Leynast skaðleg E-efni í matnum þínum?
Settu þetta í nestisboxið…
2nd September 2014
Lífrænar afurðir
Fæðutegundir sem þú þarft EKKI að kaupa lífrænar
16th September 2014
Settu þetta í nestisboxið…
2nd September 2014
Lífrænar afurðir
Fæðutegundir sem þú þarft EKKI að kaupa lífrænar
16th September 2014
Show all

Leynast skaðleg E-efni í matnum þínum?

skaðleg E-efni

Eru virkilega 7 E-efni í þessari samloku?

Þetta sagði vinur minn þegar hann var rétt að fara bíta í “heilsusamlegu” samlokuna sem hann hafðu svo samviskusamlega keypt sér.

Þegar betur var gáð sáum við að það voru rúm 7 mismunandi E-efni í samlokunni.

Mér finnst ekki skrítið að hann hafi keypt hana, þar sem samlokan leit virkilega út fyrir að vera heilsusamleg á umbúðunum.

Ég talaði svolítið um hvað innihaldslýsingar þýða hér

E- númer eða E-efni geta verið ýmiskonar andoxunarefni, varðveisluefni, matarlitir, þykkingarefni eða til dæmis sætuefni. Ekki öll E efni þurfa endilega að vera slæm fyrir þig en E-efnin innihalda oft óskráð og óæskieg efni unnin úr dýrum eða skordýrum.

Rannsóknir sýna að með reglulegri neyslu á skaðlegum E-efnum og unnum mat getur leitt til krabbameins, hás blóðþrýstings og bældu ónæmiskerfi.

Önnur rannsókn, frá South-Hampton Háskóla sýnir einnig fram á skaðsemi þeirra á börnin okkar, en þar kemur fram að þau hafa neikvæð áhrif á skap og einbeitingu.

Mitt hollráð til þess að forðast skaðleg E-efni í nestinu þínu er að búa það til sjálf!

Með því að taka heilsusamlegt nesti með þér tryggirðu þér ekki bara vellíðan og orku yfir daginn heldur einnig heilbrigðari líkama sem þú ert sátt og sjálfsörugg með.

Það er undirbúningsins virði!

Í síðustu viku deildi ég með þér tveimur tillögum að góðu og girnilegu nesti sem slær á sykurþörfina og gefur orku og hér koma tvær til viðbótar.

 

Nestis hugmynd 3:

 

 

 

Chia orkugrautur

~ Fyrir 1

(glútenlaust og vegan)

 

Chia fræin draga úr sykurlöngun. Lærðu meira um Chia fræin og geymslu þeirra hér

 

1/4 bolli Chia fræ

1 bollar vatn

1/4 bolli kókosmjöl

1/2 tsk hunang/stevia (val)

Ofaná: mangó, jarðaber og banani

 

1.   Blandið chia fræin við vatn og látið liggja í 5-10 mín eða yfir nóttu.

2.   Bætið kókosmjöli ofan á og hrærið saman.

3.   Skerið ferska ávexti og setjið í boxið.

 

 

Hafra kúlur

Þessar eru virkilega góðar með.

Sæktu uppskriftina með því að skrá þig á póstlista í bleika kassann hér undir greinina og fáðu ókeypis rafbókina okkar með. 😉

 

Nestishugmynd 4:

 

 

 

Samlokubrauð með hummus, avocadó og chilli pipar

~ Fyrir 1

(vegan)

Þessi samloka er stútfull af próteini og omega 3 fitusýrum sem slá á sykurþörfina og gefur orku út daginn!

 

Spelt brauð Júlíu

Hummus

1 avokadó

Chillipipar

Hemp fræ (val)

Handfylli af klettasalati

 

1.   Bakið spelt brauð

2.   Útbúið hummus eða kaupið í búð og berið á brauðið. Toppið með avokadó sneiðum, chilli pipar, hampfræjum og klettasalati.

 

Einfalt spelt brauð Júlíu

~ Gerir 1 veglegt brauð

(vegan)

 

4 bollar spelt

2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1/4 bolli hunang eða minna

2 1/8 bollar ósæt möndlumjólk

 

1.   Forhitið ofninn við 180°C.

2.   Berið smá kókosolíu í meðalstórt eða lítið brauðform.

3.   Sameinið öll þurrefni í stóra skál. Bætið hunangi og möndlumjólk við með sleif. Hnoðið og bætið við smá spelti ef deigið er klístrað.

4.   Setjið hráefnið í brauðformið og hyljið með álpappír yfir.

5.   Setjið í ofninn og bakið í 40 mín. Fjarlægið þá álpappírinn og bakið í 30 mín til viðbótar.

 

 

Gómsætar Gulrótarmúffur

~ Gerir 12 múffur

(Glútenlausar og vegan)

Gulrætur eru fullar af A-vítamínum og andoxunarefnum sem bæta minni og minnka bólgur líkamans.

Við birtum uppskriftina ekki fyrir löngu síðan hér og hún sló verulega í gegn, enda klárast þessar múffur fljótlega eftir að þær koma úr ofninum.

 

 

Segðu mér frá á spjallsvæðinu hér að neðan hvaða nestis tillaga höfðar til þín? Og hvað þú tekur vanalega með þér í nesti í vinnu eða skóla?

 

Fjörið gerist hér í spjallinu

 

Samhuga fólk stendur oft saman, svo ef þér fannst greinin áhugaverð, endilega deildu henni með vínkonu/vin á facebook 😉

 

Heilsa og hamingja

 

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *