
Frískandi bólgueyðandi drykkur fyrir hormónajafnvægi og vellíðan
14th January 2025
iHerb heilsukarfan mín
3rd February 2025
Frískandi bólgueyðandi drykkur fyrir hormónajafnvægi og vellíðan
14th January 2025
iHerb heilsukarfan mín
3rd February 2025Heilsan okkar er samofin náttúrunni og því er það engin tilviljun að vörumerkið Jörth hefur náð miklum vinsældum á Íslandi. Á bak við Jörth stendur Birna G. Ásbjörnsdóttir, kraftmikill frumkvöðull sem hefur lagt mikla áherslu á lífrænar og sjálfbærar lausnir til að stuðla að bættri heilsu. Fyrsta varan frá Jörth, Abdom 1.0, er bætiefni sem nýtur mikilla vinsælda og ég sjálf er mjög hrifin af því – enda nota ég það daglega til að styðja við þarmaflóru mína og almenna vellíðan.
–

–
–
Hvað er Abdom 1.0?
Abdom 1.0 er hannað til að bæta meltinguna og stuðla að heilbrigðri þarmaflóru. Í þessari einstöku blöndu eru góðgerlar og íslensk broddmjólk, sem sameinast til að skapa öfluga blöndu fyrir heilsuna. Góðgerlarnir hjálpa við að viðhalda jafnvægi í þarmaflórunni og bæta meltingu á meðan broddmjólkin er rík af næringarefnum sem styrkja ónæmiskerfið. Heilbrigð þarmaflóra skiptir ekki aðeins máli fyrir meltinguna, heldur einnig fyrir andlega líðan og almenna heilsu – eitthvað sem margir eru að átta sig á í dag.
Birna segir að Jörth leggi áherslu á vísindalega nálgun þegar kemur að vali á innihaldsefnum. Abdom 1.0 inniheldur míkróhjúpaða góðgerla sem hjálpa til við að auka fjölbreytileika í þarmaflórunni og tryggja að bakteríurnar komist lifandi í þarmana. Með samverkun góðgerlanna og næringarefnanna úr broddmjólkinni verður til kraftmikil samsetning sem bæði verndar þarmaflóruna og nærir hana.
Af hverju er heilbrigð þarmaflóra svona mikilvæg?
Þarmaflóran spilar mun stærra hlutverk í lífi okkar en margir gera sér grein fyrir. Um það bil 70% ónæmiskerfisins er staðsett í þörmunum og heilbrigð þarmaflóra hjálpar líkamanum að verja sig gegn sýkingum og bólgum. Jafnframt er ljóst að góð melting stuðlar að betri upptöku næringarefna, sem skilar sér í aukinni orku og bættri líkamlegri heilsu.
Það sem er jafnvel merkilegra er að þarmaflóran hefur einnig bein áhrif á geðheilsu okkar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að jafnvægi í þarmaflórunni getur dregið úr einkennum þunglyndis og kvíða, auk þess að bæta skap og minnka streitu. Þannig getur Abdom 1.0, með blöndu sinni af góðgerlum og broddmjólk, haft víðtæk áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan.
—

—
Helstu ávinningarnir af því að bæta þarmaflóruna með Abdom 1.0
Þegar við hugsum um heilbrigða þarmaflóru, tengjum við hana oftast við betri meltingu. En ávinningarnir eru mun fleiri. Regluleg notkun Abdom 1.0 getur stuðlað að:
- Betri melting: Með góðgerlum og gerlafæðu sem stuðla að betri meltingu, minni uppþembu og hægðatregðu.
- Sterkara ónæmiskerfi: Abdom eflir ónæmiskerfið og dregur úr bólgum, sem getur minnkað líkur á sýkingum.
- Bætt næringarefnaupptaka og aukin orka: Það eykur upptöku næringarefna og hjálpar til við að jafna orkujafnvægi.
- Betri geðheilsa og svefn: Heilbrigð þarmaflóra hefur jákvæð áhrif á geðheilsu, dregur úr kvíða og streitu, auk þess að bæta svefngæði.
Þessi fjölþættu áhrif gera Abdom 1.0 að frábæru vali fyrir alla sem vilja stuðla að betri heilsu – bæði líkamlega og andlega.
–
Lesa einnig:
Meltingargerlar sem hjálpa við bólgum og hægðatregðu
Mikilvægi D-vítamíns fyrir andlega og líkamlega heilsu
Árlega blóðprufan
–
Hverjir geta haft mest gagn af Abdom 1.0?
Abdom 1.0 er hannað fyrir breiðan hóp fólks en sumir geta notið sérstakra ávinnings af því. Ef þú ert með meltingarvandamál eins og iðraólgu (IBS) eða bólgusjúkdóma í þörmum, getur Abdom 1.0 hjálpað þér að endurheimta jafnvægi í þarmaflórunni. Einnig getur Abdom 1.0 verið frábært fyrir þá sem taka sýklalyf og þurfa að endurbyggja þarmaflóruna, auk þess sem það getur bætt svefn og almenna vellíðan fyrir þá sem glíma við streitu eða svefnvandamál.
Jafnframt getur fólk sem vill bæta almenna heilsu, aukið orku sína eða styrkt ónæmiskerfið haft mikinn ávinning af því að taka Abdom 1.0 reglulega.
Hversu fljótt má búast við áhrifum?
Tíminn sem það tekur að finna áhrifin af Abdom 1.0 getur verið mismunandi eftir einstaklingum, en Birna mælir með að gefa því nokkrar vikur. Eftir 1-2 vikur geta notendur oft tekið eftir bættri meltingu og minni uppþembu. Eftir 3-4 vikurgæti þú fundið fyrir sterkari þarmaflóru og minni bólgum. Fyrir enn dýpri áhrif, eins og bætt geðslag og betri svefn, getur það tekið 6-8 vikur af reglulegri notkun.
Abdom 1.0 er ekki bara bætiefni – það er heildræn nálgun á betri heilsu.
Með náttúrulegum og vísindalega studdum innihaldsefnum frá Íslandi, stuðlar það að bættri meltingu, sterkari ónæmiskerfi og betri andlegri líðan. Ef þú ert að leita að leið til að efla þarmaflóruna þína og bæta heilsu þína, gæti Abdom 1.0 verið fullkominn félagi á þeirri vegferð.
Ef þú vilt kafa dýpra og vita enn meira um þarmaflóruna og Abdom 1.0 þá má lesa viðtalið við Birnu í heild sinni með því að smella hér.
–

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
