8 hollráð til þess að hindra ofát í veislum
morgunmatur
Af hverju þú ættir alltaf að borða morgunmat..
5th May 2015
Hæg brennsla
Af hverju sumir hafa hægari brennslu en aðrir og hvað þú getur gert!
12th May 2015
morgunmatur
Af hverju þú ættir alltaf að borða morgunmat..
5th May 2015
Hæg brennsla
Af hverju sumir hafa hægari brennslu en aðrir og hvað þú getur gert!
12th May 2015
Show all
Deildu á facebook
Facebook

8 hollráð til þess að hindra ofát í veislum

Með fjölda fermingarveislna geta fylgt freistingar. Það þarf hins vegar ekki að þýða að við borðum yfir okkur og sitjum síðan eftir með samviskubit og uppþaninn maga.

Freistandi kökur fylltar sykri geta spilað stórt hlutverk í þyngdaraukningu, orkuleysi og verkjum í líkama, svo að minnka eða forðast þær getur hjálpað þér að fara úr veislunni sáttari og heilsuhraustari.

 

Hér koma 8 ráð til að forðast ofát í næstu veislu og styðja við orku, vellíðan og þyngdartap í stað.

 

1. Veldu ávallt það heilsusamlegasta. Skimaðu yfir veisluborðið og leitaðu eftir einhverju hollu eða próteinríku. Þetta gætu verið ávextir, spelt brauð með pestó, salat, kjúklingur eða annað sem þú telur vera það heilsusamlegasta í boði. Með því að gefa líkamanum hollari kosti ertu að veita honum meiri næringu og minnka líkur á ofáti af eintómum kolvetum og kaloríum sem gefa þér enga seddu.

 

woman-choosing-between-salad-and-cake

 

2. Fylgstu með hvað þú ert að borða. Veittu magninu athygli. Ef þú ert að dreifa skömmtunum yfir langan tíma og fara þannig margar ferðir fyrir ábót, áttaru þig oft ekki á því hversu mikið þú hefur innbyrgt og hvort þú sért södd eða ekki.

 

3. Drekktu meira vatn. Drekktu 1-2 glös af vatni eða hreinu sódavatni inná milli þess að þú færð þér á diskinn.  Undirstúka heilans stjórnar bæði hungri og þorsta og sendir þér sömu skilaboðin þegar þú upplifir svengd eða þorsta og stundum erum við ekki einu sinni svöng, heldur þyrst.

 

4. Notaðu minni diskinn eða skuldbindu þig við að fara bara eina ferð Rannsóknir sýna að einföld breyting á matardisk frá því að nota 30 cm disk í að nota 25 cm disk getur minnkað matarskammtinn sem þú neytir um allt að 22%. Ekki hrúa samt á diskinn þinn þannig að þú myndir svo hátt fjall að þú farir að skapa snjóflóðahættu.

 

5. Sestu á meðan þú borðar. Við bæði meltum mat okkar betur og tökum upp næringu frá fæðunni með því að borða sitjandi. Ef þú átt tök á borðaðu þegar þú ert sitjandi og þegar þú stendur og spjallar hafðu þá glas af vatni eða hreinun sódavatni við hendi ef þú þarft.

 

6. Deildu eftirréttinum. Ef þú hefur áhyggjur á að borða of mikinn sykur, deildu eftirréttnum með öðrum. Þú minnkar þannig sykurmagnið sem þú innbyrðir.

 

7. Ekki koma sársvöng. Eitt það versta sem við getum gert líkamanum er að svelta hann. Að svelta getur ruglað í hormónum, skapað skjaldkirtilsvandamál og sett líkama okkar í sveltgír þannig hann hægir á allri brennslu og ruglar meltingunni, sem leiðir til þess að maturinn sé geymdur sem fita en ekki orka. Fáðu þér próteinríkt snarl, 1-2 klst fyrir veisluna, t.d möndlur, chiagraut, epli með hnetusmjöri. Próteinið mun fylla þig og seðja og fyrirbyggja blóðsykurfall. Þú minnkar þannig líkurnar á að skófla í þig veitingum ef þú ert ekki svöng þegar þú mætir.

 Veg_Tray

 

8. Komdu með eitthvað á borðið, ef viðeigandi. Ef þú kemur með eitthvað heilsusamlegt eins og stórt salat, grænmeti og heimagerða ídýfu á fallegum bakka, ávexti, hollt brauð með pestó sem dæmi er auðvelt að vera viss um að þú fáir þér eitthvað hollt og geturðu þá fengið þér minna af öðrum réttum í boði.

 

Ég ætla sannarlega að nota þessi hollráð í næstu veislu, ef þér líkaði greinin væri ég voða þakklát ef þú deildir með á facebook og segðir vin frá sem gæti notað ráðin í næstu veislu.

Láttu mig svo vita…

Hefur þú einstakt lag á að vera holl í veislunni? Og hvaða ráð hér að ofan var þitt uppáhald?

Deildu með í spjallinu hér fyrir neðan!

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *