LA lífið og bakvið tjöldin hjá Lifðu til Fulls
Fylltar döðlur fyrir Eurovision og mæðradagskaffið
8th May 2018
Streita og magnesíum
22nd May 2018
Fylltar döðlur fyrir Eurovision og mæðradagskaffið
8th May 2018
Streita og magnesíum
22nd May 2018
Show all
Deildu á facebook
Facebook

LA lífið og bakvið tjöldin hjá Lifðu til Fulls

Hæhæ!

Mig langaði að senda þér aðeins persónulegra bréf þessa viku og deila með þér hvað ég hef verið að bralla síðastliðinn mánuð og hvað hefur átt sér stað bakvið tjöldin hjá Lifðu til fulls.

Ég er nýlega komin heim eftir mánaðardvöl í sólríku Los Angeles þar sem ég tók framhaldsstig í hráfæðiskokkinum hjá Plantlab. Mánuðurinn flaug hjá þarna úti en tíminn sem ég eyddi í eldhúsinu og með nýjum vinum er algjörlega ógleymanlegur. Ég kem heim full af nýjum hugmyndum af góðum réttum og innblæstri!

Á hverjum degi fann ég tilhlökkun að mæta í skólann, spennt fyrir því hvað við værum að fara skapa. Allt sem við gerðum var hráfæði og notuðum við þurrkuofn, blandara og matvinnsluvélar. Í framhaldsstiginu vorum við kynnt fyrir framandi tækjum eins og Sous Vide til að marinera og  Paco Jet fyrir ísgerð.

IMG-1029

Miso súpa með avókadó, tómötum og blómum sem við gerðum á degi 2 í skólanum.

Við gerðum allt frá hráfæðisostum og brauði, smáréttum og aðalréttum, framandi eftirrétti sem og gerð matvöru sem þú gætir hugsað þér að taka í verslanir (meira um það neðar í blogginu). Deildi ég nokkrum myndum af þeim mat á Instagram síðunni minni!

IMG-1348

Pastaréttur með kúrbít, sólblómafræjum og pestó…alveg truflaður!

IMG-1310

Prinsessu-karríið mitt, við gerðum pastað úr kúrbít og gulrótum. Bæði fallegt að sjá og njóta.

IMG-1628

Mareneraðir sveppir, basilsmjör, valhnetubrauð og jicamma kartöflumús! Eitthvað fyrir matgæðinga.

IMG-1973

Súkkulaði og meira súkkulaði! Einn daginn í skólanum lærðum við að gera “tempura” súkkulaði og ég held að við skólasysturnar höfum allar borðað yfir okkur af súkkulaði…Ég fyllti mitt súkkulaði með marsipan-kókosfyllingu, algjört lostæti!

IMG-1686

Smakkað og smakkað, aldrei nóg af því!

29718315_302025550332349_3610225869794050048_n  images

Eitt skemmtilegt verkefni sem var tekið fyrir viku 2 í skólanum var að gera okkar eigin hráfæðisútgáfu Panna Cotta (hefðbundnum ítölskum eftirrétti). Úr varð Lakkrís-Lava Panna Cotta með marsipan botni, lakkríssósu og eldrauðu dufti. Innblásið af Eyjafjallajökli.

IMG-1750

Eftir skóla var stutt í strönd og sól og marga daga röltum við stelpurnar úr skólanum að sækja okkur hressandi safa á Moon Juice eða kíktum í einhverjar af sætu búðunum á Abbot Kinney.

Vegan lífsstíll er vægast sagt vinsæll í Los Angeles og því úrvalið af vegan veitingastöðum og heilsuvörum eftir því. Alveg truflað.

IMG-0889

IMG-1740

Sem mikill matgæðingur fann ég mig knúna til að prófa helstu vegan staðina eftir skóladaga og hitti á nokkur fræg andlit í kjölfarið þ.a.m Justin Bieber (ég veit!!), Usher, Chloe Moretz,  Brooklyn Beckham, Dee Snider úr Twisted sister (sem ég verð nú að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um hver var, en það gerði maðurinn minn hins vegar).
Svo ég kasti nú aðein fram nöfnum! 😀 Má sjá grein sem ég skrifaði um þá helstu vegan veitingastaði sem ég sótti hér í pistli mínum á mbl.is.

Líkamsrækt helst í hendur við heilbrigt líferni sem er einkennandi í Los Angeles og prófaði ég þónokkrar stöðvar og tíma sem ég mun að auki fjalla um í vikunni á mbl.is (svo fylgist endilega með þar)


Matvöruþróun á frumstigi

IMG-2550DSCF2404

Síðari helmingurinn af náminu sneri að því að vinna að gerð matvöru sem hægt væri að selja í verslanir.

Sá tími var mér algjörlega ómetanlegur enda hefur mig síðastliðin ár dreymt að koma jógúrtinu mínu í búðir. Enda veit ég hvað það gæti auðveldað heilbrigðan lífstíl fyrir mörgum – og gert lífsstílinn ánægjulegri!

Nú hefur þetta ævintýri loksins byrjað þó það sé enn á frumstigi og vona ég að innan árs verði jógúrtin mín komin í verslanir – og að sjálfsgöðu verður þú fyrst/ur til að frétta og smakka!

Haustið og það sem er framundan..

25010863_403850216701885_1392061190544293888_n

Í haust hefst eftirsóttasta þjálfunin hér hjá Lifðu til Fulls; Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífsstílsþjálfun –  5 skref sem tryggja þér árangur sem endist.

Vegna umfangs er þjálfunin aðeins haldin árlega. Nýlega fögnuðum við með síðasta hóp og má sjá árangurssögur hér!

Þessi þjálfun er sannarlega sú sem má hlakka til að fara í og er hægt að sækja sér nánari upplýsingar, má sjá sýnishorn og skrá sig á biðlista HÉR.

Elsku vinkona/vinur, ég er svo þakklát að þú skulir fylgjast með vikulegu bréfunum sem ég sendi og hef alltaf gaman af því þegar ég heyri frá ykkur.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *