Heimagerður fetaostur í kryddolíu
Heimagert majónes sem klikkar ekki
31st March 2025
Þrjár súkkulaði páskauppskriftir!
14th April 2025
Heimagert majónes sem klikkar ekki
31st March 2025
Þrjár súkkulaði páskauppskriftir!
14th April 2025
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Heimagerður fetaostur í kryddolíu

fetaostur, feta, heimagert

Heimagerður fetaostur er auðveldari en ég hélt.

Ég tók upp á því að gera minn eigin fetaost því ég hreinlega fann engan fetaost útí búð sem eru án raspolíu, repjuolíu eða olíu sem getur verið skaðleg líkamanum.  

Uppruni og vinnsluaðferð olíunnar skipta máli. Íslensk kaldpressuð repjuolía, unnin við lágt hitastig, er ekki skaðleg heilsunni. Hins vegar er afar ólíklegt að slík gæðaolía sé notuð í hefðbundinn fetaost í krukku sem fæst í verslunum.

Með því að búa til fetaost heima geturðu oft fengið sama magn fyrir svipaðan kostnað og fáeinar búðarkrukkur, en með þeim mikla mun að þú velur sjálf hráefnin og getur stutt við heilsuna með betri olíu og góðum kryddum.

Fetaosturinn sem ég deili með ykkur í dag er minn uppáhalds. Það er þó ótrúlega auðvelt að prófa sig áfram með mismunandi kryddblöndur. Ég setti nokkrar hugmyndir hér fyrir neðan til að þú getir leikið þér áfram og fundið þína uppáhaldsútgáfu.

Lesa einnig:
Páskakonfekt
Þrjár vegan samlokur fyrir ferðalagið
Sumarsalat með jarðaberjadressingu

Fetaostur í kryddolíu

2-4 glerkrukkur, fer eftir stærð
Fetakubbur ísl eða/og lífrænt grískur fetakubbur
Kaldpressuð olífuolía
Gróft sjávar salt
Svartur pipar grófmalaður eða/piparkorn
Rósapipar heill
Fersk steinselja smátt skorin
Blóðbergð (á ensku Artic Thyme, val)

Aðrar útfærslur:
Sítrónu feti: Sítrónubörkur, fersk steinselju, salt
Hvítlauks feti: Ferskur hvítlaukur, salt, piparkorn
Rótargrænmetis feti:Ferskur hvítlaukur, rósmarín, salt
Róandi feti: Lavender, piparmynta, salt (innblásið af geitaostinum sælubreka frá háafell)Sterkur feti: Ferskur chilli pipar, hvítlaukur, salt, pipar
Ítalskur feti: Ferskar ólífur, Steinselja, hvítlaukur, salt og pipar

Byrjið á því að hafa öll hráefnin til.

1. Skerið fetaostinn í hæfilega kubba og fyllið allar krukkurnar upp að helming með fetaosti.

2. Bætið helming krydda útá, setjið svo rest af fetaosti yfir og efst bætið rest af kryddum. Þetta finnst mér gott að gera til þess að kryddin blandast betur saman við fetaostin. Einnig má setja allt í krukkuna, loka og hræra vel en það getur orðið aðeins subbulegra.

3. Hellið olíu yfir krukkurnar. Gott viðmið er að hella olíu þangað til hún hylur fetaostinn. Lokið krukkum og geymið í kæli. Njótið þess að bera fram þennan dýrindis fetaost yfir salat, grænmeti eða á hina ýmslu fisk- eða kjötrétti.

Athugasemdir:

  • Hægt er að nota íslenska kaldpressaða repjuolíu t.d frá sandhóll sem er unnin við lágt hitastig.
  • Ég átta mig á því að magn af kryddum er ekki tekið fram í uppskriftinni en það getur verið afar einstaklingsmiðað og ekkert rétt eða rangt. Ég gerði 2 krukkur í stærra lagi úr einum fetakubb og voru þetta hér hlutföll mín. Í eina krukku setti ég ½ tsk salt, ¼ tsk svartur pipar, ½ tsk rósapipar, 1tsk – 1 msk af ferskri steinselju smátt skorin og ½ tsk blóðberg en það er aðalega til skreytingar. 

Nú langar mig að heyra frá þér, hefur þú prófað heimagerðan fetaost? Ætlar þú að skella þessari uppskrift á innkaupalista helgarinar?

Láttu vita í spjallið að neðan hvernig smakkast og taggaðu okkur @ lifdutilfulls á Instagram með þína útfærslu

Þekkur þú matgæðing sem elskar fetaost? sendu þeim þessa grein og deildi heilsunni áfram.

Við sjáumst svo á Instagram og Facebook fyrir fleiri ráð, uppskrifitr og innblástur.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *