Besta hnetublanda sem ég hef smakkað
6 hollari súkkulaði uppskriftir fyrir Valentínusardaginn
10th February 2025
Uppskriftirnar sem slóu í gegn 2024
3rd March 2025
6 hollari súkkulaði uppskriftir fyrir Valentínusardaginn
10th February 2025
Uppskriftirnar sem slóu í gegn 2024
3rd March 2025
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Besta hnetublanda sem ég hef smakkað

“Þetta eru bestu hnetur sem ég hef smakkað, hvað er eiginlega í þessu?”  Sögðu þrjár vinkonur mínar þegar þær smökkuðu af hnetublöndu minni einn laugardagseftirmiðdag.

Korteri áður en þær mættu áttaði ég mig á því að ég átti ,,ekkert” til að bjóða þeim, ég leitaði í skápana hjá mér og fann hnetublöndu mína, súkkulaði og te. Ég vonaðist svo bara til þess að þetta myndi redda málunum.

Umræðan breyttist fljótt í hvernig ég geri þessa hnetublöndu mína og þess vegna langaði mér að deila þeirri uppskrift með ykkur í dag.


Sjálf hef ég verið hútt á þessum hnetum í nokkra mánuði, ég geri mikið magn í einu og finnst gott að hafa til heima milli mála og taka með í krukkum þegar ég er á ferðinni.

Hnetublandan er nefnilega fullkomið millimál, hún seður löngunina í nart og eitthvað smá sætt. Næringarlega er hún próteinrík og styður við jafnan blóðsykur. Þar af leiðandi veita þær langvarandi orku. Allt sem við viljum í hollu millimáli.

Lykilinn að svona bragðgóðri hnetublöndu liggur í þessu þrennu:

  • Að velja lífrænar hnetur og þurrkaða ávexti
  • Að leggja hneturnar í bleyti og þurrka þær
  • Að nota mórber fyrir fullkomna sætu

Ég hef keypt lífrænar hnetur í Costco annars vegar en einnig í helstu matvörubúðum. Ég játa þó að ég hef ekki alltaf keypt lífrænar möndlur t.d. ef þær fást ekki en þykir mér miklu muna í bragði að kaupa allt annað lífrænt fyrir hnetublönduna.

Að leggja hnetur í bleyti og þurrka þær losar um ensím hindranir sem gerir hneturnar auðmeltanlegri ásamt því að upptaka próteina verður aðgengilegri líkamanum. Að auki bragðast þær dásamlega. Það fer eftir því hversu lengi þú þurrkar hneturnar, en því lengur því stökkari hnetur færðu. Fylgið uppskrift að neðan fyrir frekari upplýsingar um að leggja og þurrka hneturnar.

Mórber er sæt lítil þurrkuð ber, svipaðar og rúsínur í áferð. Mórberin hafa fengist hér á íslandi m.a. frá vörumerki Sollu og í heilsuhúsinu. Einnig hef ég keypt mórberin frá iHerb.


Lesa einnig:
Uppáhalds vörurnar mínar
Einfaldur hummus á tvenna vegu
Hráfæðis snickers sem allir elska


Hnetublandan mín

1 bolli valhnetur

1 bolli möndlur

1/2 bolli kasjúhnetur

½ bolli rúsínur

½ bolli mórber 

Aðferð

1. Byrjið á því að leggja hneturnar í bleyti. Setjið hneturnar í stóra skál og hellið vatni yfir, gott er að vatnið nái vel yfir hneturnar. Geymið við stofuhita yfir nóttu eða í a.m.k. 8 klst. Ekki er þörf að leggja rúsínurnar og mórberin í bleyti.

2. Skolið hneturnar vel með fersku vatni í gegnum sigti.

3. Setjið hneturnar í þurrkuofn við lægstu stillingu í um 48 klukkustundir. Því lengur sem þær eru þurrkaðar, því stökkari verða þær. Ef þú átt ekki þurrkuofn er hægt að nota bakaraofn stilltan á 48-50 gráður. Hafðu smá rifu á ofnhurðinni, til dæmis með því að setja sleif á milli, svo að raki sleppi út. Þurrkið í 8 klukkustundir, t.d. yfir nótt eða frá morgni til kvölds, og metið síðan hvort þær þurfi lengri tíma. Hneturnar ættu að vera þurrar, ekki blautar, og með örlítinn stökkleika.

4. Blandið öllu saman. Setjið hneturnar, rúsínurnar og mórberin í stóra skál eða krukku og hrærið eða hristið vel saman. Geymið og njótið.

Athugasemdir

Tvöfaldið eða þrefaldið uppskriftina og geymið í stórri glerkrukku heima. Passið að krukkan sé með innsigluðu loki sem hleypir ekki lofti inn til þess að hneturnar geymist ferskar lengur.

Ég get sagt það að það var afgangs súkkulaði í þessu laugardags vinkonu boði – en það voru ekki afgangs hnetur. Það hlýtur nú að segja eitthvað?!

Láttu vita í spjallið að neðan ef þú prófar og hvernig smakkast!

Vertu svo viss um að deila þessari færslu með vinkonu sem þarf á góðu orkuríku millimáli að halda.

Við sjáumst svo á Instagram  og Facebook fyrir fleiri ráð og uppskriftir.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *