5 ástæður af hverju þú ættir að sleppa sykri með mér – Velkomin á lifðutilfulls.is
sykuráskorun
Þær tóku þetta alla leið, ert þú tilbúin?
21st October 2014
að léttast
4 freistandi mistök sem flest okkar gera í þeirri tilraun að léttast
4th November 2014
Show all

5 ástæður af hverju þú ættir að sleppa sykri með mér

sykurlausar uppskriftir

Af hverju að sleppa sykrinum?

Er hann virkilega svo slæmur?

Eins og þú kannski veist nú þegar þá byrjuðum við okkar 14 daga sykurlausu áskorun í gær og er ég viss um að einhver svona spurning gæti hafa komið upp hjá þér. Fyrir sum okkar er nóg að heyra hvað öðrum líður vel af því að sleppa sykri og það fær okkur til þess að vilja sleppa sykri sjálf. Á meðan aðrir vilja vita meira um vísindalegu rannsóknirnar sem hafa verið gerðar um málefnið.

Svo í dag langar mig að fara yfir nokkrar staðreyndir um áhrif sykurs á þína heilsu sem gæti hjálpað þér að taka skýrari ákvörðun.

Fyrir mitt leiti fannst mér lang erfiðast að sleppa sykri í eftirréttum og gafst ég fljótt upp á “sykurbindindinu” yfir hátíðarhöld eins og yfir jól og páska, og þá fylgdi ekkert annað en aukakíló, þrútinn magi og hausverkur daginn eftir.

En það var ekki fyrr en ég lærði leyndarmálin bakvið góða hráköku og góðan sætubita að það var ekki aftur snúið!

…Í dag get ég notið sætinda yfir sektarlaus jól og mér finnst ég ekkert vera að missa af.

Mig langar að þú getir upplifað það sama og því býð ég þér á splunkunýtt hrákökunámskeið með mér þann 25. nóvember þar sem ég mun deila með þér öllum mínum hollráðum, flýtileiðum og glænýjum uppskriftum að sektarlausum jólum!

Síðustu daga hafa konur verið að tryggja sér sæti svo ef þú vilt tryggja þér stað farðu hér á meðan sæti eru enn laus.

 

Screenshot 2014-10-27 16.53.31

 

Hér koma 5 staðreyndir um hvíta sykurinn

 

1. Sykur eykur líkurnar á hjartasjúkdómum.

Rannsókn frá Harvard School og Public Health fann út að neysla á sykruðum drykkjum eykur líkur á hjartasjúkdómum. Þú getur lesið meira hér

2. Sykur ýtir undir öldrun og hrukkur

Sykur hefur neikvæð áhrif á líkama okkar og ýtir undir öldrun hans. Þú getur lesið tvær rannsóknir hér og hér ásamt áhugaverðri grein hér 

3. Sykur eykur líkurnar á krabbameini

Háskólinn í Maryland, Department og Medicine fann út að neysla á sykri getur haft áhrif á andoxunarkerfi líkamans og veikt varnir þess og þannig aukið hættu á krabbameini, sjá nánar hér.

4. Sykur eykur líkurnar á sykursýki

Rannsókn sýndi fram á að lítil aukning á sykurneyslu getur aukið verulega á líkurnar á sykursýki. Þessi grein útskýrir þetta vel á mannamáli.

 5. Sykur getur ollið þyngdaraukningu

Rannsókn frá British Medical Journal sýnir fram á að aukin sykurneysla hefur mikil áhrif á  þyngdaraukningu hjá fólki og eykur líkurnar á offitu hjá börnum. Einn sykraður drykkur á dag eykur þær líkur gífurlega, farðu hér til að lesa meira um það. 

 

Með þessum staðreyndum sjáum við hver langtíma áhrifin á heilsu okkar eru. Flest okkar gefast þó upp ef ávinningur sést ekki strax og því getur verið hvetjandi að lesa ávinning annarra á að sleppa sykri (sjá t.d síðasta bloggið hér )

Að þekkja ástæðu okkar fyrir því að sleppa sykri hjálpar okkur að standast hann fyrir vikið og gefast síður upp.

Ef þú vilt sleppa sykri með okkur í 14 daga, var fyrsti dagurinn í gær þannig að það er ekki of seint fyrir þig að vera með, hoppaðu á sykurlausu lestina hér og tryggðu þér  sykurlausar uppskriftir og innkaupalista.

 

Ef þú ert nú þegar skráð/ur, frábært! Þá var þetta bara smá áminning og hvatning fyrir þig 🙂

Deildu svo með okkur í spjallið að neðan þinni ástæðu fyrir því að sleppa sykri? 

Ef þér líkaði síðan við greinin endilega Like-a við greinina, og skoraðu á vínkonu að vera sykurlaus með þér með því að tagga hana ( dæmi: @ jóna vínkona)!

Vona að þú sért full af eldmóði og tilbúin að takast á við sykurpúkan

 

Hlakka til næstu dag með þér

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi og Lifðu til fulls teymið

 

 

f605bab7-66ec-495a-98af-70fc45096c48Sektarlaus jól:

Hrákökunámskeið Júlíu 25.nóvember
Vegna mikilla eftirspurna kynnum við hrákökunámskeið Júlíu, námskeið í hrákökum og hráfæðiseftirréttum sem gerir þér kleyft að útbúa sætubita sem skilur þig eftir í sátt og sælu. 

 

Á þessu skemmtilega námskeiði lærirðu að búa til holla, girnilega og ómótstæðilega bragðgóða desertköku fyrir jólin eða hátíðarhöld úr náttúrulegu hráefni. Námskeiðið byggir upp á fræðslu og sýnikennslu ásamt smakki og fallegt uppskriftahefti fylgir með námskeiðinu.

 

Þú lærir hollráð og flýtiaðferðir á bak við bragðgóða hráköku! Ekki missa af þessu einstaka tækifæri.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *