Upptekin, lufsuleg og óviss að þú getir haldið þetta út?
Endurheimtu orkuna
Spjallið mitt í gær við fjórar konur úr 21 dags þjálfun
19th November 2014
hráfæði
Ávinningar af hráfæði um jól
2nd December 2014
Endurheimtu orkuna
Spjallið mitt í gær við fjórar konur úr 21 dags þjálfun
19th November 2014
hráfæði
Ávinningar af hráfæði um jól
2nd December 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Upptekin, lufsuleg og óviss að þú getir haldið þetta út?

lífsstíl

Upptekin og á leið til útlanda, skeptísk að ég geti haldið þetta út enda búin að prófa margt og ekkert borið árangur.

Æjji ég er eitthvað svo lufsuleg, á ég ekki bara að sætta mig við ástandið svona.

Ég hef hvort eð er alltaf gefist upp…Verður þetta nokkuð öðruvísi?

 

Þetta eru aðeins nokkrar af þeim hugsunum sem Ólafia Lára Ágústsdóttir upplifðþegar hún var um það bil að hefja nýjan lífsstíí þjálfun hjá mér.

Hugsanir eins og…

Getur þetta tækifæri ekki komið aðeins seinna – þegar ég hef meiri tíma og get sinnt því alveg 120%? Því hvað ef ég held þetta ekki út?

En þú og ég vitum bæði að það er aldrei FULLKOMINN tími til að breyta hlutunum og fara úr gamla farinu. 

Í rauninni eru bestu tækifærin þau sem koma upp áður en okkur finnst við vera tilbúin. 

Hugur okkar byrjar að spinna upp ímyndaðar kringumstæður um hvað þetta verður allt saman erfitt og ómögulegt og kemur með þúsund ástæður af hverju við munum ekki halda þetta út. 

En mig langar að létta þér birgðarnar í dag og segja þér að „þú ert ekki ein sem hugsar þetta” 

Í dag hafa vísindamenn sannað að hugur okkar þrífst af því að spinna upp myndir af vandamálum og búa til afsakanir gegn því að takast á við eitthvað nýtt

Þýðir það samt að við ættum að sitja eftir í sama farinu og velta okkur upp úr  þessum ósönnu pælingum hugans? ég held nú síður…

Því málið er að þessar takmarkandi hugsanir munu aðeins aukast ef við höldum áfram að hlusta á þær (spurðu alla sálfræðinga þarna úti, þau munu vitna í þennan sannleika).

Þegar Ólafía mætti þessum neikvæðu hugsunum, í stað þess að velta sér upp úr þeim og láta þær stoppa sig gerði hún svo með að stíga skrefið og hefja þjálfun. Aðeins nokkra daga inní þjálfun sagði hún við mig: „Júlía þú gafst mér hvatninguna um að ég gæti þetta alveg! “

„Fyrsta vikan í þjálfun var svo ákveðin og hvetjandi að hugarfar mitt breyttist algjörlega” eins og þú sérð var þetta algjörlega nýtt tækifæri fyrir hana.

Þessi eina ákvörðun að byrja þrátt fyrir ranga „dag og stund” og annríkið var byrjun á lífi fullt af orku, líkama lausan við umfram kíló, hormóna ójafnvægi, hreysti og þol…til frambúðar.

Mér er kært um þinn árangur, ég vil að þér vegni vel og líði vel og er stuðningurinn og hvatning í þjálfun eitt af því sem ég legg mikla áherslu á.

Ég hef ítrekað séð það aftur og aftur að þær sem hefja þjálfun þrátt fyrir annríki, efasemdir, vantraust á sjálfa sig og kringumstæður…og í staðinn fylgdi innsæi sínu og láta á reyna á þetta….Eru þær sem fá hvað mest úr þjálfun.

Hugsaðu um það…

Hversu margar af þessum “sögum” sem þú ert að segja þér eru virkilega sannar, ef þú ýtir öllum fyrri reynslum frá.

Er satt að þú munir ekki ná að halda þessu út?

Hefurðu sönnun fyrir því að þú getir ekki náð ávinningi þrátt fyrir annríki?

Veistu fyrir vissu að þú ert vonlaust tilfelli og getur ekkert náð líðan eins og hún var hér áður?

Ég þori að veðja að svar þitt sé stórt feitt Nei, við öllum þessum spurningum!

Ástæða þess að ég spyr þig þessa spurninga er vegna þess að við höfum opnað á ný fyrir skráningu í “Endurheimtu orkuna á 21 degi þjálfun” vegna margra fyrirspurna en aðeins til miðnættis í kvöld!

Ef þú hefur verið að halda aftur af þér og leyft huga þínum að búa til afsakanir og jafnvel sagt “ nei þetta hentar bara ekki núna” eða “ ég get beðið” þá hvet ég þig eindregið til þess að skrá þig og taka af skarið á meðan þú getur!

Því alveg eins og þegar Ólafía var laus við 8 kíló, liðverki og farin að skokka og finna fyrir meira jafnvægi og heilsu, sá hún sko aldeilis ekki eftir því að hafa byrjað í þjálfun og munt þú ekki heldur gera það! (er það nokkuð?)

 

Screenshot 2014-11-24 13.55.49

 

Svo kæra vínkona mættu þínum ósönnu afsökunum og gerðu þig tilbúna í þjálfun (því í sannleika sagt þá verður þú aldrei 100% tilbúin, við gerum okkur tilbúin)

Taktu þátt með okkur í 21 daga þjálfun áður en þú missir tækifærið og fáðu hvatninguna og stuðninginn, því þú getur þetta, ég verð hérna að styðja við þig alla leiðina!

Þú ert þess virði og þú ert tilbúin! 

 

Með kærleik, heilsu og hamingju

Júlía heilsumarkþjálfi

 

p.s Skráðu þig í dag þar sem við lokum og læsum dyrunum að miðnætti í kvöld! Sjáðu alla söguna hennar Ólafíu á myndbandi með því að skrolla niður á þessari síðu.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *