Hvernig ég vann bug á lötum skjaldkirtli
Gæti grænkál verið nýja mjólkin?
4th August 2015
Ertu alveg viss um að þú ættir að fara í megrunarkúr?
13th August 2015
Gæti grænkál verið nýja mjólkin?
4th August 2015
Ertu alveg viss um að þú ættir að fara í megrunarkúr?
13th August 2015
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Hvernig ég vann bug á lötum skjaldkirtli

latur skjaldkirtill

Latur skjaldkirtill

Spínat og skjaldkirtils greinin mín sem birtist fyrir rúmum 2 árum fékk yfir 12.000 deilingar á facebook svo ég vissi að umræðuefnið væri eitthvað sem þú hefðir virkilegan áhuga á.

Hef ég beðið spennt eftir því að deila með þér grein dagsins, því þetta er eitthvað sem ég veit að mun breyta hugmyndum þínum um vanvirkni skjaldkirtils.

Hefur saga mín frá því að greinast með latan skjaldkirtil og upplifa mig ráðavillta, orkulausa og í vangetu með að léttast…

…yfir í að standa í dag með heilbrigðan skjaldkirtil, þurfa tveggja tíma minni svefn en áður og hafa meiri stjórn á heilsu og þyngdartapi.

Það sem ég hef lært hefur ekki bara hjálpað mér að vinna bug á lötum skjaldkirtli með lífsstíl og mataræði, án nokkurra lyfjanotkunar heldur einnig þeim konum sem hafa verið hjá mér í Nýtt líf og Ný þú þjálfun.

Hvað er vanvirkur / latur skjaldkirtill?

Skjaldkirtill hægir á brennslustarfsemi líkamann og getur því verið orsakavaldur þess að margir ná ekki að léttast. Farðu hér til þess að lesa meira um einkenni þess sem fylgja vanvirkum skjaldkirtli.

Ég vil taka það fram að öll erum við ólík og því get ég aldrei gefið loforð um að þær leiðir sem ég notaði geti virkað á þig. Alltaf er best að vinna bug á lötum skjaldkirtli eins snemma og greining eða vitund um það fæst, eins og ég gerði. Hafa þessar leiðir hjálpað konum að efla starfsemi skjaldkirtils og efla brennslu mjög fljótt á meðan hjá öðrum tók það lengri tíma. Var það allt gert í samstarfi við lækna.

Hér er hvernig ég hvatti starfsemi skjaldkirtilsins

latur skjaldkirtill

Ég tók út fæðu sem dró úr hæfni líkamans að nýta joð…

Skjaldkirtillinn þinn framleiðir hormón sem hafa stjórn á notkun líkamans á orku, sérstaklega á notkun líkamsfitu. Til að framleiða þessi hormón krefst líkaminn steinefnis sem kallast joð. Efni í hráu spínati, grænkáli, brokkolí og fleira sem kallast Goitrogens getur dregið tímabundið úr hæfni líkamans til að nýta joð úr fæðu. Ég tók úr mataræðinu hráar afurðir í þessum fæðuflokkum og léttsteikti eða eldaði þær þess í stað.

 

Ég tók inn Joð…

Þegar skjaldkirtillinn er óheilbrigður þá nær hann ekki að geyma nægjanlegt joð. Þess vegna tók ég inn Joð í dropaformi í samráði við lækna til að efla starfsemi skjaldkirtilsins.

 

Ég passaði að hafa jafnvægi í fæðunni…

Í mínu tilfelli var of mikið af hráu grænmeti og of lítið af dýraafurðum sem olli því að skjaldkirtillinn minn starfaði hægar.

Er þetta góður minnispunktur um að hætta að hlusta á hvernig mataræði maður á og á ekki að borða og leyfa megrunarkúrunum að halda okkur trú um loforði sem kannski á ekki við okkur.

Ég tók inn vítamín sem efla skjaldkirtil…

Vítamín eins og zink, selen og d-vítamín er m.a eru mikilvæg til að efla starfsemi skjalkirtilsins og eru meðal þeirra sem ég bætti við.

 

Síðast en ekki síst hreinsaði ég líkamann með hreinni fæðu og lífsstílsþáttum

Margir þættir geta verið orsakavaldar fyrir vanvirkum skjaldkirtli, þ.a.m streita, mataræði og fleiri lífsstílsþættir og því hélt ég streitu í skefjum og hlúði vel að líkamanum.

Ég vona að þær leiðir sem ég deili með þér hjálpi að efla skjaldkirtilinn þinn og jafnframt opni augu þín hvað lífsstíll og mataræði getur hjálpað.

Ef þú vilt stuðning að taka skrefið lengra og setja aðferðirnar í framkvæmd að því að efla skjaldkirtilinn þinn og ná varanlegu þyngdartapi, orku og vellíðan væri frábært að hjálpa þér með Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem fer rétt að byrja. Geturðu farið hér til þess að læra meira, vera fyrst að frétta þegar þjálfun hefst og fá leiðarvísi með fæðu og uppskrift sem þú getur strax byrjað að neyta að náttúrulegu þyngdartapi, vellíðan og orku.

 

Vakti greinin áhuga þinn?

Ef svo er máttu deila með vinum þínum á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu sem glímir við vanvirkan skjaldkirtil eða upplifir hæga brennslu.

 

Mig langar að heyra frá þér!

Ert þú með vanvirkan skjaldkirtill ? Og vaknar jafnvel spurning hjá þér núna hvort þú gætir gert eitthvað af þessum atriðum til að hvetja hann?

Segðu mér frá því hér að neðan og köfum dýpra.

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

11 Comments

  1. Ragna Olafsdottir says:

    Eg er med vanvirkan skjaldkirtil

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Sæl Ragna, takk fyrir skilaboðin. Ég vona að greinin hafi verið þér gagnleg, er eitthvað sem þú hefur prófað hingað til, til að hvetja skjaldkirtilinn?

      • Sigurbjörg I. Magnúsdóttir says:

        Ég er með vanvirkan skjaldkirtil.Og ég hafði lesið um það að spínat gæti verið varasamt en spergilkál og allt hrátt kál vissi ég ekki um.Það er líka mjög gott að vita af þessu með joðið og hvaða vítamín á að taka. Takk fyrir það.

        • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

          Gaman að heyra að þú lærðir eitthvað nýtt Sigurbjörg, hlakka til að heyra meira frá þér.

  2. Harpa says:

    Sæl Júlía
    Hvar getur maður nálgast joð? Ég hef reynt árangurslaust að létta mig í langan tíma og hef reynt allt eins og maður segir. Hreyfing og breytt mataræði virðist ekki duga til…

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Sæl Harpa
      Joð-ið fæst hjá mammaveitbest, heilsubúð í kópavogi. En ég myndi sjálfsagt mæla með að þú ráðfærðir þig með lækni áður en þú tekur inn joð. Við erum að hefja þjálfun bráðlega sem heitir Nýtt líf og Ný þú sem ég veit að hefur hjálpað öðrum konum sem eru í sömu sporum og þú lýsir hér. Vona það besta fyrir þig og heyrumst fljótlega

  3. Rósa Skarphéðinsdóttir says:

    ‘Eg er með rokkandi skjaltkirtil ,þannig að í einni prufu getur hann verið mjög vanvirkur ,og svo er beðið í 4-6 vikur tekin önnur prufa þa er hann kanski á mörkonum og svo mánuði seinna þannig að hann sleppur er komin yfir mörkin,og þess vegna hef ég ekki farið á lif.En lýsingarnar passa alveg við hann,en ég einig með vefjagigt ,og þess vegna kanski skrifar maður margt á hana t.d, síþreytu og svefnleysi ,orkuleysi ,sem getur átt við hvorutveggja. Þettað er mjög áhuga verð grein og ég hafði ekki vitað að það væri svona slæmt að borða kálið hrátt, en ég hef eimmit gert meira af því að borða það hrátt,og gott að vita hvað vítamín maður á að taka.Takk fyrir .Rósa

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Frábært að heyra Rósa, ég veit að það getur verið erfitt að fá greiningu á skjaldkirtils vandamálum þar sem blóðprufa er ekki alltaf marktæk. Takkk fyrir að kvitta undir og gaman að heyra frá þér Rósa.

  4. Margrét says:

    Sæl,
    Áhugaverður pistill.
    Hvað er það í grænmetinu og dýraafurðunum sem hefur þessi áhrif á starfsemi skjaldkirtilsins? Var marktækur munur á mælanlegum gildum hjá þér fyrir og eftir að þú breyttir mataræðinu sem hefur haldist síðan? Veist þú hvort þú varst með vanvirkan skjaldkirtil vegna sjálfsónæmis?

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Sæl Margrét
      Takk fyrir svarið. Eins og ég sagði frá í greininni var einn stór rót vanvirks skjaldkirtill hjá mér ójafnvægi í dýraafurðum og grænmeti ásamt því að ég var að neyta of mikils af hráuu spínati og hráuu grænmeti. Ég var ekki með vanvirkan skjaldkirtill vegna sjálfsofnæmis. heilsa og hamingja Júlía

  5. Guðrún Nellý Sigurðardóttir says:

    Mjög athyglisvert. Takk fyrir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *