Liðverkir á breytingaskeiðin og ráð við þeim
18th May 2021Eru föstur góðar fyrir konur yfir fertugt?
7th June 2021Liðverkir á breytingaskeiðin og ráð við þeim
18th May 2021Eru föstur góðar fyrir konur yfir fertugt?
7th June 2021Finnst þér oft eins og þú sért að byrja upp á nýtt?
Þú breytir mataræðinu í nokkra daga en áður en þú veist af ertu komin aftur í gamla farið?
Nú í dag langar mig einmitt að deila með þér hvernig þú getur breytt því og loksins fengið árangurinn til að endast!
Mig langar að segja þér frá Jóhönnu, því ég held að hennar saga muni setja allt í betra samhengi fyrir þig.
Jóhanna furðaði sig alltaf á því af hverju hún náði ekki að halda út.
Hún var nú farin að kvíða fyrir sumrinu þar sem vinahópurinn ætlaði að fara í bátsferð á kajak og hún var viss um að hún gæti ekki tekið fullan þátt vegna þyngdar og heilsuástands.
Jóhanna var orðin virkilega leið á þessu mynstri hjá sér og þráði sannarlega að ná árangri en hugsaði með sér að “aginn væri bara ekki til staðar”.
Í gegnum tíðina þegar Jóhanna hafði prófað breytt mataræði var yfirleitt það fyrsta sem hún gerði að tæma búrskápana af óæskilegri fæðu og versla inn fyrir breytt mataræði, hvort sem það var ketó, LKL eða danski kúrin.
Svo gafst hún yfirleitt upp eftir u.þ.b. 2-3 mánuði.
Þetta hafði verið svona í mörg ár hjá henni.
Þar var þá sem Jóhanna leitaði til mín og ég skoraði á hana að prófa aðra nálgun.
Í stað þess að byrja á því að tæma búrskápana, byrjaði hún að kveðja þær hugsanir sem voru ekki lengur að þjóna henni með einfaldri 3ja skrefa hugaræfingu.
Málið er að undirmeðvitund okkar stýrir okkar daglega lífi og þrífst á því að endurtaka gamlar hugsanir og sömu hlutina eins og gömul spóla.
Það var því ljóst fyrir Jóhönnu að hún yrði að losa sig við gamlar hugsanir og mynstur í undirmeðvitundinni til þess að getað endanlega sagt skilið við gamla mynstrð sem hafði plagað hana síðustu ár.
Þegar Jóhanna gerði þetta upplifði hún algjört frelsi og létti!
Í kjölfarið lofaði ég henni að við myndum líka breyta mataræðinu og hóf hún þriggja vikna áhrifaríka Nýtt líf og Ný þú matarhreinsun.
Jóhanna upplifði sig nærða og kom henni á óvart hvað hreinsunarfæða gæti verið bragðgóð.
Með hverjum degi var hreinsunin að virka þannig að sykurlöngun varð minni, orkan meiri og 10.8 kílóin sem höfðu setið kyrr lengi fóru eins og fyrir töfra.
Eftir hreinsunina hafið Jóhanna losað sig við allt gamalt og algjörlega núllstillt líkamann (og í þokkabót hugann!), þá var komið að því besta!
Að öðlast skilning á eigin líkama og hvað það var nákvæmlega í fæðunni sem virkaði fyrir akkúrat hana því í raun eru 75% manna í dag að neyta fæðu sem þau hafa óþol fyrir.
Sú fæða sem þú neyttir þegar þú varst yngri án vandræða er ekki endilega að gera þér gott í dag!
Jóhanna uppgötvaði þá hvaða fæða var að valda henni kvillum, þyngdaraukningu, orkuleysi og meira segja andlegri depurð og alls herjar ójafnvægi og hvaða fæða væri sú sem myndi gefa henni vellíðan og léttleika.
Með þessum skrefum lagði Jóhanna grunninn að sínum lífsstíl, stundar nú hreyfingu sem hún elskar og finnst lítið mál að viðhalda árangrinum.
Kvíðanum fyrir kajak ferðinni var skipt út fyrir tilhlökkun og hún varð sáttari með sjálfa sig en hún hafði verið í mörg ár.
Hún hafði öðlast Nýtt líf og Nýja sig!
Eitt sem varð ljóst fyrir Jóhönnu var að þetta snérist ekki um agann.
Skrefin sem Jóhanna tók til að komast á þennan stað gerðist ekki á einni nóttu heldur voru þau tekin yfir 4 mánuð með Nýtt líf og Ný þú þjálfun.
Þjálfun sem hefur verið það síðasta sem konur þurfa að prófa, því þær ná loksins árangri sem endist!
Þráir þú varanlega breytingu fyrir heilsuna?
Hefur þú sagt við sjálfa þig að þú hafir bara ekki agann eða að það hljóti að vera eitthvað að þér af því þú hefur ekki náð þessu sjálf hingað til?
Ekki vera hörð við sjálfa þig!
Þér var ekki ætlað að gera þetta ein. Þú hefur bara ekki fengið leiðsögnina og skrefin til að komast þangað.
Núna er þinn tími
Framtíðarútgáfan af þér treystir á þig að taka stökkið!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!