790-min

Lúxus hafragrautur með bananamjólk

Hafragrautur

1 bolli hafrar
1/4 bolli þurrkuð mórber
1 3/4 bolli vatn
1 bolli vökvi (vatn/möndlu- eða haframjólk)
1/2 tsk vanilluduft
1/2 tsk salt

Chai rjómi (sjá uppskrift hjá Chiagraut með chai rjóma) eða bananamjólk

1/2 bolli Hindber (ef þið notið frosið leyfið að þiðna)

1.Setjið hafra, vökva og mórber í pott. Leyfið suðu að koma upp, lokið pottinum og lækkið undir hellunni. Leyfið að malla í 5-10 mín. Hrærið þá vanillu og salti saman við.

2.Maukið hindber í sultu og setjið yfir grautinn ásamt rjóma eða rjóma að vali. Hrærið örlítið samanvið og berið fram með mórberjum og ferskum bláberjum. Njótið sem lúxusmorgunverð.

Hollráð: Setjið hafra og vökva í pott nóttina áður, þá er grauturinn fyrr að eldast.

Bananamjólk

1 bolli vatn
1/2 bolli kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 4 klst eða yfirnóttu
1 frosinn banani
4 dropar stevia án bragðefna eða með vanillu
1/2 tsk vanilluduft

1.Kvöldið áður: Sneiðið banana og setjið í frysti í plastboxi eða poka. Setjið kasjúhnetur í bleyti í skál og leyfið að standa yfir nótt.

2.Um morguninn eða kvöldið eftir: Hellið vatninu af hnetunum og skolið örlítið. Setjið í blandara ásamt rest af innihaldsefnum og vinnið þar til silkimjúkt.

3.Smakkið og bætið steviu eða vanillu eftir þörfum. Geymist í glerkrukku í kæli í allt að 3-5 dögum.

Bananamjólkin er einnig góð sem millimál með Banana Orkustöngum.

Sérstakar þakkir fyrir marmaraplötu frá Granítsmiðjunn og borðbúnað frá Fakó

Ef þér líkaði greinin, smelltu á like á facebook og deildu með vinum!

Umfram allt, eigðu yndislega viku

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

1 Comment

  1. Júlía heilsumarkþjálfi says:

    Sæl Guðbjörg! Æðislegt að heyra og gaman að hafa þig með okkur í áskorun. Það er hvetjandi að heyra að þú viljir halda áfram og verða besta útgáfan af sjálfri þér, það er því miður ekki hægt að kaupa rafbókina aftur á móti erum við akkurat að opna fyrir ókeypis kennslusímtal “Tvöfaldaðu orkuna, losnaðu við aukakílóin án erfiðis og náðu stjórn á heilsunni 2017” næsta þriðjudag 21.febrúar!
    Það er ókeypis að vera með í því og ég deili þeim 5 skrefum sem þú getur hafið strax að skapa lífstíll og orðið besta útgáfan af sjálfri þér!
    Þú getur skráð þig hér ókeypis fyrir símtalið, http://nyttlifnythu.is/
    munum ég deila svo með hvernig hægt er að halda áfram með Nýtt líf og Ný þú þjálfun 🙂

    Vonast að hafa þig með á línunni

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *