Vertu sykurlaus í október með okkur!
14th October 20145 ástæður af hverju þú ættir að sleppa sykri með mér
28th October 2014Vertu sykurlaus í október með okkur!
14th October 20145 ástæður af hverju þú ættir að sleppa sykri með mér
28th October 2014Í dag langar okkur að deila með þér reynslu þeirra sem tóku þátt í síðustu sykuráskorun í júní á þessu ári. Okkur finnst svo gaman að heyra frá árangri þeirra sem eru með okkur í þjálfun og áskorunum og fá að kynnast þeim aðeins betur.
Hér er viðtal við tvær þeirra sem við sáum að voru að taka áskorunina alla leið. Við fengum að spyrja þær nokkrar spurningar með von um að veita þér innblástur og hvetja þig til þess að sleppa sykri með okkur í 14 daga!
Leyfið okkur að kynna….
Ísey Jensdóttir
Ísey er 32 ára og er búsett í Noregi, hún á 3 börn á aldrinu 3 ára til 10 ára. Þau eru mjög kröfuhörð að fá mömmutíma svo það er mjög mikilvægt að hún hafi tíma fyrir þau og geti gert það á jákvæðan hátt, ekki þreytt eða pirruð segir Ísey. Hún vinnur á leikskóla sem tekur alveg sinn orkutoll. Svo það er mikil þörf á mínu heimili að vera með næga orku til þess að sinna öllum og heimilinu sjálfu.
Við getum verið sammála því, en Ísey hvar varstu stödd fyrir áskorunina?
“Ég var alltaf þreytt og með endalaust með hausverk. Átti erfitt með að koma mér á fætur á morgnanna og var svo orkulaus þegar ég kom heim úr vinnunni. Þar að leiðandi leitaði hugurinn og maginn að auðveldri leið af orku og endaði yfirleitt í einhverju óhollu, svo hafði ég auðvitað ekki list á matnum og varð svöng aftur milli 8 og 9 og leitaði aftur þá í óhollustu. Algjör vítahringur. Einnig hef ég alltaf verið með lélega meltingu, fæ oft ristilkrampa og það leiðir yfirleitt út í hrikalega verki út í bak. Alltaf útþanin og svaf laust og átti erfitt með að sofna.“
Þegar við spurðum Ísey út í upplifun hennar á áskoruninni sagði hún
“Ég upplifði hana spennandi og fann að þetta var eitthvað sem kallaði á mig, þar sem ég var mikið búin að vera hugsa um ástand mitt og hvernig ég gæti komið mér út úr þessum vítahring.
Það besta fannst mér að ég gat hætt í gosi og sykri án þess að finna fyrir fráhvarfseinkennum. Og það var einmitt það sem var búið að skemma fyrir mér að reyna á þetta fyrr.”
Við getum verið sammála henni með þennan vítahring sem eflaust er að skemma fyrir mörgum okkar, en hvað var þá öðruvísi við sykurlausu áskorunina og hvernig ávinnig upplifiðir þú með henni?
“Ég losnaði við sykurpúkann og gat fundið hvað lífið er í raun mun betra án þess. Og það kom mér svo á óvart hvað þetta var í raun auðvelt, og það fóru 3 kg á þessum 14 dögum.
Ég var orkumeiri, svaf betur og var þar af leiðandi glaðari og léttari á geði. Hafði orku til þess að gera það sem þurfti að gera eftir vinnu og þurfti ekkert að leggja mig seinni partinn. Ég er jákvæðari og það er ekki eins hræðilegt að líta í spegilinn.”
Ísey verður með okkur þessa sykurlausu áskorun sem hefst 27.okt og hafði hvetjandi orð til að skilja eftir fyrir lesendur og góða áminningu og segir ”Muna bara, að detta útaf sporinu er ekki fall, því þetta er ekki kúr heldur lífsstíll svo það er bara að standa upp aftur og koma sér á rétta braut með bros á vör. Ekki brjóta þig niður því þessi mistök eru bara til þess að kenna þér eða sýna þér að lífið er ekki alltaf grænna hinum megin.
Frábært Ísey og takk fyrir góð skilaboð!
Við fengum einnig að heyra í henni Ásdísi, en við tókum eftir því að hún var að taka áskorunina alla leið og fá góðan ávinning fyrir vikið.
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir býr í Vestmannaeyjum og starfar sem sjúkraliði við heilbrigðisstofnunina þar. Hún á eiginmann, tvö börn og þrjú stjúpbörn.
Ásdís, segðu okkur hvað varstu stödd fyrir áskorunina?
Ég var orðin allt allt of þung og ofþyngdin farin að há mér verulega. Fann að ef ég myndi þyngjast mikið meira, þá færi ég að eiga erfitt með að geta unnið vinnuna mína til dæmis.
Hvernig upplifðir þú áskorunina og hvað fannst þér best við hana?
Ég upplifði hana bara mjög jákvætt. Þetta var vel og hressilega sett fram og auðvelt að fara eftir, vakti allavega áhuga minn að vera með og taka þátt í þessu.
Ég held að það besta hafi bara verið hvað þetta var auðvelt. Fjölbreytt úrval af fæðutegundum og auðveldar og girnilegar uppskriftir.
Frábært að heyra Ásdís, hvaða árangur upplifðir þú eftir áskorunina og hvernig hafði hann áhrif á þig í þínu daglega lífi?
Ég léttist um 4-5 kíló og leið á allan hátt miklu betur.
Þessi árangur hafði bara mjög góð áhrif á mig og mitt fólk. Þetta varð til þess að mikið var spáð og spekúlerað í innihaldsefni fæðunnar og miklar pælingar um þær mörgu tegundir sykurs sem til eru.
Já því getum við verið sammála, það eru ótrúlegustu innihaldsefni sett í ýmiskonar mat sem neytandinn er ekki meðvitaður um. Maður þarf því alltaf að vera vakandi fyrir innihaldslýsingum og lesa vel aftaná vörur.
Ásdís endaði viðtalið með þessum hvetjandi orðum til lesenda:
“Ég hvet fólk eindregið til að taka þátt í þessari áskorun. Á sama tíma og þetta er hollt og gott og færir manni betri líðan og betri heilsu, þá er þetta stórskemmtilegt og gaman að taka þátt í.”
Nú er komið að þér!
Alveg eins og við skoruðum á Ísey og Ásdísi að sleppa sykri í 14 daga, skorum við nú á þig að vera með okkur til leiks þann 27.okt.
Farðu hér til að skrá þig og settu þig í stellingar og undirbúðu þig andlega og líkamlega því fyrstu uppskriftirnar verða sendar út fimmtudaginn 23.október 😉
Líkaðu síðan við greinina hér á facebook og mundu að skora á vini eða vínkonur til að vera með þér. Þetta verður svaka stuð því þú verður með yfir 6000 öðrum, ekki slæmt!
Hlökkum til að hafa þig með!
Heilsukveðjur frá
Lifðu til fulls
Sektarlaus jól:
25.nóvember
Þú lærir hollráð og flýtiaðferðir á bak við bragðgóða hráköku! Ekki missa af þessu einstaka tækifæri.
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
3 Comments
Verður þetta námsk. aftur hef mikinn áhuga en verð erlendis á þessum tíma ég er að tala um námsk. að búa
til sykurlausa deserta ,hrákökur o.fl.
Brstu kveðjur og þakkir fyrir allt
Margret Haraldsd.
Sæl Margrét, já það verða aðrar dagsetningar í desember, við munum auglýsa þær þegar skráning opnar. Vonandi henta þær þér betur 🙂 kv. Sara heilsumarkþjálfi LTF
Sæl Margrét, við höfum opnað fyrir skráningu á nýtt námskeið þann 9 des. Hentar það betur? https://lifdutilfulls.is.old.webhstngapps.net/sektarlaus-jol-hrakokunamskeid-juliu-9-des/