Persónuleg nálgun að betri heilsu
fæðuval
5 ástæður af hverju þú ættir EKKI að taka þátt í 21 daga þjálfun
15th July 2014
ofurfæði
Sesar Salat ofurfæði með grænkáli
5th August 2014
fæðuval
5 ástæður af hverju þú ættir EKKI að taka þátt í 21 daga þjálfun
15th July 2014
ofurfæði
Sesar Salat ofurfæði með grænkáli
5th August 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Persónuleg nálgun að betri heilsu

Júlía Magnúsdóttir

 

Viðtalið við mig í heild sinni sem birtist í Vikunni í júní


Júlía Magnúsdóttir, stofnandi Lifðu til fulls heilsumarkþjálfun, hjálpar fólki í átt að orkumeiri og léttari líkama og heilbrigðari lífsstíl.

 Júlía Magnúsdóttir

 

Júlía Magnúsdóttir lifði að eigin sögn ekki alltaf jafnhollu lífi og hún gerir í dag. „Á mínum yngri árum var ég mjög matvond og vildi alls ekki borða grænmeti. Ég man eftir að móðir mín gagnrýndi mig fyrir að vilja ekki einu sinni grænmeti á taco skeljar þegar þær voru í kvöldmatinn.”

Þó svo að mataræði hennar hafi ekki endilega verið slæmt var hún ekki að borða nóg af hollu og næringarríku fæði. Hún segist líka hafa verið algjörlega háð sykri. Á þessum tíma gerði hún sér þó ekki fulla grein fyrir þeim áhrifum sem þessi lífsstíll og mataræði hennar höfðu á hana.

„Ég þurfti mikinn svefn, var í stöðugu basli með þyngdina, fann til í liðum, hormónin voru í ruglinu og ég var alltaf slöpp eða lasin. Það var ekki fyrr en eftir að ég tók sjálfa mig í gegn að ég fann muninn,” segir Júlía.

Júlía ákvað þá að sinna betur sinni heilsu og byrjaði að vinna í sjálfri sér. „Ég fór að hlusta betur á líkama minn og sýna honum meiri ástúð. Ég hætti að fylgja megrunarkúrum, eða öðrum boðum og bönnum, og fór þess í stað hugsa um að breyta lífsstíl mínum hægt og bítandi.”

Lífsstílsbreyting varð að starfsferli

Við þessa naflaskoðun jókst áhugi hennar á heilsufræðum og ákvað hún því skella sér í nám í heilsumarkþjálfun hjá Institute of Integrative Nutrition sem er bandarískur skóli þar sem kennt er í fjarnámi á netinu. „Ég var það spennt og ástríðufull að þegar ég var búin með nokkra mánuði af náminu var ég strax komin með fyrsta kúnnann sem var tilbúin að leyfa mér að hjálpa sér að bættu líferni“ segir Júlía.

Eftir að Júlía útskrifaðist úr því námi sótti hún einnig um nám sem markþjálfi. Ástæðan var sú að hún sá þörf á að breyttu hugarfari til varandi árangurs. „Gamlar venjur koma fljótt aftur ef þú umbreytir ekki undirmeðvitundinni. Undirmeðvitunin er mun öflugri en meðvitund þín. Hún þrífst af gömlum venjum og endurtekur þær algjörlega óháð því hvort þær séu þér til góðs eða ekki.“

Júlía sækir stöðugt í ný og fjölbreytt námskeið til að sérhæfa sig enn frekar, m.a. námskeið í heildrænni meðhöndlun meltingarvegarins og hormónakerfisins. „Það vantar ekki ástríðuna hjá mér á þessu sviði. Þess vegna er ég statt og stöðugt að bæta við mig þekkingu tengda heilsusamlegu líferni og bættum lífsstíl.”

Andstæðan við megrunarkúra

Samkvæmt Júlíu er heilsumarkþjálfun andstæða megrunarkúra. Hún byggist á mun persónulegri nálgun, tekið er tillit til einstaklingsins og allra þeirra þátta sem viðkoma lífinu svo einstaklingurinn geti lifað til fulls. „Við erum öll ólík þannig að mataræði og hreyfing sem hentar samstarfskonu þinni þarf ekki endilega að henta þér,” segir Júlía.

Af þessum sökum er Júlía ekki hrifin af stöðluðum megrunarkúrum. „Fólk heyrir af nýjum kúr, þar sem höfundurinn missti einhvern fjölda kílóa, en þegar fólk prófar svo kúrinn sjálft skilur það svo ekkert í því hvers vegna hann virkar ekki eins vel fyrir þau,” segir Júlía og bætir við að flestir ná einungis í tímabundnum ávinning af slíkum kúrum en fara síðan hægt og bítandi í sama gamla farið.

Júlía trúir því að þegar á öllu er á botninn hvolft skiptir sköpum að maður fari sjálfur eftir því sem maður kennir, því kennsla án reynslu er lítils virði. „Lífsstíll minn er mjög stöðugur, ekki upp og niður eins og jó-jó, og myndi ég ekki vilja hafa það neitt öðruvísi. Fjölskyldan og vinirnir stríða mér stundum og bjóða mér ruslfæði, nammi eða aðra óhollustu, vitandi það að ég hef ekki minnstu löngun til að smakka.

Ég er ekki að segja að allir ættu að lifa þannig og margir sem ég þekki lifa heilsusamlega en fá sér óhollt inn á milli. Ég finn einfaldlega hvað mér líður vel af þessum lífsstíl mínum og það er drifkraftur minn,“ segir hún.

Þegar Júlía hóf að bjóða upp á heilsumarkþjálfun gerði hún það í persónu, það er að kúnnar komu til hennar í þjálfun. Nú leggur hún áherslu á fjarþjálfun þar sem margar þeirra kvenna sem hún vinnur með eru á víð og dreif um landið. „Ég hef einnig fundið að þessi aðferð hentar mér mun betur þar sem ég ferðast mikið sjálf og get þá sinnt þjálfunarsímtölum hvar sem ég er.”

Hún setti upp vefsíðuna Lifðu til fulls fyrir um 3 árum þar sem áhugasamir geta fræðst meira um þjónustuna sem boðið er upp á og skráð sig. Lögð er áhersla á að finna út hvað hentar hverjum og einum til að komast í óskaþyngdina, öðlast aukna orku og sátt við líkama sinn. „Hreyfing og mataræði er í mörgum tilvikum ekki nóg ef maður vill varandi breytingu. Hugsunarhátturinn þarf að breytast líka og þess vegna tökum við dýpri nálgun á lífsstílinn í heild sinni.

Þetta hefur gengið ótrúlega vel og nú erum við orðin þrjú í teyminu sem vinnum saman hjá Lifðu til fulls að vitundarvakningu í heilsu á Íslandi. Það eru forréttindi að geta unnið saman að markmiðum með fólki sem deilir sömu ástríðu og maður sjálfur,” segir Júlía

Sykurlaus og sæl

Í júní buðu þau hjá Lifðu til fulls upp á ókeypis áskorun þar sem fólk var hvatt til að sleppa sykri í fjórtán daga. „Ég taldi þetta vera góða leið til að vekja Íslendinga til umhugsunar um hvað þeir eru í raun að neyta mikils sykurs. Við er nú til að mynda rétt á eftir Bandaríkjamönnum í meðalneyslu,” segir Júlía

Þátttakendur skráðu sig á vefsíðunni og fengu eftir það tölvupósta með uppskriftum og litlum hollráðum. „Við gáfum fimm uppskriftir hvora vikuna ásamt innkaupalista. Hugsunin var sú að fólk borðaði eina sykurlausa uppskrift á dag, í þessa fjórtán daga, og sleppti öðrum sykurvörum. Um helgar myndi það endurtaka þær tvær uppskriftir sem voru í mestu uppáhaldi frá vikunni áður.”

Þetta er í fyrsta sinn sem þau bjóða upp áskorun sem þessa og hafa viðtökurnar verið betri en þau áttu von á. „Þúsundir Íslendinga skráðu sig og eru byrjaðir í sykurleysinu. Það er sérstaklega gaman að fylgjast með umræðunum á Facebook síðu okkar. Þar er lifandi samfélag og þátttakendur deila litlum sigrum sínum, eins og til dæmis að tyggjó eða döðlur hafi komið í staðinn fyrir súkkulaði eftir matinn,” segir Júlía.

Henni fannst einnig mjög ánægjulegt að heyra hvernig sykurleysið breytti lífi margra kvenna. Nokkrar töluðu um að í stað þess að vakna þrútnar og þreyttar á morgnanna, vöknuðu þær orkumiklar og sáttar.

Hver og einn gat tekið áskorunina eins langt og honum sýndist. „Við lögðum ekki sérstaka áherslu á takmarkanir eða að einstaklingar eigi, eða þurfi, að henda öllum sykri út ef þeir eru að neyta mikils sykurs í dag. Heldur vildum við eingöngu bjóða þeim að taka eitt skref með okkur og borða eina gómsæta uppskrift á dag í 14 daga.”

Júlía þekkir af eigin raun hversu erfitt það er að gefa sykur upp á bátinn. „Ég glímdi við mikla löngun í hvíta sykurinn á sínum tíma og hef séð margar konur gera slíkt hið sama. Ég setti því uppskriftirnar fyrir áskorunina þannig saman að þær slái á sykurþörfina á náttúrulegan hátt en bragðist á sama tíma ómótstæðilega.”

Spennandi tímar framundan

Þau hjá Lifðu til fulls hafa nú hjálpað yfir hundruðum kvenna bæði hérlendis og erlendis, að ná tökum á vanda sínum. Ýmislegt nýtt hefur líka verið í bígerð hjá þeim undanfarið. „Síðastliðna mánuði höfum við verið að hræra upp splunkunýja 21 daga þjálfun sem hefst í júlí.

Allar upplýsingar um þá þjálfun verður þá hægt að finna á heimsíðu Lifðu til Fulls og áhugasamir geta skráð sig á póstlistann hjá okkur. Við teljum að þessi þjálfun verði byltingakennd og hlökkum mikið til að deila henni með fólki,” segir Júlía með bros á vör

 


 

  „Hreyfing og mataræði er í mörgum tilvikum ekki nóg ef maður vill varandi breytingu. Hugsunarhátturinn þarf að breytast líka og þess vegna tökum við dýpri nálgun á lífsstílinn í heild sinni.”

Mottó Júlíu:

Leiðin á fjallstindinn byrjar á einu skrefi!

Fullt nafn: Júlía Magnúsdóttir

Starfsheiti: Heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi, stofnandi Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfun

Maki: Vilhjálmur Hendrik Karlsson

Börn: Engin

Stjörnumerki: Bogamaður

Áhugamál: Ferðalög, holl og framandi matarargerð, dans, lestur, hreyfing, læra nýja hluti

Á döfinni: Njóta sumarsins í sólinni, útilega og undirbúningur fyrir væntanlega þjálfun Lifðu til Fulls

 


Júlía Magnúsdóttir

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *