
Hinn fullkomni vegan jólaís
2nd December 2024
Frískandi bólgueyðandi drykkur fyrir hormónajafnvægi og vellíðan
14th January 2025
Hinn fullkomni vegan jólaís
2nd December 2024
Frískandi bólgueyðandi drykkur fyrir hormónajafnvægi og vellíðan
14th January 2025Það er svo heillandi að rölta um bæinn yfir hátíðirnar þar sem göturnar lýsast upp af jólaljósum og ilmur af ristuðum jólamöndlum fyllir loftið. Þessi sæti og hlýi ilmur kallar fram notalegar minningar um jólaviðburði, gleði og samveru.
Með þessum sykurlausu kanilhjúpuðu möndlum getur þú ekki aðeins skapað hátíðlega stemningu heldur einnig boðið upp á hollt og bragðgott snarl sem allir elska. Þær eru bæði fullkomnar sem nart á köldum vetrarkvöldum og skemmtileg viðbót við jólaborðið og jafnvel frábærar í litla gjafapoka fyrir vini og fjölskyldu.
Jólailmurinn, bragðið og hátíðarandinn þetta snarl býður upp á allt. Það er kominn tími til að bæta smá töfrum í jólaundirbúninginn og njóta þess að færa hátíðirnar heim með þessum heimatilbúnu kræsingum.
–
–
–
–
Jólamöndlur hjúpaðar með kanil og karamellu
Þessar færa ilminn af jólum sannarlega heim!
–
1/2 bolli vatn
2 msk kókospálmasykur/strásykur (ég notaði frá sweet like sugar hér)
2 tsk kanil
1 tsk stevia með karamellubragði (sjá athugasemdir)
Salt
1/4 tsk múskat
1/2 bolli möndlur
Einnig má nota 1 msk hlynsíróp og nokkra dropa af vanillu en karamellubragðið frá steviunni er ómissandi.
–
1. Hitið pönnu og fáið upp góðan hita.
2. Bætið u.þ.b. 1/2 bolla af vatni út pönnuna, eða sem nemur botnfylli á hana og hitið í smástund.
3. Bætið við sætugjafa og öllu nema möndlum. Hrærið þar til byrjar að sjóða á pönnunni.
4. Bætið næst möndlum við og hrærið stöðugt í við miðlungshita í 10-15 mín. eða þar til vatnið hefur gufað alveg upp og þess í stað myndað karamelluáferð um möndlurnar. Varist þó að brenna möndlurnar ekki og bætið við vatni ef þarf.
5. Leggið möndlurnar á bökunarpappír og leyfið að kólna í 2 klst. a.m.k.
6. Njótið sem hátíðlegt snarl!
–
–
Ég vona að þú prófir þetta holla jólasnarl!
Láttu svo vita í spjallið að neðan, hvað kemur þér í jólaskap?

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
