Sannleikurinn um sykur og megrunarkúra
31st May 2016Sælgætis íspinnar með kókos og jarðaberjum fyrir 17.júní
15th June 2016Sannleikurinn um sykur og megrunarkúra
31st May 2016Sælgætis íspinnar með kókos og jarðaberjum fyrir 17.júní
15th June 2016
Ég elska kryddjurtir, þær eru svo frískandi og dásamleg viðbót í mataræðið. Getur þú verið sammála?
Kryddjurtir eru einnig fullar af andoxunarefnum sem styðja við ónæmiskerfið og geta haft bólgueyðandi áhrif. Þær styðja einnig við hreinsun líkamans og eru ríkar af vítamínum og steinefnum eins og A, B og C vítamínum og kalki.
Í dag langar mig að sýna þér einfalda leið að sá kryddjurtum, ef þú ert að byrja.
Allt sem þú þarft er góðan pott eða ílangan bakka eins eins og ég nota, vikur steina og góða sáðmold ásamt kryddjurtum. Ef þú ert að að setja niður kryddjurtir í fyrsta sinn mæli ég með að kaupa forræktaðar plöntur og byrja á myntu þar sem þú þarft lítið sem ekkert að sinna henni. Aðrir kryddjurtir sem hægt er að bæta við væru steinselja, graslaukur, basil planta eða kóríander, allar eru þær frábær viðbót í kryddjurtagarðinn. Basil og kóríander er þó betra að geyma innandyra eða í kassa með hlíf.
Skref 1. Setja steina í pott eða bakka
Fyrir þá sem eru lengra komnir má láta útbúa fallega kassa í garðinn eða setja í pott eins og þú sérð graslaukinn hjá mér á myndinni.
Skref 2. Setjið sáðmold
Skref 3. Brjótið kryddjurtirnar og plantið í moldina
Skef 4. Þekið meiri mold og þjappið
Passið uppá að geyma bakkana ekki í suðurglugga svo þær fái skjól þess á milli eftir sólríka daga og fylgist vel með þeim og vökvið. Einnig má nota áburð t.d lífrænan áburð úr sjávargróðri en það þarf þó ekki. Það má einnig nota gróðurdúka til þess að hlífa plöntunum í byrjun. Ef þið sáið fræjum byrjið á því að geyma kryddjurtirnar inni.
Um að gera að bæta við grænkáli, klettasalati eða blaðsalati í garðinn þinn og njóta góðs af í sumar! Öll grænulaufblö
ð innihalda góða trefja sem getað bætt meltingu, aukið hreinsun og aukið ljóma. Ég nota t.d græn salöt sérstaklega mikið í hreinsunum sem og daglegu mataræði, enda tel ég það vera stólp að góðri heilsu.
Láttu vita í spjallið hér að neðan hvað ert þú að rækta í sumar og hvaða gróðurhúsaráð hefur þú aflað þér í gegnum tíðina?
Deildu næst með á samfélagsmiðlum ef greinin vakti áhuga.
Ég vona að þú hafir það gott í sumar, ef þú vilt eitthvað til að koma þér af stað með meiri orku og léttari líkama mæli ég með að skoða 1 dags matseðill hér og 5 daga matarhreinsun.
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
2 Comments
spennandi.
Ég hef alltaf átt láta kryddkörfu, set í nýja næstu daga. Tær snilld að eiga ferskt krydd.