Frískandi bólgueyðandi drykkur fyrir hormónajafnvægi og vellíðan
Kanilhjúpaðar jólamöndlur
9th December 2024
Kraftur þarmaflórunnar: Leiðin að betri heilsu
20th January 2025
Kanilhjúpaðar jólamöndlur
9th December 2024
Kraftur þarmaflórunnar: Leiðin að betri heilsu
20th January 2025
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Frískandi bólgueyðandi drykkur fyrir hormónajafnvægi og vellíðan

Í dag deili ég með ykkur nýjum og dásamlegum ananas túrmerik drykk. Þessi lúffengi drykkur er hannaður til að styðja við hormónastarfsemi, draga úr bólgum og veita orku. Uppskriftina er að finna í nýja leiðarvísinum okkar “Bólgueyðandi drykkir” ásamt 14 öðrum uppskriftum, sem er kaupauki fyrir alla sem skrá sig í Áskrift í janúar!

Leiðarvísirinn inniheldur 15 bólgueyðandi og frískandi uppskriftir, sem allar eru sérhannaðar til að styðja við orku, vellíðan og jafnvægi.


Engifer gefur þessum drykk bæði hlýjan og frískandi keim og hjálpar til við að draga úr bólgum og styðja við ónæmiskerfið. Túrmerik, sem er þekkt fyrir sterka bólgueyðandi eiginleika, eykur vellíðan og getur dregið úr verkjum. Chiafræin eru full af trefjum, omega-3 og próteini sem stuðla að jafnvægi og orku. Hempfræ eða kollagenduft gefa drykknum aukaprótein og styðja við heilbrigða húð, liðheilsu og hár.


Lesa einnig: 
Berjabúst fyrir breytingaskeiðið
Orkugefandi hnetusmjörsþeytingur sem vinnur á sykurþörf
Himneskur Mangó Lassi drykkur

Ljósmyndir í eigu
Ljósmyndir í eigu Claire Bear Bites.

Ananas túrmerik þeytingur

1 bolli möndlumjólk eða vökvi að eigin vali

2 bollar frosinn ananas

1 banani

1 klípa engiferduft eða 1 tsk. ferskt, rifið engifer

1 tsk. ferskt túrmerik (afhýtt) eða ½ tsk. túrmerikduft

1-2 msk. chiafræ (lögð í bleyti í 10 mínútur)

2-3 msk. hempfræ eða einn skammtur af kollagendufti frá Feel Iceland.



1. Setjið fyrst grunnhráefnin í blandara og hrærið vel saman.
2. Bætið svo við ofurfæðunum og hrærið á ný.



Láttu mig vita í spjallið að neðan hvort þú prófir þennan þeytingog hvernig smakkast!

Ekki gleyma svo að tagga okkur á Instagram ef þú gerir þér þennan drykk, við elskum að sjá ykkar útfærslur.


Lifðu til fulls áskriftin leiðir þig skref fyrir skref að heilbrigðum lífsstíl. Í hverri viku færðu vikuplan með nýjum uppskriftum, íhugun og heilsuráðum sem auðvelda þér að ná markmiðum þínum. Þú lærir að styðja við náttúrulega hreinsun líkamans, bæta meltingu, draga úr bólgum og halda blóðsykrinum í jafnvægi – til að skapa lífsstíl sem gefur þér jafnvægi og orku.

Skráðu þig núna og fáðu 40% afslátt og sérstakan kaupauka! Allir sem skrá sig í janúar fá kaupaukann Bólgueyðandi drykkir. Hann inniheldur 15 uppskriftir af frískandi og næringarríkum drykkjum sem styðja við hormónajafnvægi, bæta meltinguna og auka orku – fullkomið til að styðja við heilsusamlegan lífsstíl.

Vertu hluti af hvetjandi samfélagi og lærðu að bæta bæði orku og líðan á einfaldan hátt. Nýttu þér 40% afsláttinn og komdu í áskriftina til að finna þitt jafnvægi í lífsstíl sem þú nýtur að viðhalda.

Smelltu hér til að skrá þig í Áskriftina og fáðu kaupaukann Bólgueyðandi drykkir með aðeins í janúar.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *