Saðsamar kókos hrákúlur
3rd January 2013Saðsamar kókos hrákúlur
3rd January 2013
Það besta við þennan graut er hvað hann er fljótlegur í undirbúningi og hversu fá innihaldsefni eru í honum. En það eru aðeins 3 hlutir sem þú þarft að hafa fyrir kaupum á og það eru: chia fræ, quinoa flögur/fræ og granatepli!
Þetta er bæði nærandi og styrkjandi og algjörlega stútfullt af næringarefnum svo þú getur byrjað daginn með miklum krafti! Ekki láta stærðina á þessum örsmáu fræjum plata því þau eru algjörlega fullkomin fæða hvor á sinn hátt.
Chia fræjin eru ríkasta plöntu-uppspretta af omega-3 fitusýrum í heiminum og gefa þér langvarandi orku og úthald yfir daginn. Síðan eru Quinoafræin talin hin fullkoma próteinfæða, einnig eru þau glútenlaus sem gera þau auðmeltanlegri fyrir marga.Quinoa fræin er líka svo frábær því þau geta hentað í raun við hvaða máltíð sem er. Þú getur t.d. bætt þeim við salat eða sett í vefju í hádeiginu eða fengið þér þau í stað grjóna með aðalrétt.
Uppskrift:
Chia fræ í bleyti (1 á móti 4 af vatni)
Quinoa flögur eða fræ (1 á móti 3 af vatni)
smá salt (val)
1/4 af fræjum úr Granatepli
- Skolaðu quinoa fræin. Settu þau síðan í pott með vatni c.a 2 dl quinoa og 6 dl vatn. Láttu suðu koma upp og lækkaðu þá undir og láttu sjóða í 5-15 mín. (Ef þú ert með quinoa flögur taka þau aðeins 5-7 mín en quinoa grjón taka rúm 15 mín)
- í box eða skál sameinaðu þá c.a 1 dl chia fræ með 4 dl vatni, hrærðu eða hristu vel og láttu bíða í ísskáp/stofuhita.
- Afhýddu granateplið. Einfaldasta aðferðinn hér er að skera bút úr hýðinu og einfaldlega nota fingurnar til að rífa hann í sundur eins og með appelsínubörk. Tíndu út granateplin og settu þau í skál. Skolaði síðan með vatni og þá tekur þú eftir að eitthvað af hýðinu(ef það er til staðar) byrjar að fljóta efst.
- í morgunskál hrærðu chia og quinoa vel saman (bættu saltinu við hér – val) og toppaðu með brakandi ferskum granateplum!
Hér hefur þú orkuríkan og nærandi graut fyrir líkama og sál! Mundu að næra sjálfan þig fyrst en ekki gleyma öðrum, útbúðu fyrir fleiri líka og byrjaðu morgnana heilsusamlega með allri fjölskyldunni!
Hollráð til að njóta grautarins enn frekar:
- Leggðu Quinoa í bleyti yfir nóttu, þá eldast þau fyrr.
- Fyrir vikuna (t.d á sunnudagskvöldi) leggðu chia fræjinn í bleyti í plastbox og geymdu í ísskáp og útbúðu quinoa fyrir vikuna allt í einu. = geymdu þetta tvennt í ískápnum og hitaðu einfaldlega upp quinoa í potti í 2 mín með smá vatni rétt áður en þú færð þér!
- Quinoa og Chia geymst vel í kæli í allt að 5-7 daga!
Settu lítinn lífrænann dökkann súkkulaði mola útí grautinn og hrærðu þar til súkkulaðið bráðnar, hér færð þú smá auka ást úr grautnum!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
1 Comment
.