Ég var algjör sukkari…
1st July 2014Persónuleg nálgun að betri heilsu
23rd July 2014Ég var algjör sukkari…
1st July 2014Persónuleg nálgun að betri heilsu
23rd July 2014
Ástæða 1: Þú hefur nú þegar eytt miklum pening í heilsu þína en ekkert af því hefur skilað þér varanlegri orku og þyngdartapi, af hverju ætti 21 daga þjálfunin að vera eitthvað öðruvísi?
Mitt svar: 21 daga þjálfun er ekki megrunarkúr sem veldur frekari þyngdaraukningu eða sú sem þú missir dampinn eftir þjálfun. Allra frekar sú þjálfun sem kemur þér að þinni lífsstílsleið með skýrleika í fæðuvali og hvað hentar fyrir þig!
Ég er staðráðin í því að þú náir árangri og eyðir ekki pening í eitthvað sem skilar engu til þín. Ég hef því sannreynt þessa þjálfun svo alltaf fékkst orka, þyngdartap og vellíðan! Þú getur því prófað þjálfunina í allt að 18 daga, áhættulaust!
(Mikilvægt: við vitum að ef þú klárar æfingarnar og borðar matinn sem matseðillinn býður upp á nærðu árangri, Ef þú vinnur vinnuna og færð ekki ávinning þá máttu skila inn æfingum þínum og kvittunum fyrir búðarinnkaupum því við eigum ekki skilið þína peninga og endurgreiðum þér glaðlega)
„Ávinningurinn á þjálfuninni er allsherjar vellíðunar lífsstíll“ – Diana Jakob´s, Rvk, Kokkur.
Ástæða 2: “Ástand mitt er ekki svo slæmt, ég get beðið þar til næst.”
Mitt svar: Við erum ekki með það á dagskrá að endurtaka 21 daga þjálfun svo það verður trúlega ekki „næsta sinn”. Hversu lengi ætlar þú að setja heilsu þína á hakan, safna uppi ójafnvægi í líkamanum sem eykur líkur á heilsukvillum og sjúkdómum eða bíða þar til ástandið er orðið verra?
„Verkir í baki eru horfnir, meiri orka og meltingin mun betri sem ég vissi ekki að gæti orðið neitt betri. “ – Auðbjörg Reynisdóttir, Hjúkrunarfræðingur og markþjálfi
Ástæða 3: Þú hefur ekki tíma núna
Mitt svar: Dagsetningarnar fyrir 21 daga þjálfunina (17 júlí-7 ágúst) eru aðeins viðmiðunartímar, ef þér finnst gott að fá stuðing frá hóp eru þær frábærar. Ég hannaði þjálfunina sérstaklega til þess að þú gætir tekið þátt þrátt fyrir annríki, frí, ferðalög erlendis og fengið sömu ávinninga úr þjálfuninni.
Þú getur hagrætt dagsetningunum svo þær henti þér og endað sumarið með orkumeiri, léttari og sáttari líkama og notið frísins hjá þér til fulls! Með því að segjast ekki hafa tíma ertu raunverulega að segja, er að þú hafir ekki tíma fyrir þig, þú átt skilið að líða betur núna ekki einhverntíman seinna.
„Þrátt fyrir ranga tímasetningu, einsetti ég mér að byrja og sé ekki eftir því“ – Ásgerður Guðbjörnsdóttir
Ástæða 4: Þú vilt ekki standa í að elda fyrir tvo og hefur lítið svigrúm í mataræði næstu daga
Mitt svar: Þjálfunin er gerð þannig að þú ert EKKI að elda aukalega fyrir þig heldur fá allir að njóta þess að borða orkugefandi, nærandi og gómsæta fæðu!
Í þjálfun færðu helling af hollráðum, leiðarvísum og fleiru sem spara þér tíma og hjálpa þér þrátt fyrir lítið svigrúm á heimili ættingja eða ef þú ert á ferðalagi. Ef þú ert vön að elda og fylgja uppskriftum ættir þú ekki að vera í vanda og situr ekki ein eftir með sérþarfir.
„Allir á heimilinu eru búnir að njóta góðs af kvöldmatnum og eru ánægðir. Maturinn er algjör snilld. “ – Sigríður Helga Sigfúsdóttir
„Uppskriftirnar voru góðar og einfaldar.“ – Inga magnúsdóttir
Ástæða 5: Þú ert óviss með að halda þjálfunina út og standast jafnvel freistingar
Mitt svar: Með leiðarvísir tilbúin fyrir þig frá A-Ö, réttu tólin, næringar- og lífsstílsráðgjafa sem hvetja þig áfram og stuðningshóp með útvöldum konum sem eru að ganga í gegnum það sama og þú…heldurðu að þú getir ekki haldið það út?
Fæðan sem þú útbýrð eða er ráðlögð fyrir þig ef þú getur ekki eldað og ert á ferðinni er nærandi og fyllandi og skilur þig eftir með litlar langanir í óhollustu og meiri orku og vellíðan sem fær þig til að halda þínu striki. Við leggjum ekki áherslu á boð eða bön og ef þú ferð aðeins útaf laginu, þá erum við hér að koma þér aftur á sporið!
„Ég upplifði að ég og árangur minn skiptir máli fyrir Júlíu og hún sleppir manni hvorki með afsakanir né aumingjaskap!“ – Hólmfríður E. Guðmundsdóttir
Þú ert ekkert síðri en þær sem hafa verið hjá mér í þjálfun og ef þær gátu náð endurheimtun á orku, varanlegu þyngdartapi og vellíðan í eigin skinni af hverju ættir þú að vera eitthvað öðruvísi?
Segðu já við frelsi í eigin skinni þetta sumar…áður en þú missir af!
(vinaleg áminning, við lokum dyrunum fyrir þjálfun eftir 2 daga, fimmtudaginn 17.júlí)
Ímyndaðu þér, væri líf þitt betra ef…
Eftir aðeins 21 daga værir þú orkumeiri en nokkru sinni áður og myndir hlaupa í leik við börn og barnabörn eins og ekkert sé
Værir þú 3-7 kílóum léttari og klæddir þig í lítríku aðsniðnu fötin í stað svörtu mussunar
Þú værir minna uppþembd og bjúgur væri ekki lengur inn í myndinni
…og þú stæðir örugg í því hvað þú ættir nákvæmlega að gefa líkama þínum fyrir vellíðan og seddu!
Sérðu brosið fyrir þér og hvernig þér mun líða í þínu skinni? Þetta er staðurinn sem þér var ætlað að vera á alltaf.
Þú getur ekki sagt mér annað en að þú myndir tvímælalaust afkasta meiru og fá meira úr lífi þínu — ekki satt?
Tíminn líður hratt og af hverju ættirðu að setja sjálfa þig og heilsu á hakan örlítið lengur, því í sannleika sagt þá gætu lífsgæði þín og heilsa verið í húfi, og það er eitthvað sem við viljum huga að eins og við getum! 😉
Ekki leyfa mér að fullyrða án þess að heyra hvað öðrum finnst, sjáðu hvað aðrar konur segja á síðu 21 daga þjálfunar hér.
Núna er tíminn.
Taktu fyrsta skrefið í átt að betra lífi strax í dag!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!