Fæðutegundir sem þú þarft EKKI að kaupa lífrænar
skaðleg E-efni
Leynast skaðleg E-efni í matnum þínum?
9th September 2014
Grænn drykkur
Skref fyrir skref að góðum grænum drykk!
23rd September 2014
skaðleg E-efni
Leynast skaðleg E-efni í matnum þínum?
9th September 2014
Grænn drykkur
Skref fyrir skref að góðum grænum drykk!
23rd September 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Fæðutegundir sem þú þarft EKKI að kaupa lífrænar

Lífrænar afurðir

Hefur þú velt fyrir þér hvort þú eigir að kaupa allt lífrænt eða ekki?

Lífrænar afurðir geta verið kostnaðarsamar og er það oftast ástæða þess að mörg okkar fælast frá þeim.

Vissulega getur ákvarðanataka þín einnig farið eftir persónulegum ástæðum en það sem ég vil deila með þér í dag er eitthvað sem ég nota þegar ég versla mér inn grænmeti og ávexti sem gerir mér það kleypt að forðast skordýraeitur að mestu og spara pening.

Fyrst nokkur orð um skordýraeitur…

Það eru a.m.k tvær góðar ástæður fyrir því að borða lífrænt: minna af skordýraeitri og betri næring (einnig getur það verið töluvert bragðbetra).

Sum skordýraeitur, ásamt fosfötum sem geta verið notuð á uppskeru, eru þekkt fyrir að hafa truflandi áhrif á innkirtlastarfsemina, sem þýðir að þau hafa áhrif á hormónakerfið í líkamanum. Það er góð ástæða fyrir því að hafa áhyggjur af skordýraeitri þar sem hormón hafa áhrif á nánast alla starfsemi líkamans, frumuskiptingu, matarlist, efnaskipti og fleira.

Rannsókn frá Bandaríkjunum sýndi fram á að eiturefnamengun í hefðbundnum búskap sé sex sinnum meiri en í lífrænum. Þrátt fyrir að geta ekki líkt íslenskum búskap við þann bandaríska þá eru þetta áhugaverðar niðurstöður..

Í lífrænum búskap er ekki leyfilegt að nota tilbúinn áburð og hefðbundin eiturefni. Í vistvænum búskap hérlendis er áburður eiturefna takmarkaður en þó er ekki vitað nákvæmlega hversu mikil sú takmörkun er. Sjá nánar hér og hér.

Árið 2007 sýndi rannsókn sem gerð var af Newcastle háskólanum í Bretlandi að lífrænar vörur höfðu 40-58% hærri hlutfall af næringarefnum (m.a C vítamín, zink og járn).

 

Aðalatriðið:

 

Ef þú ert með áhyggjur af skordýraeitri og vilt síður þurfa að kaupa allt lífrænt hefur EWG (Enviromental working group) gefið út lista yfir “hreinustu” og “óhreinustu” fæðutegundirnar með tilliti til skordýraeiturs sem hjálpar þér að versla inn á skilvirkan hátt.

Ég persónulega nota lista þeirra alltaf þegar ég versla inn grænmeti og ávexti og líkar það vel. EWG eru stöðugt að uppfæra listan eftir nýjustu rannsóknum þannig að mér finnst best að nota appið þegar ég fer að versla, það gerir það auðveldara að fylgjast með nýjustu uppfærslum.

 

Náðu EWG appið fyrir iphone hér, eða fyrir adroid hér svona í tilefni dags íslenskrar náttúru!

Screenshot 2014-09-15 17.38.00

 

“Hreinu 15”

Ég kaupi þessi íslensk ef kostur gefst

  1. Avocadó
  2. Maís
  3. Ananas
  4. Hvítkál
  5. Grænar baunir (sweet peas)
  6. Lauk
  7. Aspas
  8. Mangó
  9. Papaya
  10. Kívi
  11. Eggaldin
  12. Greipaldin
  13. Kantalópa (melóna)
  14. Blómkál
  15. Sætar kartöflur

“Óhreinu 15”

Ég kaupi þessi lífræn ef kostur gefst

  1. Epli
  2. Jarðaber
  3. Vínber
  4. Sellerý
  5. Ferskjur
  6. Spínat
  7. Paprika
  8. Nektarínur
  9. Gúrkur
  10. Kirsuberjatómatar
  11. Grænar baunir (Snap peas)
  12. Kartöflur
  13. Chilli
  14. Bláber
  15. Kál

Ég vona innilega að listinn/appið geti hjálpað þér í ákvarðanatöku næst þegar þú verslar inn grænmeti og ávexti og tryggt þér og fjölskyldu þinni heilbrigðari lífsstíl.

Mundu að það er alltaf betra að borða grænmeti frekar en ekki vegna ótta við skordýraeitur ef þér býðst ekki að fylgja þessum lista, en endilega gerðu þitt besta!

 

Láttu heyra frá þér…

Finnur þú bragðmun á lífrænu og íslensku? Eða hefur þú kannski bara aldrei pælt í því?

Láttu vita í spjallinu hér að neðan.

Líkaðu síðan við greinina hér ef þú átt vínkonu sem gæti hagnast af lífræna listanum.

 

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

 

P.s Ég minni á tilboðið sem Blendtec er að bjóða lesendum mínum núna. 5% afsláttur af heimilisblöndurum út 18. sept. Með því að tilgreina; Lifðu til fulls færðu afsláttinn.Farðu hér til að skoða blandarann betur.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

5 Comments

  1. Margrét Lovísa Einarsdóttir says:

    Hvar er hægt að fá lífrænt ræktaðar kartöflur ?

    • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

      Sæl Margrét. Það fást lífrænar sætar kartöflur í mörgum búðum eins og Hagkaup, Fjarðarkaup, Nettó og verslunum þar sem lífrænar vörur fást. Annars höfum við ekki séð lífrænar kartöflur en íslenskar frá bónda væri þá besti kosturinn. 🙂

  2. Unnur Björk says:

    Hæ hæ

    Ertu ekki að rugla dálkunum þínum saman… ég alla vega reyni eftir fremsta megni að kaupa allt kál, gúrkur, tómata, paprikur, kartöflu, gulrætur, rófur, salat o.s.frv. íslenskt (og í raun sleppi því á þeim tíma sem ekki er hægtað kaupa íslenskt) Flesta ávexti verð ég aftur að kaupa erlendis frá enda ræktum við afar lítið af ávöxtum hér á landi. Berin eru best íslensk og auðvelt að verða sér út um blá- og krækiber í berjamó og jafnvel rækta sér sjálf sín jarðaber, rifsber, sólber o.s.frv.

    Mér finnst þetta alla vega ekki alveg meika sens eins og þú setur það upp, þ,e þetta á ekki við á Íslandi

    Mér finnst líka alltaf gott að hafa í huga að velja það sem hefur ekki ferðast um langan veg. T.d. spyr ég mig að því hvort hollensk epli séu betri/verri en lífræn nýsjálensk sem hafa ferðast um langan veg til Íslands.

    Kannski eigum við líka að horfa á það í stað þess að einblína um of á lífrænt og hefðbundið.

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Sæl Unnur, Við fylgjum listan samkvæmt Enviromental Working group og nýjustu rannsóknum þeirra, sjá fulla lista þeirra hér http://www.ewg.org/foodnews/. Það er frábært hjá þér að kaupa íslenskt það sem þú getur og íhuga einmitt hvaðan ávextir koma ef velja á milli hollenska epla og þeirra frá nýjasjálandi þar sem minni tími fór í flutning og tryggir það ferskari afurð. Eins og ég segji þá getur ákvörðun þín um lífænt eða hefðbundið farið eftir persónulegum ástæðum. – heilsa og hamingja Júlía

  3. Guðbjörg Inga says:

    Ég kaupi alltaf íslenskt grænmeti og ávexti, það sem til er. rækta sjálf kartöflur, kál, gulrætur og jarðaberin skiluðu af sér þó ég væri að byrja í sumar. Týni íslensku bláberin og krækiberin í fjallinu tel þetta allt saman lífrænt. Er það ekki rétt? kaupi lífræn epli og aðra ávexti ef þau eru til finst eplin og perurnar sérlega bragðgóð. Tek það fram að ég nota engin eiturefni plokka arfann en sniglarnir eru kanski farnir að hafa það of gott 😉 Í ár hef ég borðað bláber fersk síðan uppúr miðjum júli og kál. mmmmmm.
    Takk fyrir góða pistla.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *