Fæðutegundir sem auka kynhvötina
11th November 20193 uppáhalds jólauppskriftirnar
6th December 2019Fæðutegundir sem auka kynhvötina
11th November 20193 uppáhalds jólauppskriftirnar
6th December 2019Sigríður Jónsdóttir lauk Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu hjá mér fyrir um það bil tveimur mánuðum. Hún hefur alltaf verið svo jákvæð og dugleg að deila myndum af matnum sem hún eldaði, ég gat ekki annað en fengið hana til þess að deila sögunni sinni öðrum til innblásturs.
Frískari og orkumeiri gefur þér stuðning og sannreynd skref til að taka við léttari líkama og meiri orku á nýju ári og nú opið fyrir skráningar og á tilboðsverði sem þú mátt ekki missa af. Ráð eru gefin við skráningu og mun hópurinn hefja matseðil námskeiðs á nýju ári.
–
–
Stjórnast ekki lengur af sykrinum
,,Ástæðan fyrir að ég skráði mig var sú að ég vildi hætta að þurfa að leita í sykurinn til að fá orku. Það helsta sem ég vildi fá útúr þessu var að ná stjórn á sykurlönguninni. Það besta sem ég upplifi eftir Frískari og orkumeiri námskeiðið er að orkan jókst og ég er EKKI sælgætisgrís lengur!”
Sigríður bætir við að núna tveimur mánuðum eftir að námskeiðinu lauk fylgi hún að mestu sykurleysi en alls ekki í neinum öfgum. ,,Ég læt sykurinn ekki stjórna mér! Ég nota ennþá uppskriftir frá námskeiðinu og keypti mér líka bókina. Annað var að mig langaði að læra á ýmis matvæli sem eg kunni ekkert á sem ég sannarlega gerði með námskeiðinu” segir hún.
–
–
Yfirþyrmandi til að byrja með, en orkan tók við eftir fyrstu vikuna
,,Mér óx öll matargerðin í augun en það lagaðist eftir fyrstu vikuna!” segir Sigríður, en orka hennar jókst líka strax í fyrstu vikunni, ,,ég fann ég þurfti ekki að skella í mig Prins Polo til að fá orku.”
Það er nefnilega besta hvatningin þegar maður byrjar að finna árangur. Það besta við Frískari og orkumeiri námskeiðið er að árangurinn lætur oft bera á sér á fyrstu dögunum!!
Sigríður hefur öðlast ótrúlega hollt viðhorf gagnvart mat, algjörlega án öfga og nýtur þess að borða. ,,Ég skoða innihaldslýsingar matvæla með öðru hugarfari, er meðvitaðri um það hvað ég borða dagsdaglega, borða minna en hreinni fæðu sem ég elda frá grunni!” segir hún.
–
–
Hjónakornin léttust án öfga
,,Eiginmaðurinn ætlaði ekkert í þetta með mér en naut þess að fá nýja og fjölbreytta fæðu og komst einnig yfir sykurþörfina og léttist!” segir Sigríður.
Það kom henni einnig skemmtilega á óvart að losna við óþægindi í munni sem hún hefur haft eftir krabbameinsmeðferð og að hafa unnið í mygluhúsnæði. ,,Auk þess fóru nokkur kíló” segir Sigríður hress en það var algjörlega bara plús í hennar augum.
,,Ég er sátt við fjárfestinguna því þetta hjálpaði mér að breyta um lífsstíl í mataræði án öfga.”
Tímaskortur er hindrun sem maður skapar sjálfur
,,Tímaskortur er hindrun sem maður skapar sjálfur” segir Sigríður.
,,Númer eitt er bara að skrá sig og borga, þá ertu búinn að skuldbinda þig til að taka skref í áfanga að breytingum þér til góðs. “
,,Byrja síðan að horfa á undirbúningsmyndböndin, prenta út matseðla og bara yfirstíga hræðsluna að byrja!”
Þetta snýst ekki um hvenær á að byrja, þetta snýst bara um að byrja. Enda er þetta lífstíll – ekki átak. Desember er því besti tíminn, því það hjálpar þér þegar freistingarnar og mest er um að vera – að velja hollar og velja það sem styður við bestu útgáfuna af þér.
Takk kærlega Sigríður fyrir að veita okkur innblástur og minna okkur á að lífsstílsbreyting getur verið skemmtileg og auðveld!
Vilt þú gera 2020 að þínu heilsuári?
Tengir þú við sögu Sigríðar og óskar þess að þú gætir fengið það sama?
Sláðu til með Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu, enda förum við að loka fyrir skráningu og tilboðsverðið (33% afsláttinn). Ekki er vitað hvenær námskeiðið opnar á nýju ári og námskeiðsverð hækkar um áramót.
Það er svo góð tilfinning að hafa eitthvað til að hlakka til!
Þegar þú ert skráð hér færðu tafarlausan aðgang að ráðum og uppskriftir sem örva brennsluna og byggja upp orkuna, þannig getur þú notið jóla og allra kræsinganna með meira jafnvægi þessi jól. Engin bjúg eða aukakíló takk.
Svo tekur þú matseðilinn og námskeiðið með trompi í janúar! (Auðvitað getur þú verið töffari og byrjað strax á matseðli!)
Framtíðarútgáfan af þér treystir á þig að vera djörf og fara út fyrir kassann!
Þetta er þitt tækifæri. Þú ert þess virði og þú ERT tilbúin!
Tryggðu þér A-Ö áætlunina og baklandið til að gera 2020 að þínu heilsuári!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!